Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T * .... • / . ' • \ '4t tf. . •. . ■ ’ . • ' :V-, / . *: / • -- •'•* r . / - * s jv; ; ;.' • ; k' rv ■■■ : . v- ' / r •V.v ;?ti . » % *». -a * ; í. : a -4 V * > *. : i’ . ■ * tr ,vV t r.‘ t ••' .' >v£vy ' lé' * : '■ ‘ á • 1 fVV ;<• .S. • ' Á Mynd 1. Eðlilegir vörtukjarnar (ör) (la). Vörtukjarnar í Wernicke. Smáblæðingar (dökkir blettir) og upplausn í vefnum (lb). Smáblæðingar jafnhliða í undirstúku (sjá ör) ísama sjúklingi (lc). Eðlilegur vörtukjarni (Ijóssmásjá, hematoxylín-eosin, HE). Orvar benda á háræðar (ld). Vörtukjarni í Wernicke (sama tilfelli oglboglc) meðferskri smáblæðingu, óeðlilegum háræðum (örvar) og losung (bjúgur) í taugaló (HE, le). Vefjaónæmislitun gegn stjarnfrumum (glial fibrillary acidic protein) litar stjarnfrumuviðbrögð brún (örvar) (lf) *Þegar þíamín er flutt inn í frumur líkamans myndast TDP fyrir tilstilli þíamín pýrófosfókínasa. Magnesíum er nauðsynlegur hjálparþáttur ensímsins og virkni þess tengist styrk magnesíums. Auk þess þarf bæði TDP og magnesíum til að mynda starfhæf heildarensím (holoenzyme) TK, PDH og a-KGDH, því þau eru öll samsett úr ensímkjörnum (apoenzyme) sínum ásamt TDP og magnesíum. Magnesíumskortur getur valdið minnkaðri bindingu TDP við ensímkjarnana og dregið úr virkni ensímanna. Þess má geta að aukinn styrkur magnesíum dregur úr NMDA- viðtaka miðluðum frumudauða í dýratilraunum og mikill skortur eykur hann. dehýdrógenasa (a-KGDH) sem eru lykilensím í glúkósa- og amínósýruefnaskiptum líkamans. Þíamínþörfin eykst við aukinn hraða efnaskipta, til dæmis við sýkingar.25 Hjá áfengissjúkum er lægra hlutfall þíamíns á virku formi (TDP) og minni aukning TDP verður við þíamíngjöf. Því þurfa áfengissjúkir stærri skammt af þíamíni en aðrir til þess að sýna sömu svörun við gjöf þess.26 Auk þess er magnesíum nauðsynlegur hjálparþáttur við myndun TDP og magnesíumskortur, sem er algengur hjá áfengissjúkum, virðist auka skaða á taugakerfi við þíamínskort.27'30* Svörun við þíamíngjöf getur verið verri ef magnesíumskortur er einnig til staðar.3133 Því getur verið nauðsynlegt að leiðrétta magnesíumskort samfara þíamíngjöf hjá sjúklingum með Wernicke. Það eru margar ástæður fyrir hærri tíðni Wernicke við langvinna áfengissýki. Næringar- skortur með minnkaðri inntöku þíamíns, uppköst eða niðurgangur eru algeng í langvinnri áfengissýki.34 Við vannæringu skerðist geta meltingarvegar til að frásoga tiltekinn skammt þíamíns. Það lagast fyrst að fullu eftir sex til átta vikur á næringarríku fæði.35"37 Stór hluti þíamínbirgða líkamans eru í lifrinni og geymslu- geta hennar skerðist við lifrarsjúkdóma.34- 37- 38 Áfengisfráhvarf, tituróráð (delerium tremens) og sýkingar auka efnaskiptahraða og þörf fyrir þíamín.1'25 Myndun starfhæfra ensíma (TK, PDH og a-KGDH) er tregari í áfengissjúkum vegna verri nýtingar þíamíns (lægra hlutfall er á virku formi (TDP) og magnesíumskortur er algengur). Langvarandi áfengisdrykkja veldur fjölgun (up- regulation) á NMDA-viðtökum sem virðist auka taugaskaða við þíamínskort fyrir tilstilli NMDA- viðtaka miðlaðs frumuskaða.28'29 39 Meinavefjabreytingar i heila Vefjabreytingum við Wemicke má skipta í bráðar breytingar og langvarandi eða varanlegar breyt- ingar. Bráðar breytingar sjást fyrst og fremst í vörtukjörnum (corpora mammillaria), umhverfis þriðja og fjórða heilahólf og smugu. Þær eru mest einkennandi og sjúkdómsgreinandi fyrir Wemicke.1-10 Smáblæðingar í vörtukjörnum (10%) eða umhverfis þriðja heilahólf geta sést með berum augum en útlit heilans er eðlilegt í um 30% tilfella (mynd la-lc).1,10 Smásjárskoðun er nauðsynleg til sjúkdómsgreiningar og sýnir nær undantekningarlaust vefjabreytingar í vörtu- kjömum og langoftast víðar í undirstúku (hypo- thalamus), stúku (thalamus), einkum í bak- og miðlægum kjörnum (nuclei dorsomediales), um- hverfis smugu (periaqueductal gray matter) í augnhreyfikjörnum (nuclei nn. oculomotorii), bak- lægum kjarna skreyjutaugar (nucleus dorsalis n. vagi), í andarkjörnum (nuclei vestibulares), í kjama fráfærandataugar (nucleus nervi abducentis) og víðar.1'10'40 Smásæju breytingarnar á bráðastiginu taka fyrst og fremst til æða og taugalóar (neuropil). Eru þær óeðlilega áberandi háræðar vegna stækkunar þelfrumna (endothelial cells) og hugsanlega háræðanýmyndunar, bjúgs, blóð- kornaleka og smáblæðinga umhverfis þær. Stjam- frumuviðbrögð (astrocytic reaction) verða fljótlega áberandi og skemmd á mýli og taugasímum (axons) en fækkun taugafrumna er oft ekki áberandi í vörtukjömum (mynd ld-lf).1"3'710'41 Varanlegar (langvarandi) breytingar einkenn- ast af eyðingu taugavefjar á fyrrnefndum svæðum og taugatróðsmyndun (gliosis) í hans stað. Með berum augum geta sést rýrir vörtukjarnar og víkkuð þriðja og fjórða heilahólf og smuga. Við smásjárskoðun sést fjölgun stjamfrumna, eyðing á taugavef og útbreidd taugatróðsmyndun í 22 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.