Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 48
UMRÆÐUR O G HEIMILISLÆKN F R É T T I A N Á M R Sérgrein í vanda Sigurbjörn Sveinsson Heilsugæslulæknir og fyrrum formaður Ll sigurbjorn.sveinsson@ mjodd.hg.is Fyrir nokkrum mánuðum var því slegið upp í fjöl- miðlum að langtum fleiri umsóknir hefðu borist um námsstöður í heimilislækningum en hægt yrði að verða við. Minnir mig að umsóknirnar hafi verið um 19 en stöðurnar taldar á fingrum annarrar handar. Þrír karlmenn reyndust vera í þessum hópi. Umsjónarkennari námsins gaf fréttamönnum þær skýringar að vaxandi áhugi á heimilislækningum réði fjölda umsóknanna. Ég tel að fleiri skýringar séu á þessu umsókna- munstri en fram komu. Hér er á ferðinni samspil margra þátta þjóðfélagsþróunar og möguleika til framhaldsnáms í heimilislækningum. Eins og flestum er kunnugt má læra til heimilis- læknis hér heima og ljúka námi sem viðurkennt er til sérfræðiviðurkenningar. Þetta er sérstakt fyrir heimilislækningarnar, fátítt í öðrum sérgreinum og engin sérgrein, sem hefur viðlíka skipulag til framhaldsmenntunar. Langflestir aðrir læknar ljúka námi sínu erlendis eins og tíðkast hefur lengi meðal íslenskra lækna. Hefur það orðið íslenskri læknisfræði til ómælds styrks. Hygg ég að það sé óumdeilt í hópi lækna. í þau 40 ár sem við höfum búið við ítar- leg stjórnvaldsfyrirmæli í reglugerðum um undir- búning sérfræðilæknisefna, hefur áhersla verið lögð á jafnræði sérgreina og að svipaðar kröfur séu gerðar til menntxmar og námstíma, hvaða sérgrein sem í hlut á. Ég tel að þessi aðferð hafi meðal annars orðið til þess að í sérgreinunum er að finna góðan þverskurð af því fólki sem í öndverðu kaus að gera lækningar að ævistarfi sínu. Kynbundin, félagsleg og fjárhagsleg staða ungra lækna hafa verið víkjandi þættir um val á sérgrein, einkum vegna þess að fyrirkomulagið við framhaldsnámið hefur í iitlum mæli gefið kost á því. Læknafélag fslands hefur allt frá því að Viðar Hjartarson og félagar lögðu fram greinargerð um framhaldsmenntun á íslandi á aðalfundi LÍ á ísafirði 1984, lagt áherslu á framhaldsmenntun hér heima bæði í þágu námslæknanna sjálfra, heilbrigðisþjónustunnar og læknasamfélagsins. Jafnframt hefir LÍ lagt áherslu á að læknar lykju sémámi sínu við erlenda háskóla, sjúkrahús og heilsugæslur. Með þeirri áherslu sem nú er lögð á fulln- ustu sérnáms í heimilislækningum hér á landi tel ég að vikið hafi verið frá þessari stefnu til skaða fyrir heimilislækningarnar. Hægt er að velja sérnám í heimilislækningum á öðrum for- sendum en í flestum öðrum greinum. Með því mun veljast í fagið læknahópur, sem sker sig úr öðrum sérfræðingum, en það er staða, sem heimilislækningarnar þurfa síst á að halda á okkar tímum. Verði námið hér á landi stytt í það, sem því var í upphafi ætlað og lokið erlendis, getur sam- félagið eignast að minnsta kosti helmingi fleiri sérfræðinga í heimilislækningum fyrir sömu fjár- hæð. Það væri skynsamlegt að fá Félagsvísinda- stofnun HÍ til að leggja mat á þessa stöðu fyrir heimilislækningarnar og spá fyrir um afleiðing- amar þegar fram í sækir. En ef til vill er enginn áhugi á að þeim spum- ingum verði svarað. Það er alkunna að áhugi ungra lækna á námi í heimilislækningum hefur verið daufur til margra ára og að endurnýjun í stéttinni mun alls ekki mæta þörfum þjóðfélagsins eins og nú er að koma á daginn. Fyrir nokkrum árum ákvað stjórn LÍ að leggja fé til rannsóknar á þessum vanda með því að kanna viðhorf fjögurra árganga læknanema og ungra lækna til heimilislækninga með vísindalegri aðferð. Félagsvísindastofnun hafði tekið að sér þetta verk og var mér falið sem formanni LI að leita samstöðu um það við heilbrigðisráðuneytið, læknadeild og landlæknisembættið. A fundi í ráðuneytinu með ráðherranum, Jóni Kristjánssyni, Sigurði Guðmundssyni landlækni og fulltrúa læknadeildar var það fastmælum bundið að þessir aðilar stæðu að rannsókninni og kostuðu hana. Daginn eftir hringdi starfsmaður ráðuneytisins til mín og tjáði mér að ráðherrann vildi kosta rannsóknina að fullu og að hún yrði á forræði ráðuneytisins. Ég þáði þetta boð í barnaskap mínum því fyrsta hugsunin var sú að hér myndi LÍ spara, enda ekki loðið um lófana þá frekar en nú. Það er skemmst frá því að segja að ekkert varð úr þessu verkefni, nákvæmlega ekkert. Ég hef engar efasemdir um góðan vilja Jóns Kristjánssonar en ég er ekki í nokkrum vafa um að starfsmenn ráðuneytisins stöðvuðu málið, hugsanlega vegna þrýstings úr læknadeild. Það hefði verið fengur í niðurstöðum þessarar rannsóknar nú þegar margt er fullyrt um heimilis- læknaskortinn, sem á sér ef til vill misjafna stoð. 48 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.