Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 38
U M R Æ Ð U R
H Ú Ð F L Ú R
0 G
F R É T T I R
í upphafi skyldí endirinn skoða
Fáum blandast hugur um að húðflúrun hafi færst í vöxt á undan-
förnum árum. Ekki liggur þó fyrir beinhörð tölfræði um efnið en
þó fer aukningin tæpast á milli mála og sérstaklega meðal ungs
fólks. Tískusveiflu vilja sumir kalla þetta, sem gæti bent til þess að
ef sveiflan rénar vilji margir losna við skreytingarnar af kroppnum.
Það gæti reynst þrautin þyngri samkvæmt þeim upplýsingum sem
Læknablaðið hefur aflað.
Læknablaðið ræddi við lýtalæknana Rafn Ragnars-
son og Jens Kjartansson, Jón Þránd Steinsson
sérfræðing í húðsjúkdómum, Ásu Atladóttur
deildarstjóra hjá landlæknisembættinu, Ár-
nýju Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur og Jón Sigfússon hjá
Rannsóknum og greiningu ehf sem gerði könnun
meðal 14-16 ára grunnskólanema vorið 2008.
Minnihluti upplýstur um smithættu
Á vef landlæknisembættisins er bent á smit-
og sýkingarhættu sem alltaf er til staðar
við húðflúrun eða líkamsgötun, en að sögn
Árdísar Sigurðardóttur hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkurborgar hafa ekki komið upp til-
felli sýkinga eða smits vegna húðflúrunar hér-
lendis um langt skeið. Húðflúrunarstofur eru
starfsleyfisskyldar og segir Ásdís að eftirlit með
þeim sé í fullu samræmi við heilbrigðisreglugerð
og samstarf við stofurnar sé mjög gott. „Það sem
helst var kvartað yfir var ef unglingar undir 18 ára
aldri voru að láta húðflúra sig án leyfis foreldra
en upp komu dæmi um að skrifleg leyfi foreldra
höfðu verið fölsuð. Nú neita húðflúrarar yfirleitt
að húðflúra yngri en 18 ára nema þeir komi í fylgd
foreldra eða forráðamanna."
Á vef landlæknis eru nefndir þrír alvarlegir
smitsjúkdómar sem vitað er að geta smitast við
húðflúrun sem og aðra líkamsgötun. Þeir eru
lifrarbólga C og B og alnæmi. Á vefnum segir að
Havar staðfest dæmi séu um slík smit við húðflúrun og
Sigurjónsson smithættan talin svipuð og þegar heilbrigðisstarfs-
fólk stingur sig á óhreinum áhöldum við störf sín.
„Af 100 heilbrigðisstarfsmönnum sem meiða
sig á nálum eða álíka áhöldum sem vitað er að hafi
komist í snertingu við blóð eða líkamsvessa sýkta
af lifrarbólguveiru B má reikna með að 19 til 30
smitist af lifrarbólguveiru B. Við sömu aðstæður,
þar sem um er að ræða lifrarbólguveiru C, gætu
þrír til tíu smitast og ef um alnæmisveiru er að
ræða má búast við að færri en einn af 300 smitist,"
segir á heimasíðu landlæknis.
í marsmánuði 2008 lagði fyrirtækið Rannsóknir
og greining spumingar um húðflúr og líkams-
götun fyrir unglinga í öllum grunnskólum lands-
ins eftir að Umhverfisstofnun, landlæknisem-
bættið og Heilbrigðiseftirlitið sýndu því áhuga
að fá upplýsingar um málefnið. Jón Sigfússon
framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar varð
góðfúslega við þeirri beiðni Læknablaðsins að fá að
birta hluta af niðurstöðunum.
„Rannsóknin var lögð fyrir árið 2008 meðal
um 85% nemenda á landinu öllu. Áhugavert
er að 378 nemendur í 8., 9. og 10. bekk segjast
vera með húðflúr og 1004 með pinna eða hringi
annars staðar en í eyrum. Þá hefur mikill meiri-
hluti unglinga fengið leyfi fyrir aðgerðinni fyrir-
fram en minnihluti hefur hugsað út í smithættu
eða fengið leiðbeiningar um smithættu," segir Jón
Sigfússon um niðurstöðurnar.
Ekki hefur verið kannað hérlendis hversu marg-
ir af þeim sem fengið hafa húðflúr sjá eftir því og
vilja láta fjarlægja það. Samkvæmt niðurstöðum
könnunar í Bandaríkjunum (2008) sjá um 16%
þeirra sem fengið hafa húðflúr eftir því og vildu
gjarnan losna við það.1 Helstu ástæður þess að svar-
endur vildu losna við húðflúrið var að þeir höfðu
látið húðflúra sig á ungum aldri og innan við tíu
árum síðar hafði líf þeirra breyst svo húðflúrið
var orðið þeim til trafala. Nýtt starf, maki eða
barneignir voru meðal ástæðna sem nefndar voru.
Kostnaðurinn við að fjarlægja húðflúr getur
reynst umtalsverður, að ekki sé sagt mjög mikill.
Látum nægja að segja að húðflúrið þarf ekki að
vera mjög stórt til að kostnaðurinn hlaupi á hundr-
uðum fremur en tugum þúsunda og þarf varla að
taka fram að Sjúkratryggingar íslands taka ekki
þátt í kostnaði við að fjarlægja húðflúr.
38 LÆKNAblaðið 2011/97