Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 15
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN (86/324) að barn sitt hefði fæðuofnæmi10 og rannsókn frá Isle of Wight í Englandi á börnum á fyrsta ári sýndi að 7,2% (65/900) foreldra taldi barn sitt hafa fæðuofnæmi.11 Lægra hlutfall í okkar rannsókn gæti verið vegna þess að við komu til rannsóknarlæknis voru einkenni flokkuð samkvæmt lýsingu frá móður sem hugsanlegt fæðuofnæmi, exem, einkenni frá meltingarvegi, einkenni frá öndunarvegi eða ofsakláði. Fæðu- ofnæmi gat legið að baki einkennum frá húð, meltingar- og öndunarvegi en var ekki flokkað sem slíkt nema sterkur grunur væri um að einkenni versnuðu við að borða viðkomandi fæðu. Rannsóknin sýnir að 7,90% barna á fyrsta ári eru með exem samkvæmt sjúkrasögu og líkamsskoðun. Spumingar sem fjalla um astma og astmaeinkenni benda til að algengi astma sé 8,80%. Flest barnanna höfðu haft hvæsandi öndun eða píphljóð í brjósti (88,98%) og verið á bæði berkjuvíkkandi lyfi og innöndunarsterum (84,74%). Okkur gæti hafa yfirsést átta börn með þessari aðferð þar sem mæður sögðu bam sitt hafa verið með einkenni astma, fengið berkjuvíkkandi lyf og innöndunarstera en neituðu astmagreiningu samkvæmt lækni. Ekki eru til eldri tölur um algengi astma og exems á fyrsta ári hjá íslenskum börnum en tölur eru til fyrir 18-23 mánaða börn.12 Sú rannsókn sýndi 31% (56/179) algengi exems og 19% algengi astma (34/179). Rannsókn okkar sýnir lægra algengi en algengi ofnæmissjúkdóma er að aukast fyrstu ár ævinnar og gæti það skýrt þennan mun.13 Tvö börn með staðfest fæðuofnæmi, fyrir mjólk sem olli niðurgangi og fyrir eggjum sem gerðu exem verra, voru ekki næm samkvæmt húðprófi eða IgE í sermi. Ástæðan fyrir því gæti verið óþol eða annars konar ofnæmissvar, til dæmis af týpu IV. Næming barna fyrir fæðu var 3,27% (44/1341). Rannsókn okkar er framskyggn tilfellaviðmiðuð ferilrannsókn sem þýðir að börn sem ekki fengu einkenni fæðuofnæmis eða voru valin í viðmiðunarhóp voru ekki skimuð með ofnæmis- húðprófum eða sértæku IgE. f slíkri rannsókn er næming bama og jafnvel fæðuofnæmi hugsanlega vanmetið þar sem ekki hafa öll böm fengið þá fæðu sem þau eru næm fyrir. Ekkert viðmið- unarbarn var með jákvætt IgE innan við 12 mánaða aldur sem styrkir niðurstöður okkar. Engar fyrri rannsóknir hafa skoðað næmi á fyrsta aldursári íslenskra bama en rannsókn frá Isle of Wight11 frá árinu 2006 sýndi að næming barna á fyrsta ári fyrir helstu mótefnavökum í fæðu var 2,2% (17/763), sem er nokkru lægra en okkar niðurstöður. Þessi rannsókn notaðist við sambærileg greiningarpróf og okkar rannsókn. í þeirri rannsókn var algengi Tafla IV. Marktæk fylgni milli áhættuþátta og staðfestra ofnæmissjúkdóma. Áhættuþáttur Næming Jákvætt IgE í sermi Jákvætt húðpróf Astmi Exem Ofnæmis- kvef Móðir fékk meðgöngueitrun p=0,002; OR=3,42 Barn fékk lýsi daglega eða oft í viku p=0,005; OR=0,42 p=0,010; OR=0,46 p=0,025; OR=0,39 P=0,002; OR=2,12 Móðir reykti á meðgöngu p=0,021; OR=0,22 Báðir foreldar eiga sér sögu um ofnæmi p<0,001; OR=2,12 p=0,004; OR=1,90 Móðir á sér sögu um ofnæmi p=0,001; OR=1,99 Faðir á sér sögu um ofnæmi p=0,024; OR=1,58 Taflan sýnir áhættuþætti þar sem fylgni fannst við ofnæmissjúkdóma hjá barni. Fylltir reitir merkja að þar voru ómarktækar niðurstöður. Ekki fannst fylgni milli þessara áhættuþátta og ofnæmissjúkdóma hjá barni ef foreldrar höfðu ekki ofnæmissjúkdóma. staðfests fæðuofnæmis 1,5% (15/969) og er það einnig lægra en okkar rannsókn gaf (1,86%). Rannsókn á 18 mánaða gömlum íslenskum börnum notaði svipaðar aðferðir við ofnæmis- greiningu og notaðar voru í rannsókn okkar10 en mældi ekki sértækt IgE í blóði. Sú rannsókn sýndi að 2% barna voru með staðfest fæðuofnæmi (7/324). Er það mjög sambærilegt við okkar niðurstöður og munurinn gæti skýrst af aldursmun barnanna. Ef við berum okkar niðurstöður um næmingu saman við rannsókn frá árinu 1992, þá sýndi sú rannsókn að 39% 18-23 mánaða íslenskra barna voru næm fyrir einhverjum ofnæmisvaka.14 Þetta er allnokkru hærra gildi en rannsókn okkar sýnir en benda má á þrennt í því sambandi. I fyrsta lagi voru ekki mældir sömu mótefnavakar þar sem í fyrri rannsókninni var mælt sértækt IgE fyrir mjólk, eggjum, fiski, ketti, ryki og grasi. í öðru lagi miðar sú rannsókn jákvæðar mælingar á IgE í sermi við >0,23 kUA/1 en okkar rannsókn miðar við IgE magn >0,35 kUA/1. í þriðja lagi er okkar úrtak yngri börn. Ef skoðaður er fjöldi barna með jákvætt ofnæmispróf fyrir hverja fæðutegund, eftir Mynd 2. Einkenni barna sem voru með staðfest fæðuofmemi. Myndin sýnir einkenni sem foreldrar barna með staðfest fæðuofnæmi greindu frá þegar þau komu í skoðun til rannsóknarlæknis. Exem Ofsakláói Meltingaivegs- elnkenni LÆKNAblaðið 2011/97 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.