Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 53
MINNINGARORÐ Vatnsíitamynd afHrafnkatli eftir Guömund Bjarnason barnaskurölækni. Hrafnkell vissi sig alsaklausan og tók konan þá aftur gleði sína. Til marks um hvað Hrafnkell virti og dáði Birath hékk alltaf mynd af honum á vegg á skrifstofu hans á spítalanum. Fljótlega eftir heimkomuna varð Hrafnkell lektor og síðan dósent við læknadeild og kenndi stúdentum lungnasjúkdóma allt til starfsloka. Hann var kennari af guðs náð og eins og allir slíkir hafði hann mjög gaman af kennslunni. Kom alltaf vel undirbúinn og það var kátt í tímum hjá honum. Eftir að stúlkum fór mjög að fjölga í hópi stúdenta fór hann gjarnan í upphafi kennslu með vísu Staðarhóls-Páls: Lítið er lunga í lóuþrælsunga, þó er mun minna mannvitið kvitina. Risi einhver þeirra hressilega til varnar var tilganginum náð! Utan læknisfræðirtnar átti Hrafnkell mörg áhugamál. Hann var mjög vel að sér í fornsögum og kunni Njálu og Sturlungu nánast utanbókar. Þegar ég sá Sturlungueintak Hrafnkels skildi ég til fulls hvað er að lesa bók upp til agna. Hann lifði sig alveg inní Sturlungaöldina og tók einarða afstöðu með og á móti mönnum. Fegurstu og gagnorðustu ástarsögu Islandssögunnar taldi hann viðbrögð Sturlu Sighvatssonar eftir Sauðafellsför: „Sturla spurði, hvárt þeir gerðu ekki Solveigu. Þeir sögðu hana heila. Síðan spurði hann einskis." Þórður Kakali var hans eftirlætispersóna. Þegar átti að fara að leyfa sterkan bjór á íslandi mun einhver andstæðingur þess hafa rifjað upp örlög Þórðar Kakala og talið hann hafa drukkið sig í hel. Þá var Hrafnkatli nóg boðið og ritaði skelegga grein í Tímann þar sem hann hrakti þessa kenningu sterkum rökum og sagði margt fallegt um Þórð.1 Líklega er ekki algengt að svo rösklega sé tekinn upp hanski fyrir mann sem legið hefur meira en 700 ár í gröf sinni. Njála var honum einnig mjög kær og leiðsögn hans um Njáluslóðir verður öllum sem hennar nutu ógleymanleg. Um miðbik ævinnar fór hann hvert sumar langar ferðir um óbyggðir landsins á jeppum með nánum vinum sínum og naut þess mjög. Hann stundaði um tíma talsvert laxveiði og skotveiði, en missti áhuga á því þegar leið á sjötugsaldurinn. Hann taldi sig vita að gæsir lifðu í ævilöngu hjónabandi og hann minntist þess að eitt sinn er harin hafði skotið gæs settist makinn hjá henni og var eins og hann beiddist sömu örlaga. Það kann að hafa haft einhver áhrif. Hann einbeitti sér hins vegar að fuglaskoðun og átti sér til þess forláta kíki. Kíkir þessi átti sér nokkra sögu, sem nú skal sögð. Árið 1990 missti Hrafnkell skyndilega fyrri konu sína, Helgu Lovísu Kemp, sem varð honum slíkur harmdauði að lá við að hann missti fótfestu í lífi sínu. Við hjón lögðum þá að honum að koma með okkur í stutta skemmtiferð til Þýskalands ef það mætti verða honum til hressingar. Fararstjóri í þessari ferð var Sigrún Aspelund. Þátttakendur í ferðinni komu í tvennu lagi til Lúxemburgar með LÆKNAblaðið 2011/97 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.