Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 37
F R U M H E R UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR Jl í BARNALÆKNINGUM þetta stöðugt basl næstu árin; ég vildi fá að skoða börnin sjálfur fyrir aðgerð, tala við foreldrana og ákveða hvort gera ætti aðgerð eða ekki. Þetta mátti ég ekki. Börnin voru kölluð inn til aðgerða af lyflæknum barnadeildarinnar og send til mín. Eg átti síðan að gera aðgerðina og ekki skipta mér meira af því. Þetta líkaði mér illa og sérstaklega þótti mér slæmt að fá ekki að hafa hönd í bagga um meðferð barnanna eftir aðgerð. Ég vildi einnig að böm sem höfðu verið í aðgerð yrðu lögð irtn á sérstakar stofur, en ekki sett á stofur með bömum sem voru veik af alls kyns sýkingum. En þessu var öllu blandað saman og barnadeildin var í raun rekin eins og smitsjúkdómadeild og það kom þráfaldlega fyrir að frísk börn sem komu inn til aðgerðar sýktust í kjölfarið við að liggja á barnadeildinni. Þetta fékkst ekki í gegn. Þá bað ég um að fá að merkja skýrslur bamanna sem ég hafði gert aðgerð á til að ég væri fljótari að finna þau á deildinni. Það mátti ekki heldur. Satt best að segja þá var eiginlega alveg sama hvað ég lagði til eða bað um, það var allt saman slegið útaf borðinu. Og þetta fór í taugamar á mér og stundum var ég óvæginn við þessa pilta, kjaftfor og leiðinlegur, enda var ekki boðið upp á neinn vinskap, og samskiptin urðu að sama skapi stirð. Þetta voru mikil viðbrigði frá Svíþjóð og oft hvarflaði að mér að flytja út aftur. Líklega hefði ég gert það ef ég hefði haft efni á því." Sóttur upp á hálendið I sautján ár var Guðmundur eini sérfræðingurinn í bamaskurðlækningum og sannarlega var mikið að gera hjá honum. „Ég var eiginlega á stöðugri vakt fyrir barnadeildina í öll þessi ár, auk þess að vera á vakt fyrir handlækningadeildina. Það kom fyrir að ég var sóttur út á land - upp á hálendið jafnvel - ef gera þurfti bráðaaðgerð á bami. Þetta hafði auðvitað líka þau áhrif að þolinmæði mín gagnvart alls kyns vitleysu sem fékk að viðgangast var minni en ella. Ég var alltaf með langan biðlista af börnum sem þurftu að komast í aðgerð og það var óþolandi að geta ekki stjórnað því sjálfur hvernig bömin voru tekin inn af biðlistanum. Oft myndaðist flöskuhálsinn á bamadeildinni þar sem ég fékk ekki pláss fyrir aðgerðabörnin og varð því að fresta aðgerð af þeim sökum. Þessir erfiðleikar urðu til þess að ég fór að velta því fyrir mér hvort ekki væri skynsamlegast að skipta bamadeildinni í handlækningadeild og lyflækningadeild. Rétt eins og með fullorðna sjúklinga. Ég lagði mikla vinnu í þetta og læknaráð, stjórn spítalans og ráðuneytið voru sammála því að þetta væri rétt, en þetta strandaði á yfirlæknum barnadeildarinnar og komst ekki lengra. Þeir höfnuðu þessu algerlega. Þá voru einnig uppi hugmyndir um að færa handlækningar barna alfarið yfir á handlækningadeildina og um þetta voru samin mörg bréf og margar yfirlýsingar og allir nema yfirlæknar barnadeildarinnar voru í rauninni sammála um að þessu þyrfti að breyta. Loks fékkst sú niðurstaða að ég fékk 14 rúm til umráða á bamadeildinni og það var heilmikil framför en þó vildi verða misbrestur á að þau væru aðskilin frá öðrum sjúklingum deildarinnar. Eftir mörg ár (1983) fékkst svo leyfi fyrir tveimur stöðum barnaskurðlækna og það létti talsvert á mér." Eflaust þykir mörgum fróðlegt að lesa þessi orð Guðmundar en þau lýsa baráttu frumkvöðuls fyrir viðurkenningu og starfsaðstöðu sérgreinar sinnar. „Þetta átti sér að nokkru leyti sögulegar skýringar, einnig var sumpart um faglegan ágreining að ræða, en fyrst og síðast var þetta persónulegt stríð þar sem menn vörðu stöðu sína og hagsmuni með öllum tiltækum ráðum. Eftir að ég fékk skipun sem yfirlæknir á barnadeildinni hefði mátt ætla að ég væri kominn í betri aðstöðu til að hafa áhrif á þróun mála en það var eftir sem áður þungur róður þar sem ég var eini skurðlæknirinn á móti 11 lyflæknum barnadeildarinnar, og þannig var það næstu átta árin. Ég skrifaði stjórnarnefnd spítalans bréf og lagði til að yfirlæknisstaðan í handlækningum barna á barnadeildinni yrði lögð niður, því hún væri hégóminn einn. Þetta voru helv . . . leiðindi allt saman. Andrúmsloftið var slíkt að ég var yfirleitt ekki boðaður á neina fundi þar sem málefni deildarinnar voru til umræðu. Mér var heldur ekki falið að kenna barnaskurðlækningar á vegum barnadeildarinnar heldur sá lyflækningaprófessorinn um þá kennslu. Ég kenndi hins vegar barnaskurðlækningar á vegum handlækningadeildarinnar og þannig var fyrirkomulagið allt til þess að ég hætti störfum. Ekki má samt skilja orð mín þannig að þetta hafi allt verið eintómt stríð. Ég átti marga ágæta vini í hópi kolleganna og mjög gott samstarf við flesta þeirra í þau 33 ár sem ég starfaði við spítalann." Nýjungar og nýmæli Með komu Guðmundar til landsins urðu ýmis nýmæli í aðgerðum á börnum og einnig í meðferð þeirra eftir aðgerð. „Meðal þess sem ég gerði og ekki hafði verið gert hér áður voru aðgerðir vegna vatnshöfuðs og breyttar aðferðir við aðgerð vegna klofins hryggs. Ég gerði ýmsar nýjar aðgerðir vegna meðfæddra galla í þvagfærum, nýrum og meltingarfærum. Þá hóf ég aðgerðir í brjóstholi á fyrirburum. Einnig aðgerðir vegna samvaxinna hausamóta sem hafði ekki verið viðurkenndur sjúkdómur hér. Einu tilfelli man ég eftir þar LÆKNAblaðið 2010/96 773
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.