Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 52
Hrafnkell Helgason
28.3.1928-19.10.2010
Ég sá Hrafnkel Helgason fyrst árið 1971. Hann
var þá í kynnisferð um Bandaríkin í fylgd með
vini sínum og kollega, Ólafi Jónssyni. Ólafur hafði
stundað framhaldsnám í meltingarsjúkdómum
við Duke University, þar sem ég starfaði þá,
og vildi koma aftur á fomar slóðir. Þeir félagar
ræddust við án allrar tæpitungu og ókunnugir
hefðu getað haldið þá svarna óvini. En ég þekkti
þennan talsmáta vel úr eigin vinahópi og vissi sem
var að svona gátu bara vildarvinir talað saman.
Ég gleymi ekki glottinu á Hrafnkatli þegar hann
sagði frá fundi þeirra Ólafs og prófessor Ruffins,
sem hafði verið lærifaðir hans og stjórnaði í áratugi
meltingardeildinni við Duke. Ruffin hefði fyrst
kveikt þegar minnst var á Drífu, konu Ólafs, en eftir
Ólafi hefði hann ekkert munað! Þessa lotu vann
Hrafnkell, en ekki leið á löngu þar til Ólafur hafði
jafnað metin. Á þessum árum var North Carolina
í „biblíubelti" Bandaríkjanna og vínveitingar ekki
leyfðar á veitingahúsum. Hins vegar þótti sjálfsagt
að maður hefði með sér brjóstbirtu í brúnum poka
og léti þjóninn vita, sem strax kom með viðeigandi
glös. Töldu þeir félagar að þennan sið mætti
gjaman taka upp á íslandi. Snemma næsta árs fékk
ég svo bréf frá Hrafnkatli þar sem hann bauð mér
sérfræðingsstöðu á Vífilsstöðum, sem ég þáði eftir
nokkra umhugsun. Man ég að mörgum vinum
mínum á Duke þótti það skrítin ákvörðun, en þeir
sem hitt höfðu Hrafnkel skildu þetta betur.
Við tóku skemmtilegustu ár ævi minnar og
ég held að Hrafnkell hefði getað sagt það sama.
Þegar hann tók við sem yfirlæknir á Vífilsstöðum
nokkmm árum fyrr, hafði enginn eiginlega vitað
hvaða starfsemi ætti að fara þar fram. Hann
fullyrti að ef hann hefði lagt til að þetta yrði
hvíldarheimili fyrir prestsekkjur hefði því verið
vel tekið. Hrafnkell hafði lært sín fræði undir
handarjaðri Gösta Birath, yfirlæknis á lungnadeild
háskólasjúkrahússins í Gautaborg. Deildin var
til húsa í Renströmska sjukhuset, sem hafði áður
verið berklahæli, og var rekin í nánum tengslum
við Sahlgrenska sjukhuset. Þetta hafði gefist mjög
vel og Hrafnkell vildi koma á sams konar kerfi
hér. Vífilsstaðir skyldu hýsa legudeildir þar sem
lungnasjúklingar fengju meðferð og langveikir
sjúklingar endurhæfingu og langtímavistun ef
þyrfti. Á lyfjadeild Landspítalans færi öll flóknari
sjúkdómsgreining fram og þar lægju bráðveikir
sjúklingar sem jafnvel gætu þurft á gjörgæslu
að halda. Þetta voru góðir tímar. Það var áhugi
á framförum og gekk bara vel að ná í peninga.
Tæki vom keypt og húsnæði lagfært. Hrafnkell
var feikn duglegur að tala til ráðamenn, hvort sem
var í stjórn spítalans eða heilbrigðisráðuneytinu,
og árið 1976 höfðu flestar þessar áætlanir gengið
eftir. Ég er sannfærður um að Hrafnkell hefði
getað orðið snjall stjórnmálamaður hefði hann
viljað. Hann trúði mér þó fyrir að hann væri ekki
stefnufastur í pólitík, hefði kosið marga flokka, þó
aldrei Kvennalistann! Faðir hans hafði lengi setið
á þingi fyrir Framsóknarflokkinn og náfrændi
hans og vinur, Einar Ágústsson, var um þetta
leyti varaformaður flokksins. Framsóknarmenn
vildu því eigna sér Hrafnkel og vinur hans og
bekkjarbróðir, Jón Skaftason, fékk hann til að
skipa heiðurssætið á lista Framsóknarmanna í
Reykjaneskjördæmi. Jón hafði þá setið á þingi í 19
ár og talinn öruggur um endurkjör, en nú brá svo
við að hann féll! Ekki löngu síðar hitti Hrafnkell
Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra, sem bað
hann endilega um að fara fram á Vestfjörðum
næst. Hann þyrfti svo að losna við hann Denna!
Svona tilsvör kunni Hrafnkell vel að meta, og
eftir það mátti ekki orðinu halla á Matthías svo að
hann kæmi ekki honum til varnar. Þess má einnig
geta að vinur hans, Ólafur G. Einarsson, bað hann
einhverju sinni að vera á lista hjá sér. Hrafnkell
sagði að það væri velkomið, hann kysi þá fyrsta
sætið. Lauk svo því tali!
Hrafnkell hafði hlotið mjög góða menntun
í Svíþjóð. Gösta Birath var heimsþekktur
vísindamaður, en var einnig góður klínikker og
lagði mikið uppúr að læknar kæmu vel fram
við sjúklinga. Hartn var trúhneigður maður,
siðavandur en þó víðsýnn. Eitt sinn kom
hjúkrunarkona að máli við Hrafnkel og var
nokkuð niðri fyrir. Hún hafði heyrt um íslenskan
lækni, sem hún taldi vera hann, sem alltaf væri
að heimsækja hjúkrunarkonu þarna í nágrenninu.
Hún sagði að vitanlega kæmi sér þetta ekkert
við, en vildi láta hann vita að ef Birath kæmist
að þessu væri veru hans á sjúkrahúsinu lokið.
52 LÆKNAblaðið 2011/97