Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Vegferð Læknablaðsins og ógnir við velferð sjúklinga Engilbert Sigurðsson Höfundur er geðlæknir á Landspítala og ábyrgðarmaður Læknablaðsins - engilbs@landspitali.is Aldarafmælis Háskóla íslands hefur verið minnst með margvíslegum hætti. Lækim- blaðið hefur vottað skólanum virðingu sína í leiðurum og greinum og hyggst í næstu blöðum fjalla sérstaklega um doktorsvarnir við læknadeild á afmælisárinu. Blaðið er sjálft á 97. árgangi en er í stöðugri þróun. Nú eru rúmlega 20 árgangar (1990-2011) komnir inn á Medline auk þess sem blaðið er á gagnagrunnunum Web of Science og Scopus. Stöku læknar hafa óskað eftir því í vetur að birtar verði leiðbeiningar um ritun vísindagreina í blaðinu. Því er við hæfi að birta í þessu tölublaði stutta yfirlitsgrein um ritun fræðigreina, þar sem Einar Stefánsson prófessor, heiðursvísindamaður ársins á Landspítala, miðlar ásamt meðhöfundum af reynslu sinni á því sviði. Ritstjórn Læknablaðsins hefur jafnframt endurskoðað leiðbeiningar blaðsins um ritun fræðigreina. Leiðbeiningarnar standa á gömlum merg og grundvallast á reglum sem ritstjórnir ritrýndra vísindarita hafa komið sér saman um og kenndar eru við Vancouver (icmje.org). Þetta er þriðja endurskoðun á sex árum. I þetta sinn má þó segja að endurritun eigi frekar við en endurskoðun. Drög að nýjum leiðbeiningum eru komin á heimasíðu blaðsins. Ritstjórn hvetur höfunda fræðigreina til að lesa yfir drögin og senda tillögur og athugasemdir um það sem þeim finnst óljóst eða mega betur fara til ritstjórnarfulltrúa blaðsins. Nýju leið- beiningarnar verða birtar í desemberhefti blaðsins og taka gildi 1. janúar 2012. Þar verður skerpt á ýmsu, lengdartakmarkanir endurskoðaðar og ráð til höfunda löguð betur að þróun blaðsins síðustu misserin. Lesendur blaðsins hafa sjálfsagt almennt tekið eftir breytingum á hönnun og umbroti blaðsins frá og með maítölublaði á þessu ári. Breytingarnar miða að því að auðvelda lestur blaðsins en um leið er rými betur nýtt á síðum þess og aðhalds gætt með því móti. Einnig er óhjákvæmilegt og eðlilegt að útlit og framsetning efnis sé í stöðugri þróun hjá Læknablaðinu ekki síður en öðrum fræðiritum. Auglýsingum hefur fækkað í blaðinu í kjölfar kreppunnar og því er mikilvægt að lækka prentreikninga og sendingarkostnað til að bregðast við lægri auglýsingatekjum. Þó er rétt að ítreka að útgáfa Læknablaðsins á prenti og rafrænt er mun ódýrari kostur en rafræn útgáfa eingöngu þar sem lyfjaauglýsingar eru ekki heimilar á opnum netsíðum. Ritstjórn mun ekki selja aðgang að netútgáfu blaðsins, enda eru áhrif þess mun meiri þegar aðgangur er ólæstur og öllum opinn. Reglulega er vitnað til umfjöllunar í Lækna- blaðinu í fjölmiðlum og í kjölfarið getur hver sem er farið inn á heimasíðu blaðsins og kynnt sér efnið nánar. Bryndís Benediktsdóttir heilsugæslu- læknir kvaddi ritstjóm Læknablaðsins í maí eftir að hafa setið þar frá 1. desember 2005, lengur en nokkur annar að ritstjóra undan- skildum. Hannes Hrafnkelsson heilsugæslu- læknir tók sæti Bryndísar. Henni eru þökkuð vel unnin störf í þágu blaðsins um leið og Hannes er boðinn velkominn til starfa. Læknablaðið hefur í gegnum árin birt talsvert af aðsendu efni um heilbrigðismál og tekið reglulega viðtöl við lækna, stjórn- endur og ráðherra um heilbrigðismál. Kreppan hefur óneitanlega sett mark sitt á íslenska fjölmiðla síðustu þrjú ár og minnkað getu þeirra til vandaðrar um- fjöllunar um heilbrigðisþjónustu. Því tel ég eðlilegt að Læknablaðið fjalli í meira mæli en verið hefur um málefni sem eru ofarlega á baugi og varða þróun hennar. Gott dæmi er fækkun íslenskra lækna sem starfa hér á landi og aukinn fjöldi vinnuferða íslenskra sérfræðilækna til Norðurlanda. Hvort tveggja hefur þegar haft umtalsverð áhrif á þjónustugetu í heilsugæslunni og ógnað langtímaþjónustu í einstökum sérgreinum á Landspítala. Því miður er þessi vandi vaxandi og vart of- mælt að hann sé líklega mesta ógnin sem heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir um þessar mundir. Afneitun leysir ekki þennan vanda fremur en annan vanda. Hér er um afar brýnt verkefni að ræða sem stjórnvöld verða að bregðast við nú þegar. Ríkisstjórnin hefur brugðist fljótt við óáran og ógnum á síðustu árum eins og eidgosum, flóðum og jarðskjálftum. Nú verður velferðarráðherra að horfa af raunsæi á verkefnið og vinna hratt og vel að lausnum með læknum. Það á ekki að fara ofan í skotgrafirnar og halda því fram að þetta sé bara kjarabarátta tengd lausum samningum. Raunar þarf ekki að leita langt yfir skammt í leit að lausnum. Einfaldast er að horfa til þess hvernig Norðmenn laða til sín lækna með styrkjum þegar þeir flytjast milli landa og leggja áherslu á lífsgæði fjölskyldna þeirra. Það er mun vænlegra en að horfa þröngt á krónur í umslagi og treysta á að vinir og fjölskylda haldi almennum læknum hér og laði sérfræðilækna sem starfa erlendis aftur til íslands. The Journal's progress and threats to the welfare of patients Consultant Psychiatrist, Associate Professor of Psychiatry, University of lceland Editor-in-Chief of the lcelandic Medical Journal LÆKNAblaðið 2011/97 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.