Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN tegund ofnæmisprófa, sést að egg, jarðhnetur og mjólk eru algengustu ofnæmisvaldarnir (sjá töflu II). Þetta samræmist vel þeim fæðutegundum sem áður hafa verið taldar helstu ofnæmisvaldar í börnum.5-10-15 Exem var langalgengasta einkenni þeirra barna sem voru með jákvætt þolpróf (sjá mynd 2) sem er í samræmi við fyrri rannsóknir.11'16 Tafla III sýnir hugsanlega áhættuþætti sem við athuguðum sérstaklega. Talið er að snerting við bakteríuflóru í leg- göngum móður hafi áhrif á ónæmiskerfi barna.17 Rannsókn okkar sýndi ekki auknar líkur á of- næmissjúkdómum hjá bömum sem fæddust með keisaraskurði. Rannsókn frá Noregi á tveggja ára börnum sýndi ekki auknar líkur á fæðuofnæmi en auknar líkur á astma hjá þeim sem höfðu fæðst með keisaraskurði.17 Sýklalyf hafa á sama hátt áhrif á bakteríuflóruna. Rannsókn þar sem börnum var fylgt eftir frá fæðingu sýndi auknar líkur á astma og exemi ef móðir fékk sýklalyf á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngu.18 Okkar rannsókn studdi ekki þessar niðurstöður. Súrefni gefið eftir fæðingu hefur verið tengt aukinni hættu á astma á fyrstu 10 árum ævinnar.19 Engin tengsl fundust í okkar rannsókn, sem getur skýrst af stuttum eftirfylgnitíma. Niðurstöður rannsókna á áhrifum ábótar á of- næmi hjá barni hafa ekki verið samhljóða.20 Abót á meðan sjúkrahúsdvöl stóð hafði ekki áhrif á ofnæmi hjá bami í okkar rannsókn. í Boston Birth Cohort-rannsókninni tengdist meðgöngusykursýki ofnæmisexemi, næmingu fyrir fæðu (eggjahvítu, mjólk, jarðhnetum, rækj- um, hveiti og valhnetum) og loftbornum ofnæmis- vökum þegar fylgt var eftir í 3,2 ár.21 Rannsókn okkar studdi ekki þessar niðurstöður, sem gæti skýrst af styttri eftirfylgnitíma. Rannsókn okkar staðfesti niðurstöður annarrar rannsóknar sem sýndi að þvagfærasýking, sýk- ing í leggöngum, sýking í efri loftvegi eða melt- ingarfærasýking á meðgöngu tengdust ekki of- næmisexemi í börnum.22 Rannsókn gerð í Stokkhólmi á fjögurra ára börnum sýndi minni hættu á astma, ofnæmiskvefi og næmingu fyrir mótefnavökum í fæðu með hærri þjóðfélagsstétt foreldra sem metin var út frá atvinnu.23 Rannsókn okkar sýndi ekki fylgni eftir menntun foreldra. Yfirlitsgrein frá árinu 2010 sýndi ekki sterk tengsl á milli áhrifa gæludýra á tilkomu ofnæmissjúkdóma og það sama á við um okkar rannsókn.24 Sýnt hefur verið fram á að stress hjá móður á meðgöngu og í fæðingu eykur áhættuna á astma og ofnæmi hjá barni.25 Niðurstöður okkar eru í samræmi við niðurstöður rannsóknar sem sýndi auknar líkur á næmingu (kettir, hundar, hestar, birki, vallarfoxgras, búrót, rykmaurar) hjá 15-17 ára unglingum ef móðir þeirra hafði fengið meðgöngueitrun.25 Lýsisneysla daglega eða oft í viku minnkaði tilhneigingu til næmingar fyrir fæðu en jók tilhneigingu til astma. Rannsókn frá Þrándheimi sem skoðaði áhrif lýsistöku á meðgöngu og eftir fæðingu bams á astma og exem á öðru ári, sýndi verndandi áhrif lýsis fyrir exemi.26 Minni líkur voru hjá barni að fá exem ef móðir reykti á meðgöngu. Þessar niðurstöður ber þó að taka með þeim fyrirvara að einungis tvö börn með exem voru útsett fyrir tóbaksreyk og þyrfti því stærra þýði til að fá afgerandi niðurstöður. Rannsóknir hafa sýnt fylgni á milli reykinga móður á meðgöngu og eftir fæðingu við astma hjá barni.27 Rannsókn okkar styður ekki þá fylgni en algengi astma eykst með hækkandi aldri. Ef foreldrar áttu sér hvorugt sögu um ofnæmi hafði það ekki áhrif á fylgni milli ofangreindra áhættuþátta og ofnæmissjúkdóma hjá barni. Það bendir til að tengsl á milli áhættuþátta og ofnæmissjúkdóma hjá barni séu ekki einungis háð umhverfisþáttum heldur líka fjölskyldusögu. Jákvæð fjölskyldusaga hefur verið tengd við auknar líkur á að barn fái ofnæmissjúkdóm. Fundist hafa gen sem tengjast auknum líkum á exemi og er þar helst að nefna gen sem kóðar fyrir filaggrin-próteininu í húð.28 Einnig hefur jákvæð fjölskyldusaga móður verið tengd við aukna hættu á astma hjá barni.29 Niðurstöður rannsóknar okkar staðfesta að fjölskyldusaga um ofnæmissjúkdóma hefur forspárgildi um ofnæmissjúkdóma hjá bami, það er astma og exem.12 Rannsóknin sýndi að ofnæmissaga móður virðist auka líkurnar á astma hjá barni en ofnæmi föður virðist auka líkur á exemi. Ályktun Rannsókn okkar sýnir lægra algengi fæðuofnæmis, astma og exems á fyrsta ári en fyrri rannsóknir. Þátttakendur fyrri rannsókna á íslandi eru þó eldri börn, 18 mánaða til tveggja ára. Algengi ofnæmissjúkdóma eykst fyrstu ár ævinnar, sem gæti skýrt þennan mun. Niðurstöður okkar benda eindregið til að fjöl- skyldusaga eigi stóran þátt í tilkomu ofnæmis þar sem umhverfisþættir virtust eingöngu hafa áhrif á tíðni ofnæmissjúkdóma hjá barni ef mæður voru með ofnæmi sjálfar. EuroPrevall-rannsóknin, sem er fjölþjóðleg rannsókn, mun svara með beinum samanburði við aðra þátttakendur í Evrópu hvort fæðuofnæmi er sjaldgæfara hér á landi og hvaða umhverfisþættir 1 6 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.