Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
voru notaðar til að ákvarða algengi astma á fyrsta
ári. Spurt var hvort læknir hefði á síðustu 12
mánuðum greint astma hjá barninu. Einnig var
spurt hvort barnið hefði haft hvæsandi öndun
eða píphljóð í brjósti, hvort komið hefði hvæsandi
hljóð úr brjóstkassa við eða eftir áreynslu og hvort
bamið hefði verið með þurran hósta um nætur án
þess að hafa kvef eða sýkingu í brjóstholi. Einnig
var spurt um notkun berkjuvíkkandi lyfja og inn-
öndunarstera.
Við rannsóknina störfuðu barnalæknir sem er
sérfræðingur í ofnæmislækningum og hjúkrunar-
fræðingur og sáu þau alfarið um allar skoðanir og
ofnæmispróf.
Ef barn var með ofnæmisexem var notað
SCORAD-kerfið (Scoring Atopic Dermatitis) til að
ákvarða alvarleika.
í ofnæmishúðprófi var prófað fyrir mjólk, eggj-
um, hveiti, soja, fiski og jarðhnetum og auk þess
hundum, köttum og grasi. Þvermál bjúgbletts sem
var stærra eða jafnt og þrír millimetrar sagði til
um jákvætt próf.
Heilblóð (4-5 ml) var tekið úr börnum með
einkenni fæðuofnæmis og viðmiðunarbömum til
mælingar á sértæku IgE fyrir eggjum, mjólk, jarð-
hnetum, soja, hveiti og fiski. Prófið var jákvætt ef
svarið var >0,35 kUA/1. Ef grunur var um ofnæmi
fyrir annarri fæðutegund en prófað var fyrir var
mælt IgE og gert húðpróf sérstaklega fyrir þá
fæðutegund.
Tafla II. Fjöldi barna með fæðuofnæmi eftir tegund ofnæmisprófs og ofnæmisvaldi.
Ofnæmisvaldur Grunur um fæðuofnæmi3 Jákvætt ofnæmis- húðpróf Jákvætt IgE í sermi Næm börnb Jákvætt tvíblint þolpróf0 Grunur á móti greindud
Egg 7 (0,52%)e 17(1,27%) 29(2,16%) 32 (2,38%) 19(1,42%) 4/4
Mjólk 56 (4,18%) 10(0,75%) 23 (1,72%) 24 (1,79%) 7 (0,52%) 23/7
Jarðhnetur 3 (0,22%) 9 (0,67%) 9 (0,67%) 2(0,15%)
Fiskur 5 (0,37%) 1 (0,07%) 2(0,15%) 2(0,15%) 3 (0,22%) o/o'
Hveiti 7 (0,52%) 0 8(0,16%) 8 (0,60%) 2(0,15%) o/o'
Soja 2(0,15%) 0 4 (0,30%) 4 (0,30%) 1 (0,07%) 1/0
Rækjur 1 (0,07%)
Trönuber 1 (0,07%)
Kartöflur 2(0,15%)
Ananas 1 (0,07%)
Möndlur 1 (0,07%) 1 (0,07%) 1 (0,07%)
Nutramigen 1 (0,07%)
Grænar baunir 1 (0,07%)9 1 (0,07%)
a Hugsanlegt fæðuofnæmi að áliti foreldra en engin ofnæmispróf liggja að baki.
b Börn með annaðhvort jákvætt IgE I sermi eða jákvætt ofnæmishúðpróf.
0 í tvíblint þolpróf fóru 50 börn (3,73%), þar af voru 11 með neikvæð húðpróf og IgE i sermi en höfðu eindregið verið talin vera með fæðuofnæmi.
d Börn sem höfðu hugsanlega fæðuofnæmi að áliti foreldra og fóru í tvíblint þolpróf / jákvætt tvíblint þolpróf.
a Fjöldi barna (n) og algengi (n/1341).
Ekkert þeirra barna sem foreldrar töldu að væru með fæðuofnæmi stóðust kröfur fyrir tvíblint þolpróf.
9 Eitt barn fór í ofnæmishúðpróf fyrir grænum baunum hjá öðrum ofnæmislækni og þvi var mælt sértækt IgE í sermi fyrir grænum baunum hjá því
barni.
Tafla I. Ástæða komu barns til rannsóknarlæknis.
Ástæða komu til læknisa Fjöldi barna
n % (n/1341)°
Exem 124 9,25%
Grunur um fæðuofnæmi 74 5,52%
Einkenni frá meltingarvegi 43 3,21 %
Ofsakláði 23 1,72%
Einkenni frá öndunarvegi 7 0,52%
Viðmiðunarbörn 61 4,55%
aÁstæðurnar gátu verið fleiri en ein hjá hverju barni.
bMiðað við fjölda þátttakenda.
óvænt viðbrögð við mat og/eða einkenni sem
bent gætu til ofnæmis, eins og exem eða útbrot
á húð, einkenni frá augum, eyrum, nefi, hálsi,
öndunarvegi, meltingarvegi eða almenn einkenni.
Flestir foreldrar létu vita um ofnæmiseinkenni í
tölvupósti eða síma. Ef grunur var um fæðuof-
næmi kom barnið í skoðun til rannsóknarlæknis
sem skráði sjúkrasögu, framkvæmdi skoðun,
ofnæmishúðpróf og tók blóð til rannsóknar. Öll
börn með exem voru fengin í skoðun og ofnæmis-
greiningu.
Hringt var í þátttakendur 12 mánuðum eftir
fæðingu og lagður fyrir staðlaður spurninga-
listi. Ef foreldrar svöruðu jákvætt spurningum um
einkenni um mögulegt fæðuofnæmi eða exem var
barn kallað til skoðunar. Spurningar um astma
12 LÆKNAblaöið 2011/97