Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELL I Mynd 1. Járnlitun (prussian blue litun) á beinmergsstroki. Járn litast blátt. Örin benciir á hringjárnkímfrumu (ring-sideroblast). Þar sjást útfellingar járns í hvatberum forstiga rauðra blóðkorna hringinn í kringum kjarnann. var arfgengt járnkímfrumublóðleysi (hereditary sideroblastic anemia). Meðferð með pýridoxíni 100 mg daglega var hafin og öll járnmeðferð stöðvuð. Góð svörun fékkst við meðferðinni og þremur mánuðum seinna var Hb komirtn í 139 g/L án blóðgjafa. Hófst þá meðferð járnofhleðslunnar sem rekja mátti til endurtekinna blóð- og járngjafa. Á næstu 18 mánuðum var tappað alls af honum 19 einingum af heilblóði (allt að 5000 mg járns). Allan þann tíma var hann einungis á pýridoxíni og hélt uppi góðu Hb-gildi þrátt fyrir stífar aftappanir. Fimm árum síðar, við síðustu skoðun, var hann ennþá einkennalaus á pýridoxíni með Hb 135 g/L og ferritín 230 pg/L. Umræða Járnskortur er algengasta ástæða smáfrumu- blóðleysis í norðanverðri Evrópu.1 Aðrar orsakir eru meðal annars ættgengt dvergkornablóðleysi (thalassemia), blóðleysi vegna langvinnra sjúk- dóma og áunnið eða ættgengt járnkímfrumu- blóðleysi.2 í uppvinnslu á smáfrumublóðleysi er mikilvægt að mæla járn, járnbindigetu og ferrítín í blóði til að reyna að komast nær orsökum blóðleysisins. Lækkun á ferritíni og hækkun á jámbindigetu eru dæmigerðar niðurstöður fyrir járnskortsblóðleysi.1'2 Járnskortur er hins vegar ólíkleg ástæða blóðleysis ef ferritín er eðlilegt eða hækkað.1 í þessu tilfelli er lýst blóðleysi hjá manni með tiltölulega lítið virka sáraristilbólgu. Mæling á ferritíni getur verið misvísandi há ef um langvinnan bólgusjúkdóm er að ræða þar sem ferritín er prótein sem hækkar við bráða bólgu- svörun.2 Mæling á járnbindigetu getur verið hjálpleg til að greina á milli járnskortsblóðleysis og blóðleysis vegna langvinnra sjúkdóma. Við járnskortsblóðleysi hækkar járnbindigetan en lækkar ef blóðleysi er vegna langvinns sjúk- dóms.2 í okkar tilfelli var járnbindigeta við neðri viðmiðunarmörk og ferritín hátt sem samrýmist illa járnskorti. Járnmettunin var einnig há, 100%, en er oftast lækkuð (<16%) í járnskortsblóðleysi.2 Járnofhleðsla er algeng í járnkímfrumublóð- leysi og er hluti af sjúkdómsmyndinni.3 I þessu sjúkratilfelli var járnofhleðslan alvarlegri þar sem járnmeðferð var haldið áfram í langan tíma þrátt fyrir hratt hækkandi ferritín. Þetta ástand versnaði einnig með tíðum blóðgjöfum. Slík jámofhleðsla (transfusional siderosis) getur verið lífshættuleg, meðal annars með útfellingum í hjarta með tilheyrandi leiðslutruflunum og hjartsláttaróreglu.24 Er því nauðsynlegt að minnka járnofhleðslu eins fljótt og hægt er. Einfaldasta og jafnframt virkasta meðferðin er aftöppun heilblóðs. Einnig eru til jámbindandi lyf sem minnka jámbirgðir líkamans smám saman. Þau lyf eru oft hægvirk, erfið í notkun og dýr auk þess að hafa margar aukaverkanir.2-5 Beinmergsrannsókn leiddi til réttrar greiningar í þessu tilfelli. Járnkímfrumurnar (sideroblastar) sem sáust í járnlitun á beinmergssogi eru einkennandi fyrir járnkímfrumublóðleysi, járnið raðar sér í kringum kjarna forstiga rauðra blóðkorna á hringlaga hátt. Slíkt blóðleysi getur verið áunnið eða meðfætt.2' 3 Áunna formið er talið algengara og em þekktar orsakir fyrir því, til dæmis etanól, koparskortur, hýpóthermía og ákveðin lyf, svo sem ísóníazíd og chlóramfenicól. Þá getur mergmisþroski einnig haft þetta útlit.2 Margar mismunandi stökkbreytingar liggja að baki meðfæddu jámkímfrumublóðleysi og er stökkbreyting á X-litningi í geninu Delta- aminolevulinate synthase 2 (ALAS2) algengust.2 ALAS2-genið skráir fyrir fyrsta ensíminu í nýmyndun heme-ameinda í forstigum rauðra blóðkorna.6 Pýridoxín er hjálparensím í þessu fyrsta skrefi heme-myndunar. Sjúklingar sem eru með stökkbreytingar nálægt bindistað pýridoxíns á ALAS2 eru líklegri til að svara meðferð með pýridoxíni en þeir sem eru með stökkbreytingu fjær bindistaðnum.3 Stökkbreytingar í ALAS2 valda minnkaðri myndun á heme-sameindum sem síðan veldur blóðleysi og útfellingu járns í hvatberum forvera rauðra blóðkoma hringinn í kringum kjarnann sem er einkennandi fyrir sjúkdóminn.2-3 Stökkbreytingarnar valda mis- miklu blóðleysi og þar af leiðandi mismiklum einkennum. Sumir greinast á barnsaldri en aðrir greinast ef til vill ekki.3 í tilfellinu sem hér er 32 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.