Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 40
U M R Æ Ð U R
FÉLAG ALM
O G FRÉTTIR
ENNRA LÆKNA
Læknaskortur er staðreynd
I Eyjólfur Þorkelsson er formaður Félags almennra lækna en á síðasta
I aðalfundi var nafni félagsins breytt úr Félagi ungra lækna. Eyjólfur segir
I nafnbreytinguna hafa verið tímabæra og nauðsynlega þar sem oft hafi
I verið uppi misskilningur um hvað „unglæknir" þýddi; ekki hafi allir gert
I sér grein fyrir því að unglæknir væri útskrifaður læknir með almennt
I lækningaleyfi en án sérfræðimenntunar.
„Læknanemi, læknakandídat og unglæknir, þessu
var iðulega ruglað saman. Hins vegar fer ekkert
á milli mála hvað almennur læknir stendur fyrir:
Það er læknir með almennt lækningaleyfi. Aldur
almennra lækna er eðli málsins samkvæmt
yfirleitt í lægri kantinum en þó eru dæmi um vel
fullorðna lækna með almennt lækningaleyfi sem
hafa ekki lagt fyrir sig sérgrein."
Eyjólfur lýsir almennum læknum sem
framvarðasveit spítalans. „Við gegnum stöðum
aðstoðar- og deildarlækna, við höldum utan
um deildavinnuna og stöndum bundnar vaktir
með miklum samskiptum við sjúklinga og
aðstandendur. Okkur finnst vinnuframlag okkar
sjaldan metið að verðleikum og lítið tillit tekið
til þess vinnuálags sem almennir læknar starfa
undir, sérstaklega á síðustu misserum þegar
almennum læknum hefur markvisst verið fækkað
á stofnuninni. Til marks um álagið má nefna að
það er nánast regla fremur en undantekning að
almennir læknar þurfi að vinna áfram eftir að
hefðbundnum vinnudegi er lokið, við frágang
dagvinnunnar eða undirbúning innlagna, án
þess að fá nokkra yfirvinnu greidda. Auk þess er
vinnustundafjöldi almennra lækna á viku yfirleitt
fimm til tíu stundum yfir skilgreindum hámarks-
vinnutíma. Þetta eru eingöngu tímar samkvæmt
vinnuskýrslu svo yfirvinnan sem ég nefndi áðan
er ekki inni í þessum tölum. Hversu mikil þessi
ólaunaða yfirvinna er í raun, veit enginn fyrir víst
en hún á að vera til í gögnum spítalans þar sem við
Hávar Stimplum okkur inn í upphafi dags og út þegar við
Sigurjónsson förum heim. Það hefur hins vegar reynst þrautin
þyngri að fá aðgang að þessum gögnum og verður
líklega ekki hægt nema fyrir atbeina dómstóla."
Deilt um vaktaskipuiag
Almennir læknar stóðu í vor í deilu við stjórn
Landspítala um breytingar á vaktakerfi sem
hefði að sögn Eyjólfs þýtt styttingu vakta úr 16
stundum í 13, en í staðinn fleiri nætur unnar í
röð. „Við mótmæltum þessu með þeim rökum
að þetta þýddi minni hvíld fyrir okkur og væri
því öryggismál bæði fyrir okkur læknana og
sjúklingana. Okkur mislíkaði einnig að okkur var
ekki boðið upp á neinar viðræður um þetta, heldur
einungis tilkynnt að þetta hefði verið ákveðið.
Við mótmæltum því og bentum á að ekki væri
löglega að þessari breytingu staðið og hugðumst
leggja fram stjórnsýslukæru. Auk þess bentum
við á að með þessu ykist vinnuskylda úr því að
vera tæplega lögleg í það að vera kolólögleg.
Á þeim grundvelli kom Læknafélag Islands til
sögunnar sem okkar stéttarfélag og lögfræðingur
félagsins var fyllilega sammála okkar túlkun. Að
endingu gengu um 70 almennir læknar út, sem
hafði mikil og víðtæk áhrif. Á fimmta degi kom
spítalinn til móts við óskir okkar og báðir aðilar
náðu samkomulagi. í því fólst meðal annars að
skipuð var nefnd þar sem áttu sæti fjórir fulltrúar
Landspítala og þrír frá Félagi almennra lækna og
þeim falið að semja tillögur að nýju vaktakerfi
fyrir öll svið spítalans þar sem tekið væri tillit til
mismunandi þarfa sviðanna. Starfið í nefndinni
hefur gengið mjög vel, þótt nokkrar tafir hafi
776 LÆKNAblaðið 2010/96