Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Staðfest fæðuofnæmi var skilgreint sem jákvætt tvíblint þolpróf. Tvíblind þolpróf fyrir mjólk voru framkvæmd á öllum aldri en fyrir annarri fæðu eftir sex mánaða aldur, nema fyrir jarðhnetum, fiski og skelfiski sem voru framkvæmd eftir 12 mánaða aldur. Fyrir hvert barn sem uppfyllti kröfur um tvíblint þolpróf voru tvö heilbrigð börn án of- næmiseinkenna beðin um að koma í skoðun. Barn fætt á undan og á eftir barni með einkenni voru tekin sem viðmið. Hjá viðmiðunarbörnunum var framkvæmd líkamsskoðun, tekinn spurningalisti og blóðsýni. Ef barn í viðmiðunarhópi fékk seinna einkenni fæðuofnæmis var það skilgreint sem barn með einkenni og var þá sjálft parað á sama hátt við tvö heilbrigð viðmiðunarbörn. Tengsl milli ofnæmissjúkdóma og umhverfis- þátta eða jákvæðrar fjölskyldusögu voru skoðuð með því að setja hugsanlega áhættuþætti og afleiðingu upp í krosstöflu. Reiknaðar voru hlut- fallslegar líkur (OR) á milli þessara þátta með 95% öryggismörkum. P-gildi var reiknað með kí-kvaðrati (x2 prófi) og tölfræðilega marktækt p-gildi var sett við <0,05. Þætti sem skoðaðir voru má sjá í töflu III. Ofnæmissjúkdómar sem bornir voru saman við hugsanlega áhættuþætti voru staðfest fæðuofnæmi, exem, astmi, næming, jákvætt ofnæmishúðpróf og jákvætt IgE í sermi. Með næmingu er átt við annaðhvort jákvætt IgE í sermi eða jákvætt ofnæmishúðpróf. Allir tölfræðiútreikningar voru gerðir í SPSS tölfræðiforritinu útgáfu 11,5 (SPSS Inc, Chicago, USA). Niðurstöður Þátttakendur sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði voru 1345. Þar af voru fjórir einstaklingar brott- fluttir og 27 einstaklingar luku ekki við rann- sóknina. Alls var 1314 einstaklingum fylgt eftir í 12 mánuði frá fæðingu. Mæður barnanna voru á aldrinum 16-45 ára og var meðalaldur þeirra 30 ár. Feðurnir voru 19-63 ára, meðalaldur 32 ár. Stúlkubörn voru 655 (48,84%). Barn var að meðaltali í sex mánuði og sex daga á brjósti. Spurningalistum svöruðu 1338 mæður eftir fæðingu og 1151 við 12 mánaða aldur. Mismunurinn liggur í því að ekki náðist að taka viðtal við alla foreldra við 12 mánaða aldur. Tilkynningar um ofnæmiseinkenni voru 426, þar af tilkynntu 44 mæður tvisvar um ofnæmis- einkenni hjá sama barni (3,28%). Til rann- sóknarlæknis komu 170 börn (12,68%) og af þeim komu 26 tvisvar. Sextíu og eitt viðmiðunarbarn kom í skoðun. Ástæður fyrir læknisheimsókn 8.8 73 ] 1.86 n.„ 0.52 1 T Faaðuofnæmi(i) Exem(ll) Astmi(lll) Ofnæmis- Dýraofnæmi(lll) kvef(lll) Mynd 1. Algengi ofnæmissjúkdóma samkvæmt greiningu læknis. I. Staðfest með tvíblindu þolprófi. II. Samkvæmt greiningu rannsóknarlæknis. III. Samkvæmt niðurstöðum spurningalista þar sem móðir var spurð hvort læknir hefði greint barn hennar með ofnæmissjúkdóm á fyrstu 12 mánuðunum frá fæðingu. sjást í töflu I. Tafla II sýnir fæðutegundir sem foreldrar töldu að yllu ofnæmi. Eftir læknisheim- sókn voru 7,90% barnanna greind með exem (106/1341) og 3,28% talin vera með fæðuofnæmi (44/1341). í læknisheimsókn var gert ofnæmis- húðpróf hjá 156 börnum (11,63%). Tuttugu og eitt bam var með jákvætt ofnæmishúðpróf (1,57%). Dreifingu jákvæðra ofnæmishúðprófa eftir fæðu- ofnæmisvaldi má sjá í töflu II. Tekin var blóðprufa úr öllum viðmiðunar- börnunum og 153 börnum með ofnæmiseinkenni, alls úr 214 bömum (15,96%). Börn með jákvætt IgE í sermi fyrir helstu mótefnisvökum í fæðu voru 40 (2,98%). Ekkert viðmiðunarbarn var með jákvætt IgE. Dreifing jákvæðs IgE sést í töflu II. Næm börn voru 44 (3,27%). Dreifing næmingar eftir ofnæmisvaldi sést í töflu II. í tvíblint þolpróf fóru 50 börn (3,73%), þar af voru 11 með neikvæð húðpróf og IgE í sermi en sterkan grun um fæðuofnæmi samkvæmt sögu. Tuttugu og fimm börn voru með jákvætt þolpróf (1,86%). Fjórtán voru með ofnæmi fyrir einni fæðutegund (ellefu fyrir eggjum, tvö fyrir mjólk og eitt fyrir jarðhnetum). Tvö af þeim voru hvorki með jákvætt IgE í sermi né húðpróf en staðfest fæðuofnæmi fyrir mjólk og eggjum. Sjö börn voru með ofnæmi fyrir tveimur fæðutegundum (sex fyrir mjólk og eggjum og eitt fyrir jarðhnetum og soja). Tvö börn voru með ofnæmi fyrir þremur fæðutegundum (annað fyrir eggjum, mjólk og fiski og hitt fyrir eggjum, mjólk og jarðhnetum). Tvö börn voru með ofnæmi fyrir fjórum fæðutegundum (fyrir eggjum, mjólk, fiski og hveiti). Staðfest algengi fæðuofnæmis hjá börnum á fyrsta ári er því 1,86% (25/1341). Samkvæmt spurningalista við 12 mánaða aldur voru 0,22% barna greind af lækni með ofnæmiskvef (3/1341); 0,52% greind með dýraofnæmi (7/1341) og 8,80% greind með astma (118/1341), sjá mynd LÆKNAblaðíð 2011/97 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.