Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 9
Davíð Gíslason davidg@landspitali. is Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum og yfirlæknir á Landspítalanum í Fossvogi og klínískur dósent við Háskóla íslands. Food allergy in lceland. Gislason D, Specialist in Internal Medicine and Allergology, Dept. of Allergy, Respiratory Medicine and Sleep, Landspitali University Hospital, 108 Reykjavik, lceland RITSTJÓRNARGREIN Fæðuofnæmi á Islandi í þessu tölublaði Læknablaðsins er fróðleg grein um fæðuofnæmi íslenskra barna á fyrsta ári.1 Greinin er ávöxtur yfirgripsmikillar fjölþjóðlegrar rannsóknar á fæðuofnæmi, sem kostuð er af Evrópusambandinu og hefur fengið nafnið EuroPrevall (www.euro- prevall .org). Rannsóknin hófst árið 2005 og gagnasöfnun lauk 2009. Auk Evrópuþjóða voru Nýja-Sjáland, Ástralía, Rússland, Indland og Kína einnig þátttakendur. Þátttaka Landspítalans er fjórþætt: Að kanna algengi og þróun fæðuofnæmis frá fæðingu og upp að 24 mánaða aldri, að kanna algengi fæðuofnæmis hjá 7-10 ára börnum og kanna algengi fæðuofnæmis hjá fullorðnum frá 20 til 54 ára aldurs. Auk þess voru valdir einstaklingar sem leituðu til lækna vegna gruns um fæðuofnæmi og þeir rannsakaðir ítarlega með húðprófum fyrir fjölda fæðutegunda, mælingum á sértækum IgE-mótefnum og tvíblindum þolprófum til að staðfesta fæðuofnæmi. Með því var aflað mikilvægra upplýsinga um notagildi húðprófa og sértækra IgE-mælinga við greiningu á fæðuofnæmi. í þessum þætti rannsóknarinnar var safnað stórum hópi einstaklinga með vel skilgreint fæðuofnæmi, og þeir lögðu til sermi fyrir sameiginlegan evrópskan gagnabanka til að staðla ofnæmisvaka fyrir húðpróf og IgE-mótefni. í áðurnefndri grein eru birtar fyrstu niðurstöður þessara rannsókna hér á landi. Þegar rýnt er í hana sést að hjá 28,5% barnanna var tilkynnt um einhver ofnæmiseinkenni, að 3,3% barnanna voru annaðhvort með jákvæð húðpróf eða með sértæk IgE-mótefni fyrir einhverri fæðu en þrátt fyrir það voru aðeins 1,6% með ofnæmi samkvæmt tvíblindu þolprófi. Þetta eru nokkru lægri tölur en fyrir 18 mánaða gömul börn, sem rannsökuð voru hér á Reykjavíkursvæðinu um miðjan tíunda áratug síð- ustu aldar. Þar töldu foreldrar 27% barnanna að þau væru með ofnæmi en 2% reyndust með ofnæmi, greint með pikkprófi og þolprófi.2 Sambærilegar rannsóknir eru ekki til fyrir full- orðna, en við vitum þó að einkenni tengd mat eru mjög algeng. Árið 1990 voru spurningar um einkenni af fæðu lagðar fyrir handahófsvalið úrtak 567 einstaklinga, 20-44 ára, úr Reykjavík og nágrenni.3 Spurt var hvort þeir hefðu veikst af að borða einhverja sérstaka fæðu. Játandi svöruðu 22%. Einnig var spurt hvort þeir hefðu næstum alltaf veikst með sama hætti eftir að hafa borðað þessa sérstöku fæðu. Því svöruðu 15% játandi. Mæld voru IgE-mótefni fyrir eggjum, jarðhnetum, sojaprótínum, mjólk, fiski og hveiti og 1,8% voru jákvæðir fyrir einni eða fleiri fæðutegundum. Tíu árum síðar voru mæld sértæk IgE-mótefni fyrir 24 fæðutegundum hjá sama þýði og voru 7,7% með mótefni fyrir einni eða fleiri fæðutegundum.4 Þar var rækja efst á blaði (2,8%). í 10 löndum öðrum til samanburðar höfðu 11,1% (Spánn) - 24,6 % (Bandaríkin) sértæk IgE-mót- efni fyrir einhverri fæðu. í gagnaskimun á algengi fæðuofnæmis, sem gerð var í aðdraganda EuroPrevall-rannsóknarinnar, kom skýrt fram hversu erfitt er að bera saman niðurstöður rannsókna sem gerðar eru með mismunandi hætti.5 Það var ein höfuðástæða þess að ráðist var í svo viðamikið rannsóknarverkefni. Reynslan af EuroPrevall-rannsókninni, meðal annars af vinnu rannsóknarhóps Sigurveigar Þ. Sigurðardóttur, hefur sýnt fram á með óyggjandi hætti að einstaklingar með IgE-mótefni fyrir fæðu geta oft neytt fæðunnar sér að skaðlausu. Nærri lætur að það séu 50% þeirra sem hafa fæðumótefni. Því er varhugavert að draga þá ályktun að jákvæð húðpróf eða RAST-próf þýði ávallt ofnæmi fyrir fæðunni. Nú er verið að þróa aðferð til að komast nær sannleikanum í þessu efni með svonefndri þáttagreiningu á ofnæmisvökum í fæðu. Hver fæðutegund inniheldur nokkra mismun- andi ofnæmisvaka sem hafa mismikla þýðingu fyrir klínísk einkenni. Gögn úr EuroPrevall-rannsókninni ættu að koma að miklu gagni við rannsókn á þessum þáttum. Þótt fæstir hafi mjög alvarlegt fæðuofnæmi eru þó verulegar undantekningar þar á; einstaklingar sem ekki mega bragða ákveðna fæðu og þola jafnvel ekki að finna af henni lyktina. Þetta skerðir gífurlega lífsgæðin enda er hver dagur eins og ferðalag yfir jarðsprengjusvæði. Oft breytist þó næmi fólks með árunum. Mikið fæðuofnæmi hjá barni getur minnkað eða jafnvel horfið á fullorðinsárum. Eins og sakir standa er eina leiðin til að meta áhættu þessara einstaklinga að gera fæðuþolpróf. Þau eru tímafrek og áhættusöm, en í vönum höndum og við góðar aðstæður nánast alltaf framkvæmanleg. Mikilvægt er að heilbrigðiskerfið geti, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, sinnt þörfum þessa sjúklingahóps. 1. Kristinsdóttir H, Clausen M, Ragnarsdóttir H, et al. Algengi fæðuofnæmis hjá íslenskum bömum á fyrsta aldursári. Læknablaðið 2011; 97:11-8. 2. Kristjansson I, Ardal B, Jonsson JS, Sigurdsson JA, Foldevi M, Björksten B. Adverse reactions to food and allergy in young children in Iceland and Sweden. Scand J Prim Health Care 1999; 17: 30-34. 3. Gíslason D, Bjömsson E, Gíslason Þ. Fæðuofnæmi og fæðuþolpróf íslendinga á aldrinum 20-44 ára. Læknablaðið 2000; 86: 851-7. 4. Bumey P, Summers C, Chinn S, Hooper R, Van Ree E, Lindholm J. Prevalence and distribution of sensitization to foods in the European Community Respiratory Health Survey: a EuroPrevall analysis. Allergy 2010; 65:1182-8. 5. Rona RJ, Keil T, Summers C, et al. The prevalence of food allergy: A meta-analysis. J Allergy Clin Immunol 2007: 120; 638-46. LÆKNAblaðið 2011/97 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.