Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 43
U M R Æ Ð
U R O G FRÉTTIR
LÆKNADAGAR
Aðspurður hvort þessar upplýsingar hafi áhrif
á vilja fólks til að gangast undir krabbameinsmeð-
ferð segir Gianotten það geta verið svo. „Þess eru
sannarlega dæmi að karlmenn, sem vita hvaða
afleiðingar meðferð við blöðruhálskrabbameini
getur haft, fresti því að fara í rannsókn því þeir
óttast niðurstöðuna. Á hinn bóginn eru langflestir
enn hræddari við sjúkdóminn og vilja því allt
til vinna að fá lækningu við honum. í okkar
samfélagi getur sjúklingurinn einnig rætt við
lækni sinn um möguleika á meðferð og óskað
eftir því að valin sé meðferðarleið sem hafi sem
minnst áhrif á kyngetuna. Hér í Hollandi er sú
stefna ríkjandi að sjúklingurinn á síðasta orðið
um meðferðina og ég tel líklegt að þannig sé það
einnig á Islandi. Það er því enn mikilvægara en
ella að læknirinn sé með góða þjálfun í að veita
sjúklingnum upplýsingar svo hann geti tekið sem
skynsamlegasta ákvörðun."
Gianotten segir að í Hollandi hafi verið þróuð
þjálfunaraðferð fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga
til að geta rætt blátt áfram og opinskátt við
sjúklinga um kynlíf og kynheilsu. „Við settum
upp námskeið sem eru tvisvar sinnum fjórar
klukkushmdir og í fyrri hluta þess skiptist fólkið
á að leika lækni og sjúkling. í seinni hlutanum
fáum við sjúklinga sem náð hafa góðum árangri í
endurhæfingu til að leika sjúklinga sem ekki hafa
fengið endurhæfingu og sviðsetjum samtal við
lækninn. Þetta hefur skilað mjög góðum árangri,
því það er allt annað að eiga samtalið sjálfur og
þurfa að nota orðin sem það kallar á en að lesa
um það eða hlusta á einhvern annan tala við
sjúklinginn. Þetta tekur yfirleitt ekki langan tíma
en hver og einn verður að gera þetta. Æfingin er
mjög mikilvæg. Læknirinn verður að vita hvemig
á að spyrja til að fá réttu svörin. Það skilar litlum
árangri að spyrja sjúkling hvort meðferðin hafi haft
áhrif á sambandið við makann. Yfirleitt svarar fólk
slíkri spumingu með þeim orðum að það sé í góðu
lagi. En ef spurt er hvort meðferðin hafi haft áhrif
á stinningu eða möguleikann á að fá fullnægingu
verða svörin oft á annan veg. Sjúklingar em oft
mjög tregir til að hefja umræðu um þessi mál við
lækninn og það er slæmur misskilningur að halda
að það sem sjúklingurinn spyr ekki um sé ekki
vandamál. Krabbameinssjúklingar sem þurfa að
gangast undir lyfja- og/eða geislameðferð kvarta
undan þreytu og slappleika en þeir kvarta yfirleitt
ekki yfir því að kynlöngun þeirra hafi minnkað.
Þó er það oft ekki minna áhyggjuefni þeirra.
Þess vegna verður læknirinn að geta opnað
umræðuna um efnið og leitt sjúklinginn áfram,
því mörgum þeirra þykir mjög erfitt að ræða þessa
hluti. Þetta þarf auðvitað að ræða á öllum stigum
meðferðar svo sjúklingurinn sé fyrirfram vel
upplýstur um áhrif og afleiðingar hennar."
Miklar framfarir
Það sem skiptir þó mestu máli að sögn Gianotten
er að sjúklingurinn sé vel upplýstur um alla
möguleika á að bæta kynheilsuna og þar er
sannarlega margt í boði. „Það hafa orðið mjög
miklar framfarir á þessu sviði á undanförnum 15
árum. Þar má nefna hormónameðferð þar sem
hún á við, stinningarlyf, sleipiefni, hjálpartæki
ýmiss konar og viðtalsmeðferð fyrir einstaklinga
og pör. Það er í rauninni undantekning ef ekki er
hægt að gera eitthvað fyrir sjúklinginn, jafnvel
í tilfellum þar sem kynfæri hafa verið fjarlægð.
Það er hægt að njóta góðs kynlífs þrátt fyrir það.
Svo má ekki gleyma því að kynlíf er ekki síður
tilfinningalegt en líkamlegt og með réttri meðferð
er hægt að ná góðum árangri í að bæta samlíf
hjá pörum þrátt fyrir alvarleg veikindi eins og
krabbamein."
Þrátt fyrir margar neikvæðar hliðar á klám-
væðingu vestrænna samfélaga á imdanfömum
ámm segir Gianotten að það hafi sínar jákvæðu
hliðar. „Það er bæði mim auðveldara að tala um
hluti einsog titrara og sleipiefni en áður var og
svo er mun auðveldara fyrir fólk að nálgast þá.
Samhliða þessu hefur krafan um gæði kynlífsins
aukist og fólk í dag sættir sig ekki við það sem
þótti ásættanlegt fyrir 20 eða 30 árum."
Að lokum er Gianotten spurður hvað hafi
valdið mestum straumhvörfum í kynfræðum á
seinni áram. „Það hafa orðið miklar framfarir
í ýmsum sviðum. Stinningarlyfin hafa breytt
miklu, ekki einungis með líkamlegum áhrifum
heldur hefur umræðan innan læknisfræðinnar
orðið mun opinskárri en áður var. Samfélagið
er einnig opnara og möguleikar fólks til að afla
sér upplýsinga era miklu meiri nú en áður. Þetta
hefur allt haft mjög jákvæð áhrif á samskipti
lækna og sjúklinga."
Hávar
Sigurjónsson
LÆKNAblaðið 2011/97 43