Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.01.2011, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T sömu sjúkdómseinkennum og breytingum við myndgreiningu og Wernicke og er þekkt í alnæmi,74' 75 4) Afmýlandi sjúkdómar, Behgets- sjúkdómur í miðtaugakerfi og heilabólga vegna herpes simplex veiru (HSV) þarf að hafa í huga í mismunagreiningu, 5) Heilakvilla vegna lifrarsjúkdóms (hepatic encephalopathy) getur verið mjög erfitt að greina klínískt frá bráðum Wernicke.54 Slíkt er sérlega erfitt hjá áfengissjúkum sem hafa áður fengið sjúkdómirtn eða áfengistengda hrörnun í hnykli (alcoholic cerebellar degeneration) og hafa ætíð óstöðugt göngulag eða augnatin. Bráðameðferð við líklegum Wernicke Meðhöndla á alla áfengissjúka einstaklinga sem eru líklega með bráðan Wernicke. Þannig á að meðhöndla alla sem eru taldir hafa bráðan Wernicke (tafla II og III), hafa alvarlegan höfuðáverka eða aðrar ástæður sem torvelda taugaskoðun þannig að ekki er hægt að útiloka Wernicke með vissu.52 Einnig ættu læknar að vera vakandi fyrir sjúkdómnum hjá áfengissjúklingum með heilakvilla vegna lifrarsjúkdóms, jafnvel að meðhöndla þá með þíamíni og meta klíníska svörun.54 Aldrei ætti að gefa þíamín um munn sem meðferð við Wernicke eða sem fyrirbyggjandi meðferð því frásog þíamíns úr meltingarvegi er lítið og óáreiðanlegt hjá áfengissjúkum. Einungis á að gefa meðferð í bláæð eða vöðva.36-5276 Ráðlögð meðferð þíamíns: Ekki eru til samanburðarrannsóknir eða aðrar áreiðanlegar rannsóknir sem ákvarðað hafa besta skammt þíamíns við Wernicke til að lágmarka skaða.77 Nýlegar leiðbeiningar varðandi viðeigandi skammt þíamíns byggja á nokkrum þáttum sem allir styðja mun stærri skammt af þíamíni en áður tíðkaðist að gefa: 1) þekkingu á slæmum horfum sjúklinga við gjöf minni skammta af þíamíni Mynd 4. T2 mynd sýnir hlutfallslega smáa vörtukjarna (mynd A). Diffusion mynd (DWI) sýnir minni diffusion sem segulskært svæði miðlægt og aftan til í thalamus báðum megin (mynd B). Sjúkdómsgreining snemma í sjúkdómsferli Wernicke er nauðsynleg til að koma í vegfyrir varanlegan heilaskaða. DWI er næmasta aðferðin til að sýna aukinn bjúg ífrumu. Með DWI má lækka greiningarþröskuldJyrir Wernicke og og DWI myndröðin er því mikilvæg við mat á sjúklingum sem eru taldir vera með sjúkdóminn. (50-100 mg daglega) sem áður tíðkuðust, 2) betri þekkingu á lyfjahvörfum þíamíns í einstaklingum með þíamínskort, 3) mismun í lyfjahvörfum þía- míns milli áfengissjúkra og annarra, 4) birtum tilfellum og klínískri reynslu (einnig okkar reynslu af íslenskum tilfellum sem stendur til að birta) sem benda til minni eftirkasta við notkun stærri skammta af þíamíni og 5) lágri tíðni alvarlegra aukaverkana við þíamínmeðferð en bráðaofnæmi er afar fátíð aukaverkun við gjöf þíamíns í vöðva eða bláæð.35'39'52'78"81 Nýlega hafa verið birtar tvennar leiðbeiningar um meðferð þíamíns við Wernicke. í öðrum þeirra er ráðlagt að gefa þíamín hýdróklóríð 500 mg þrisvar á dag í þrjá daga í bláæð. Ef jákvæð svörun sést er skammtur minnkaður í 500 mg einu sinni á dag í fimm daga til viðbótar, gefið í bláæð eða vöðva. Ef engin svörun sést er frekari meðferð stöðvuð eftir fyrstu þrjá dagana og annarra skýringa leitað á einkennum sjúklings.521 hinum er ráðlagt að gefa þíamínhýdróklóríð 200 mg Mynd 5. Breytingar á vörtukjörnum í Wernicke- Korsakoff-sjúkdómi. Vörtukjarnar sjást jafnan best á T2 myndum (mynd A). í bráðum Wernicke- sjúkdómi getur sést skuggaefnisupphleðsla í vörtukjörnum á TI myndum (ekki sýnt á mynd). Hjá sjúklingum með Wernicke sjúkdóm (eða í kjölfar sjúkdómsins) geta sést hlutfallslega smáir vörtukjarnar (myndir B og C) samanborið við eðlilega vörtukjarna hjá heilbrigðum einstaklingi (mynd A). LÆKNAblaðið 2011/97 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.