Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 3
Ný stjórn Læknafélags íslands Ný stjórn Læknafélags íslands tók til starfa eftir aðalfund í október. Talsverð endurnýjun varð í stjórninni en fimm nýir tóku þar sæti eftir aðalfundinn. Nýverið var einnig Dögg Pálsdóttir lögfræðingur ráðin til félagsins og tekur hún til starfa 1. janúar. Á myndinni eru í fremri röð frá vinstri: Þórey Steinarsdóttir fulltrúi FAL, Anna K. Jóhannsdóttir heimilislæknir ritari, Birna Jónsdóttir röntgenlæknir formaður, Valgerður Á. Rúnarsdóttir fíknlæknir varaformaður, Árdís Björk Ármannsdóttir almennur læknir. í aftari röð frá vinstri eru: Dögg Pálsdóttir lögfræðingur, Ágúst Örn Sverrisson lyflæknir, Orri Þór Ormarsson barnaskurðlæknir, Ragnar Gunnarsson heimilislæknir, Sólveig Jóhannsdóttir fram- kvæmdastjóri. Á myndina vantar Sigurveigu Pétursdóttur bæklunarlækni sem er gjaldkeri félagsins. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Varúð, málverk! Myndin sem sjá má framan á Læknablaðinu að þessu sinni er af umferðarskilti sem á uppruna sinn í ítölsku samgöngukerfi. Hún er verk listamannsins Einars Garibalda Eiríkssonar (f. 1964) sem fann skiltið á ferðum sínum um Ítalíu og hafði með sér á brott. Einar lærði myndlist þar í landi og hefur sótt þangað reglulega síðan við leik og störf. Hann viðaði að sér fleiri sambærilegum skiltum á löngum tíma og hélt sýningu á þeim í fyrra hér á landi undir heitinu Grand Tour (2010). Heiti sýningarinnar vísartil ferðalags sem ungir menn af heldri ættum fóru gjarnan í áður fyrr til að fullnuma sig í menningu og listum gamla heimsins. Einar gerði þennan forna menntaveg að sínum þar sem hann fetaði margtroðnar slóðir Ítalíu og ígrundaði sögu málaralistarinnar. Öll sýndu skiltin á sýningunni þetta sama tákn, málningarpensil sem dregur hvíta línu á svartan flöt. Þau voru hins vegar lítillega frábrugðin hvert öðru að stærð og gerð og í misgóðu ástandi. Sum voru beygluð og ryðguð - og eitt var útatað í veggjakroti. Þannig var í raun hvert verk einstakt og saman í heild sögðu þau ákveðna ferðasögu sem var á sýningunni studd með korti af Ítalíu og þar voru merktar borgirnar þaðan sem skiltunum hafði verið hnuplað. Skiltin voru ekki staðbundin sem slík, heldur hafa þau verið notuð til skamms tíma á ýmsum stöðum við gatnaframkvæmdir. Táknið merkir að ökumönnum beri að fara með gát þar sem á nýmalbikuðum vegarkaflanum framundan sé ekki lokið við að mála endurskinslínurnar. Einar Garibaldi hefur löngum fengist við hinn hugmyndafræðilega grundvöll málverksins hvort sem hann málar sjálfur eða sýnir fundna hluti eins og skiltin. Það má líta á þau eins og tákn fyrir þá óvissuferð sem listamaðurinn leggur í við gerð verka sinna en sama má segja um áhorfandann sem tekst á hendur að túlka verkin. Um leið og lesendum er óskað gleðilegs nýs árs er þeim bent á að frá og með lokum janúar má sjá fleiri verk eftir Einar Garibalda til sýnis í Listasafni Reyjavíkur, Hafnarhúsi. Markús Þór Andrésson Ljósmyndari: Bruno Muzzolini Birt með leyfi Gallerí Ágúst Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benedíktsdóttir Gunnar Guðmundsson Gyifi Óskarsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Soffía Dröfn Halldórsdóttir soffia@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, 0 . v/// umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.