Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 39
I
U M R Æ Ð U R
O G
F R É T T I R
H Ú Ð F L Ú R
Jón Þrándur Steinsson sérfræðingur í húðsjúk-
dómum og einn af eigendum Húðlæknastöðv-
arinnar, svaraði fyrirspurn Læknablaðsins um hvort
þeir fjarlægðu húðflúr með leisergeislum með
þeim orðum að tæki til þess væri ekki til á íslandi.
„Við erum vel búnir leiserum á Húðlæknastöðinni
en við meðhöndlun ekki húðflúr. Við erum ekki
með nógu góðan leiser í það og svoleiðis tæki er
ekki til á íslandi. Það þarf þá að kaupa sérstakan
leiser fyrir það en við höfum metið það svo að
hann myndi tæplega standa undir sér, því svona
tæki eru rándýr bæði í innkaupum og rekstri. Við
höfum þó oft íhugað það."
Svar Jóns Þrándar bendir til þess að nokkur
eftirspum sé eftir því að fá húðflúr fjarlægð.
Útkoman veldur oft vonbrigðum
Til að ná varanlegri litun undir húð er litarefni
sprautað með nál í átfrumur leðurhúðarinnar.
Þegar fjarlægja á húðflúr með leisergeisla er
geislanum beint að frumunum með litnum,
bylgjulengdin stillt miðað við litinn og frumunum
sundrað þannig að heilbrigðar frumur myndist í
staðinn.
Rafn Ragnarsson lýtalæknir segir að það sé
algengur misskilningur að halda að hægt sé að
fjarlægja húðflúr með auðveldum og einföldum
hætti. „Það er algerlega ábyrgðarlaus staðhæf-
ing. Þrátt fyrir miklar framfarir í leisertækni og
lýtalækningum almennt þá er mjög erfitt að fjar-
lægja húðflúr svo vel sé og árangurinn er sjaldnast
nógu góður. Eftir standa ör og húðbreytingar sem
einstaklingurinn er yfirleitt ekki sáttur við þó
segja megi að búið sé að fjarlægja húðflúrið sjálft.
Væntingar fólks til þessarar tækni eru yfirleitt
ekki í neinu samræmi við raunveruleikann, út-
koman veldur oft vonbrigðum og það er því mjög
mikilvægt að gera fólki, sérstaklega ungu fólki,
skýra grein fyrir því að húðflúrun er varanleg
aðgerð."
Rafn rifjar upp atvik þar sem til hans hafi
komið maður í örvinglan og sagst vera að ganga
upp að altarinu með sinni heittelskuðu og húð-
flúrið með nafni gömlu kærustunnar yrði bara að
hverfa. „Og brúðkaupið var daginn eftir! Þetta er
reyndar ekki eina dæmið um að fólk hafi séð eftir
því að láta húðflúra sig og lent í vandræðum síðar
á lífsleiðinni útaf óviðeigandi húðflúri."
Asa Atladóttir deildarstjóri hjá landlækni segir
að eflaust skorti talsvert á að ungu fólki sé gerð
nægilega góð grein fyrir því að erfitt sé að fjar-
lægja húðflúr og að smithætta sé alltaf fyrir hendi.
„Það liggja heldur ekki fyrir neinar rannsóknir
á því hvort litarefnin sem notuð eru við húð-
flúr séu algerlega skaðlaus en ofnæmisvið-
brögð við ákveðnum litum eru þekkt. Á veg-
um Evrópusambandsins var sett á laggirnar
rannsóknarnefnd árið 2003 sem átti að kanna þetta
mál en mér vitanlega hefur hún ekki skilað nein-
um niðurstöðum. Persónulega finnst mér und-
arlegt að fólk vilji láta sprauta litarefnum undir
húð sína án þess að hafa í höndunum fullkomnar
upplýsingar um efnin," segir Ása.
Þrntt fyrir miklar
framfarir í leisertækni og
lýtalækningum almennt
er mjög erfitt aðfjarlægja
húðflúr svo vel sé og
árangurinn er sjaldnast
ásættanlegur, segir Rafn
Ragnarsson lýtálæknir.
LÆKNAblaðið 2011/97 39