Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 24
F R Æ Ð I G R E I Y F I R L I T N A R Tafla II. Greiningarskilmerki líklegs Wernicke-sjúkdóms. Allir sjúklingar með líklegan Wernicke ættu að fá tafarlausa meðferð með stórum skömmtum afþiamini. Greining líklegs Wernicke-sjúkdóms meðal áfengissjúkra krefst bæði 1) og 2): 1) Saga eða teikn um langvinna áfengissýki. 2) Eitthvert eitt eftirtalinna óútskýrðra einkenna: - Brátt ruglástand (ekki vegna ölvunar) eða tituróráð (delerium tremens). - Skert meðvitund. - Minnistruflun. - Augnvöðvalömun eða augnatin (nystagmus). - Stjórnleysi í útlimum (ataxia, ekki vegna ölvunar) (*). - Óútskýrð lækkun á líkamshita ásamt lækkun á blóðþrýstingi. (*) Þess má geta að stjórnleysi (ataxia) i Wernicke einkennist af óstöðugleika eða óregluhreyfingum sjúklings er hann situr uppi, stendur eða gengur. Það er talið orsakast af bráðri vanstarfsemi beggja vegna í andarkjörnum (hægt er að meta slíkt með kalórísku prófi á starfsemi þeirra), oft með litlum eða engum óregluhreyfingum í útlimum við hæl-hné eða fingur-nef próf. svörun þegar ísvatni er sprautað í hlustir. í kjölfar þíamínmeðferðar líða allt að tveir mánuðir þar til svörunin verður eðlileg að nýju.44-45 Hins vegar er talið að langvinn göngulagstruflun sem getur sést eftir að bráðum Wernicke lýkur (og er oft einnig til staðar hjá áfengissjúkum án fyrri Wernicke) orsakist af hrörnun í hnykilormi (sé því ekki tengd starfsemi andarkjama).1 Fjöltaugamein (polyneuropathy) finnst hjá 60-82% einstaklinga með Wernicke og getur sést í neðri útlimum (57%) eða bæði neðri og efri útlimum (25%).1,46 Brátt fjöltaugamein er algengur undanfari sjúkdómsins.4' 47 Korsakoff lýsti því þannig að hjá meirihluta sjúklinganna hefðu veikindin hafist með fjöltaugameini („psychosis polyneuritica")-4 Úttaugameinið einkennist af minnkuðum eða horfnum sinaviðbrögðum, minnkuðu skyni og vöðvakrafti eða verkjum. Skyntruflanir og máttleysi byrjar í tám, skríður upp fætur og síðan frá fingrum upp hendur.1 Taugamein í sjálfráða taugakerfinu er sjald- gæfara við Wemicke. Það getur komið fram í semjuhluta (sympathetic) sjálfráða taugakerfisins með stöðubundnum lágþrýstingi eða hjásemju- hluta (parasyinpathetic) þess með þvagtregðu. Einnig geta breytingar í skreyjutauginni (n. vagus) valdið kyngingarerfiðleikum eða raddbreytingu en þá verður röddin veik eða hás.48 Sjaldgæfari einkenni og teikn: Lágur líkams- hiti sést sjaldan (1-4%) og er talinn stafa af skemmd í afturhluta undirstúku.1'10'49 Lágþrýstingur sést hjá 2% tilfella. Sjaldgæft er að sjá andlits-, mænu- kylfulömxm (bulbar paralysisY eða lömun í útlim- um með auknum sinaviðbrögðum og Babinski- svörun.50 Skaði í kjölfar Wernicke-sjúkdóms Ef einstaklingur með bráðan Wernicke fær ekki þíamín með fæðu eða öðru móti deyr hann. Jafnvel þó hann sé meðhöndlaður er algengt að hann nái sér ekki að fullu.1 Korsakoff- minnistruflun getur orðið í kjölfar bráðs Wemicke. Þá man einstaklingurinn ekki atburði sem gerðust á tilteknu tímabili fyrir veikindin (afturvirk minnistruflun) né það sem gerist eftir þau (framvirk minnistruflun). Sjúklingar með Korsakoff-minnistruflun eru með skert minni (episodic memory) og geta illa eða ekki lært eða munað nýja hluti eða atburði í kjölfar bráðra veikinda. Þeir hafa lítið innsæi í fötlun sína og eru frumkvæðisminni og jafnvel skeytingarlausir um nánasta umhverfi sitt.1,4 I stærstu rannsókninni til þessa á bráðameðferð og skaða Wemicke var sjúklingum gefinn mun minni skammtur af þíamíni (50-100 mg daglega) en nýlega hefur verið ráðlagt (600-1500 mg daglega). Horfur voru mjög slæmar því 24% sjúklinga létust og 81% þeirra sem lifðu af fengu Korsakoff-minnistxuflun.1 Á fyrstu mánuðunum varð einhver bati á minnistrufluninni hjá flestum. Hann gat verið fullkominn (21%), umtalsverður (25%), vægur (28%) eða enginn (26%).1 Flestir fengu langvarandi göngulagstruflun (62%) í kjölfar bráðs Wemicke. Einkenndist hún af hægu, breiðspora göngulagi eða skertri getu til að ganga línugang! I kjölfar þíamíngjafar gengu augnvöðvalamanir hins vegar mjög hratt til baka, oftast sást bati innan nokkurra klukkustunda. Augnatin var lengur að lagast og í 60% tilfella hvarf það aldrei að fullu! Greining Bráður Wemicke-sjúkdómur er mjög vangreindur. Rannsókn sýndi að einungis 20% tilfella greindust klínískt fyrir andlátið, jafnvel þótt flestir hafi verið skoðaðir af lækni á sjúkrahúsi skömmu áður.51 í klínískum rannsóknum er einungis þriðjungur sjúklinga með öll þrjú meginteikn til staðar1 og í afturskyggnum rannsóknum á meinafræðilega greindum tilfellum eru einungis 16% tilfella með öll þrjú meginteiknin skráð í sjúkraskýrslu.51 Hugsanlega er taugaskoðun áfengissjúkra með Wernicke ábótavant. Þannig greina sjúkraskýrslur oftast frá breyttu hugarástandi en sjaldnar frá einkennum sem krefjast taugaskoðunar, eins og truflun á augnhreyfingum, óregluhreyfingum eða göngulagstruflunum.5-6' “■51 Nauðsynlegt er fyrir lækna að þekkja vel einkenni sjúkdómsins og hugleiða greininguna hjá áfengissjúkum sem eru í bráðu ruglástandi eða með göngulagstruflun, taugaskoða sjúklinga til að greina sértækari einkenni og hafa í huga að einungis minnihluti sjúklinga með Wemicke er með öll þrjú meginteikn sjúkdómsins við skoðun. Einnig er mikilvægt að hafa hugfast að mörg einkennanna geta líkst ölvunaráhrifum 24 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.