Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREiNAR Y F I R L I T Wernicke-sjúkdómur meðal áfengissjúkra Björn Logi Þórarinsson1 almennur læknir Elías Ólafsson1 taugalæknir Ólafur Kjartansson2 röntgenlæknir Hannes Blöndal3 taugameinalæknir, prófessor emeritus Ágrip Wernicke-sjúkdómur hlýst af skorti á þíamíni (B1 vítamíni) og er algengastur hjá einstak- lingum með langvinna áfengissýki og van- næringu. Algengustu einkenni eru breytingar á hugarástandi, truflun á augnhreyfingum og stöðu- og göngulagstruflun. Sjúkdómurinn virðist mjög vangreindur en töf á réttri meðferð getur leitt til dauða eða Korsakoff-minnistruflunar. Einstaklingum með líklegan Wernicke skal tafar- laust gefið þíamín í stórum skömmtum. Ekki skal bíða staðfestingar á greiningu áður en meðferð er hafin. Magnesíumskort ætti að leiðrétta samhliða. Áfengissjúkum einstaklingum sem eru í hættu á að fá sjúkdóminn skal ávallt gefa fyrirbyggjandi meðferð þíamíns í vöðva eða æð við innlögn á sjúkrahús. Inngangur Lykilorð: Wernicke-sjúkdómur, Korsakoff-minnistruflun, þíamín, þíamínskortur, magnesíumskortur, vannæring, áfengissýki. 1Taugalækningadeild, 2röntgendeild, 3meinafræði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskriftir: Björn Logi Þórarinsson, bjornlth@hive.is Wemicke-sjúkdómur (Wernicke'sencephalopathy) stafar af skorti á þíamíni (Bl-vítamín). Sjúkdómur- inn sést við næringarskort af ýmsum ástæðum og er algengastur hjá einstaklingum með langvinna áfengissýki. Hann er vangreindur, helstu einkenni eru bráð og hann getur valdið varanlegum minnistruflunum eða dauða ef fullnægjandi með- ferð er ekki beitt tímanlega. Þíamínskortur getur einnig valdið hrörnun á hnykli (cerebellum) og úttaugameini (peripheral neuropathy).’ Wernicke var fyrst lýst árið 1881 af þýska lækninum Carl Wemicke (1848-1905), sem bráðum veikindum tveggja áfengissjúkra karl- manna og ungrar konu með langvarandi upp- köst eftir að hafa drukkið brennisteinssýru í þeim tilgangi að stytta sér aldur. Einkennin voru brátt ruglástand, skert meðvitund, augn- vöðvalömun, augnatin (nystagmus) og óstöðugt göngulag. Sjúklingarnir dóu eftir skammvinn veikindi. Við kmfningu sáust punktblæðing- ar umhverfis þriðja og fjórða heilahólf ásamt smugu (aqueductus mesencephali). Wernicke nefndi sjúkdóminn „acute superior hemorrhagic polioencephalitis".2-3 Á árunum 1887-1889 lýsti rússneski læknirinn Sergei S. Korsakoff (1853-1900) svipuðum sjúkdómi í stærri hópi sjúklinga með brátt ruglástand og úttaugamein. Þeir sem lifðu af fengu langvarandi tmflun á skammtímaminni og varð illmögulegt að leggja nýja atburði á minnið. Sjúkdóminn nefndi hann „polyneuritic psycosis".4 Á fyrri hluta 20. aldar varð almennt viðurkennt að þíamínskortur orsakaði bráðan Wernicke og að Korsakoff-minnistruflun (Korsakoff amnestic syn- drome) væri langvinnur skaði af hans völd- um. Allur sjúkdómsferillinn kallast Wernicke- Korsakoff-heilkenni, komi einkenni Korsakoff fram eftir bráð veikindi Wernicke.1 Faraldsfræði Upplýsingar um tíðni Wernicke byggjast einkum á krufningum. Lífsalgengi (lifetime prevalence) hans á Vesturlöndum er líklegast í kringum 1,0% (0,4-2,8% í mismunandi rannsóknum).1'5-9 Oftast er skýr saga um vannæringu og 77-90% sjúklinganna hafa lengi verið með áfengis- sýki.6- 10 Við heilakrufningu hafa merki um Wernicke fundist hjá 8,9-12,5% einstaklinga með langvinna áfengissýki.5- 11 Sjúkdómurinn sést einnig við vannæringu óháð áfengissýki, svo sem langvarandi svelti,12 mikil uppköst á með- göngu13' 14 og í kjölfar megrunarskurðaðgerða eða annarra aðgerða á meltingarvegi.15 Gjöf glúkósa16 eða langvarandi næringargjöf í æð17 án fullnægjandi þíamíngjafar getur einnig valdið Wernicke. Hann hefur greinst hjá sjúklingum í blóð- og kviðskilun,18'19 hjá sjúklingum með ýmis krabbamein eða eftir beinmergsskipti20-22 og á meðal alnæmissjúkra.23'24 Meinalífeðlisfræði Þíamín er vatnsleysanlegt vítamín, frásogast í smágimi og finnst í margs konar fæðu. Dagsþörf fullorðinna er um 1 mg og heildarbirgðir líkamans eru 25-30 mg. Alvarlegur skortur verður á þremur vikum ef neysla þíamíns stöðvast.25 Þíamíntvífosfat (TDP) er hið virka form þíamíns innan frumna og er það nauðsynlegur hjálparþáttur (cofactor) transketólasa (TK), pýrúvat dehýdrógenasa (PDH) og a-ketóglútarat LÆKNAblaðið 2011/97 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.