Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 13
RANNSÓKN
Tafla II. Algengi einkenna eftirkyni 2007.
Karlar Konur p-gildi
1. Píp/surg 13,1% 15,4% 0,32
1.1 Mæði, píp/surg 9,0% 11,0% 0,72
1.2 Píp/surg án kvefs 10,1% 10,5% 0,26
2. Vaknað með þyngsli 16,1% 16,1% 1,0
3. Vaknað vegna mæði 3,2% 4,4% 0,41
4. Vaknað vegna hósta 18,4% 30,5% <0,0001
5. Astmakast 4,8% 8,2% 0,041
6. Astmalyf 5,3% 8,7% 0,048
7. Ofnæmi I nefi 27,8% 30,5% 0,36
Mynd 1. Samanburöur á algengi einkenna eftir aidurshópum 2007. Prósent jákvæðra
svara.
Þama var mjög marktækur munur milli tímabila (p<0,0001).
Þótt fleiri hefðu tekið eftir pípi eða surgi árið 1990 voru
þó meiri einkenni því samfara árið 2007. Þannig höfðu 51,8%
tekið eftir mæði samfara pípi eða surgi 1990 en 70,5% árið 2007
(p<0,0001). Hlutfall þeirra sem sögðust hafa tekið eftir pípi og
surgi án þess að hafa verið með kvef því samhliða var 63,9%
1990, en 71,5% árið 2007 (p=0,015).
Einkenni eftir kynjum. Árið 1990 vöknuðu fleiri konur en
karlar vegna hóstakasta á nóttunni (p<0,0001), og þær lýstu öðmm
einkennum nokkuð oftar en karlar án þess að sá munur væri
marktækur.
Tafla II sýnir samanburð milli kynja árið 2007. Ekki var
marktækur munur á kynjum varðandi píp og surg né það hvort
þátttakendur vöknuðu á nóttunni vegna þyngsla og mæði. Hins
vegar voru fleiri konur með hósta á nóttunni (p<0,0001) og þær
lýstu astmaköstum oftar (p<0,05) og notkun astmalyfja var meiri
meðal kvennanna (p<0,05).
Einkenni eftir aldri: Mynd 1 sýnir hlutfall einkenna eftir aldri
árið 2007. Næturhósti og astmaköst em marktækt algengari í
yngsta aldurshópum en hinum (p<0,0001 og p<0,01). Þessi háa
tíðni einkenna meðal þeirra yngstu var ekki til staðar árið 1990.14
Samanburður innbyrðis tengsla einkenna 2007: Könnuð voru
innbyrðis tengsl einkenna árið 2007. Þeir sem höfðu haft píp og
surg voru að jafnaði mun líklegri til að vakna vegna hóstakasta
(OR 6,8 (4,6-10,0) p<0,001), mæðikasta (OR 12,2 (6,1-24,1) p<0,001)
eða með þyngsli fyrir brjósti (OR 10,7 (7,1-16,0) p<0,001). Þeir
voru einnig líklegri til að hafa fengið astmakast (OR 11,4 (6,7-19,4)
p<0,001) og að nota astmalyf (OR 10,4 (6,2-17,4) p<0,001). Þeir sem
höfðu haft píp og surg vom ennfremur þrisvar sinnum líklegri
til að hafa ofnæmiseinkenni frá nefi (OR 3,1 (2,1-4,5) p<0,001).
Þeir sem höfðu fengið astmakast voru líklegri til að hafa
vaknað með þyngsli fyrir brjósti (OR 8 (4,7-13,4) p<0,001) og að
hafa vaknað vegna mæðikasta (OR 17,8 (8,8-35,9) p<0,001) eða
hóstakasta (OR 17,8 (8,8-35,9) p<0,001). Þá voru þeir sem fengið
höfðu astmaköst einnig líklegri til að hafa ofnæmiseinkenni frá
nefi (OR 5,3 (3,1-9,0) p<0,001).
Þeir sem höfðu ofnæmiseinkenni frá nefi voru líklegri til að
vakna vegna hóstakasta (OR 2,3 (1,7-3,1), p<0,001), vakna með
þyngsli fyrir brjósti (OR 2,3 (1,6-3,3), p<0,001) og vakna vegna
mæðikasta (OR 3,6 (1,8-7,0), p<0,001).
Umræða
Styrkleiki þessarar rannsóknar felst í því að sama aðferðafræði er
notuð árin 1990 og 2007; sömu spurningar, samskonar þýði og
á sama svæði. í heildina tekið sýnir rannsóknin mikla aukningu
á algengi öndunarfæraeinkenna og notkun astmalyfja frá árinu
1990 til 2007. Þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á Islandi
sem sýnir fram á slíkar niðurstöður. Veikleiki rannsóknarinnar er
mun lakara svarhlutfall þegar rannsóknin var endurtekin árið 2007
og vaknar því sú spurning hvort niðurstöður okkar endurspegli
raunverulega breytingu eða hvort þeir sem svöruðu árið 2007
hafi á einhvern hátt haft sérstöðu og endurspegli ekki almennt
þýði. Spurningalistinn um öndunarfæraeinkennin og astmalyf var
aukalisti í EuroPrevall-rannsókninni, þar sem megináhersla var
lögð á fæðuofnæmi. Það er því ólíklegt að hann hafi mótað
afstöðu þátttakenda til þess hvort þeir svöruðu eða svöruðu ekki
spurningum um öndunarfæraeinkenni og notkun astmalyfja. Ekki
reyndist heldur marktækur munur á svörum þeirra sem svöruðu
strax og þeirra sem svöruðu eftir fyrstu og aðra áminningu,
nema varðandi píp (ýl) og surg, þar sem marktækt fleiri svöruðu
játandi I hópnum sem svaraði strax.
Rannsókn með spurningalistum nær til mikils fjölda, en er
í eðli sínu háð takmörkunum. Hún byggir á minni, í þessu
tilviki aftur til síðasta árs, og huglægu mati þátttakenda á eigin
einkennum, og er þar af leiðandi háð breytingum á þekkingu
og meðvitund í samfélaginu á því tímabili sem samanburðurinn
nær yfir. Rannsóknina skortir frekari staðfestingu á einkennum,
til dæmis með berkjuauðreitni-prófum og einnig skortir rannsókn
á sértæku ofnæmi þátttakenda.
Astmi og notkun astmalyfja var meiri meðal kvenna en karla
og þátttaka kvenna var meiri í rannsókninni 2007 en 1990. Þetta
skýrir þó að litlu leyti þá aukningu sem varð á einkennum og
notkun astmalyfja á rannsóknartímanum.
Við teljum að niðurstöðurnar 1990 og 2007 séu sambærilegar
í heild sinni, en þó þarf að huga sérstaklega að mismunandi
svörun eftir aldri því algengi astma og notkun astmalyfja var
hæst í yngsta aldurshópnum. Svarhlutfallið árið 2007 var hærra
í efri aldurshópunum en í aldurshópnum 20-44 ára. í ECRSH
I árið 1990 var svarhlutfallið með sama mynstri, eða 73,8% í
yngsta aldurshópnum, og fór stighækkandi með aldri og var
86,8% í elsta aldurshópnum.12 Svarhlutfall eftir aldurshópum ætti
LÆKNAblaðið 2011/97 465