Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.12.2010, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR T I L F E L L I MÁNAÐARINS Svar við tilfelli mánaðarins Tilfelli mánaðarins: Sólbrúnn og úthaldslaus karlmaður. Greining: Langvinn frumkomin nýrnahettubilun eða Addisonsveiki. Case of the month: Addison's syndrome Greiningin í þessu tilfelli er langvinn frumkomin nýrnahettubilun eða Addisonsveiki. Almennur slappleiki, úthaldsleysi, megrun, svimi og saltþörf, ásamt einkennandi húðlit, lágþrýstingi með háu kalíum í blóði og lágu natríum bendir til nýrnahettubilunar. Vangreindur sjúkdómur getur einnig komið fram mjög brátt og er þá talað um „Addisons crisis". Einkenni eru þá alvarlegri og meiri líkur á að þau komi í ljós í tengslum við aukið álag á líkama við sýkingar eða skurðaðgerðir. Sjúkdómurinn veldur skorti á glúkókorti- kóíðum (aðallega kortisól) og mineralkortikóíðum (aðallega aldósterón) vegna eyðingar nýma- hettufrumna. Heiladingull eykur myndun ACTH (adrenókortikótrópik-hormón) til móts við lækkandi styrk glúkókortikóíða í blóði. Við myndun á ACTH myndast einnig MSH (melanocyte stimulating hormone) sem örvar myndun melaníns, litarefnis húðarirtnar, og veldur einkennandi húðlit Addisonsjúklinga. Mest áberandi í olnbogum, í lófum, á hnúum, í slímhúðum og nýlegum örum. Algengasta orsök frumkominnar nýrnahettu- bilunar er sjálfsofnæmi í 90% tilfella, áður fyrr voru það berklarT 2 Auknar líkur em á öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum, svo sem sykursýki 1, B12-skorti og skjaldkirtilssjúkdómum við greiningu.3'5 Á íslandi greinist að meðaltali einn einstaklingur á ári með frumkomna nýrnahettu- bilun, algengast í kringum 20-30 ára aldur. Greining Addisonsveiki er gerð með mælingu á kortisóli og getu nýrnahettnanna til að mynda kortisól við örvun með ACTH. Að morgni mældist kortisól 132 nmól/L [200-700] og ACTH mældist verulega hækkað, eða 2101 ng/L [0-46]. Að morgni var gert Synacthen próf með 250 ug Synacthen í vöðva. Engin kortisólshækkun mældist við 0,30 og 60 mínútur, en við eðlilega svörun hækkar kortisól um 200 nmól/L. Að auki mældist TSH 30,11 mU/L [0,3-4,2] og frítt T4 6,6 pmól/L [12,0-22,0]. Mótefnamælingar sýndu thyroxin peroxidase (TPO) 295IU* [<60IU], að auki mældust mótefni gegn nýrnahettuberki og parietalfrumum jákvæð. Margar mismunagreiningar koma til greina. Tíu kílóa megrun í þessu tilfelli skýrist af lystarleysi, líkast illkynja sjúkdómi, fremur en ofstarfsemi skjaldkirtils sem oft er samfara aukinni matarlyst. Sykursýki hefði fylgt þorstlæti og aukið þvagmagn. Salttruflanir í sermi og húðdökkvinn benda eindregið til frumkominnar nýrnahettubilunar fremur en afleiddrar. Meðferð miðar að því að bæta sjúklingi skort á glúkókortikóíðum og mineralkortikóíðum. Sjúklingur var meðhöndlaður með natríum- klóríðvökva og hýdrókortisón 100 mg í æð og útskrifaðist með hýdrókortisón 20 mg að morgni og 10 mg síðdegis, flúdrókortisón 0,1 mg á dag og levotýroxín 0,1 mg á dag. Brýnt var fyrir sjúklingi að tvöfalda hýdrókortisónskammta í verulegum veikindum. *intemational unit Heimildir 1. Arlt W. The approach to the adult with newly diagnosed adrenal insufficiency. J Clin Endocrinol Metab 2009; 94:1059- 67. 2. Silva Rdo C, Castro M, Kater CE, et al. Primary adrenal insufficiency in adults: 150 years after Addison. Arq Bras Endocrinol Metabol 2004; 48: 724-38. 3. Balázs C, Fehér J. Associations of autoimmune disorders in endocrine disease. Orv Hetil 2009; 150:1589-97. 4. Boelaert K, Newby PR, Simmonds MJ, et al. Prevalence and relative risk of other autoimmune disease in subjects with autoimmune thyroid disease. Am J Med 2010; 123:183. 5. Erichsen MM, Lovás K, Skinningsrud B, et al. Clinical, immunological, and genetic features of autoimmune primary adrenal insufficiency: observation from a Norwegian registry. J Clin Endocrinol Metab 2009; 94: 4882-90. 768 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.