Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 27

Læknablaðið - 15.12.2010, Qupperneq 27
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Gauti R. Vilbergsson1 aðstoðarlæknir Sylvía O. Einarsdóttir2 aðstoðarlæknir Sigríður Erla Óskarsdóttir1 læknir Eydís Ólafsdóttir1 augnlæknir Einar Stefánsson13 augnlæknir Lykilorð: augnslys, flugeldar, börn, líknarbelgur, glerhlaupsaögerð, aðskotahlutur, hornhimna. ’Landspítala, 2Heilbrigðisstofnun Vesturlands, 3læknadeild HÍ Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar Stefánsson, augnlækningadeild Landspítala einarste@landspitali.is Víti til varnaðar Tvö alvarleg augnslys vegna fikts við flugelda Agrip Tveir unglingspiltar fengu meðferð á augndeild Landspítalans vegna alvarlegra augnáverka eftir fikt með heimatilbúnar sprengjur úr flugeldunum „Víti" sem sprungu í höndunum á þeim. Annar pilturinn fékk glerflís inn í auga og þurfti glerhlaupsaðgerð til að fjarlægja flísina. Einnig fékk hann talsverða áverka á húð í andliti og á hendi. Hinn pilturinn brenndist illa á hornhimnu og í andliti. Hornhimnurnar voru meðhöndlaðar meðal annars með líknarbelgshimnu. í báðum tilfellum fór betur en á horfðist. Tilgangur greinarinnar er að vekja athygli á hversu hættulegt fikt með flugelda getur verið. „Víti" hefur verið vinsæll flugeldur til að fikta við og er auðvelt að finna leiðbeiningar á spjallrásum á veraldarvefnum. Æskilegt er að herða eftirlit með sölu flugelda og efla forvamaraðgerðir, sérstaklega gagnvart börnum og unglingum. Mynd 1. Tilfelti 1: Unglingspiltur við komu á bráðamóttöku. Andlitsbruni eftir skoteldasprengingu. Inngangur Augnáverkar vegna flugelda eru árviss viðburður á íslandi, en misalgengur þó. Fyrir 20 árum urðu fjölmörg alvarleg augnslys og meirihluti þeirra vegna svonefndra tívolíbomba, sem voru bannaðar fyrir almenning í beinu framhaldi. Um áramótin 2008-9 urðu tvö alvarleg augnslys vegna tiltekinnar tegundar flugelds sem nefndur er „Víti". Spjallrásir á veraldarvefnum gefa nákvæmar leiðbeiningar um hvernig má fikta við þessar sprengjur og búa til heimatilbúna flugelda.1'2 Tveir drengir á unglingsaldri sem léku þennan leik, urðu fyrir mjög alvarlegum augn- áverkum sem við gerum nánar grein fyrir hér. Sjúkratilfelli 1 Unglingspiltur var með yngri bróður sínum og nágrönnum að sprengja flugelda. Hann hafði keypt flugelda sem kallast „Víti" og tekið í sundur í smærri efningar og kveikt í þeim. Einum þeirra náði hann ekki að henda frá sér í tæka tíð og sprakk þá flugeldurinn framan í hann. Pilturinn var ekki með hlífðargleraugu. Hann missti ekki meðvitund en við komu á bráðamóttöku í Fossvogi gat hann ekki opnað augun (mynd 1). Við skoðun var mikill yfirborðsbruni og sót í báðum augum. Hann gat efnungis greinthandahreyfingar. Tölvusneiðmynd af andlitsbeinum var eðlileg. Augnskoðun í svæfingu sýndi blæðingu á hvítu augans á báðum augum, stór yfirborðssár og hlutþykktarskurði á hornhimnu (mynd 2). I vinstra auga var lítil forhólfsblæðing. Augun voru hreinsuð og Mynd 2. Tilfelli 1: Bjúgur, skurðir og sót í auga eftir skoteldasprengingu. LÆKNAblaðið 2010/96 763

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.