Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 22
Y F I R L I T Notkun ómunar við mat á öðrum áverkum Með aukinni þjálfun í ómskoðun er unnt að nota tæknina til nánari greiningar á ýmsum öðrum áverkun en gert er með hefðbundinni áverkaómun. Sýnt hefur verið fram á að ómskoðun er nákvæmari en röntgenmyndir við greiningu á nefbroti.45 Liðhlaup á öxl er hægt að greina með ómskoðun, sem og slit á sinum axlarvöðva.46' 47 Með ómun er einnig unnt að greina sum beinbrot og staðfesta fullnægjandi réttingu þeirra, sem getur verið afar gagnlegt þar sem röntgenbúnaður er ekki til staðar.48-50 Hækkaðan þrýsting í höfuðkúpu er hægt að greina með talsverðri nákvæmni með ómmælingu á þvermáli sjóntaugar, og með ómskoðun getur verið hægt að sjá rof á auga, sjónhimnulos eða aðskotahluti í auga.51-54 Mar á lunga er einnig hægt að greina með ómskoðun.55 Miðjubláæðarþrýsting má meta með því að skoða þvermál neðri holæðar og hvernig þvermálið breytist með öndun. Er þar með hægt að fá hugmynd um hversu miklu blóðtapi sjúklingur hefur orðið fyrir og meta þörf fyrir vökvagjöf í losti.56 Hægt er að finna kýli, blæðingu eða aðskotahluti í mjúkvefjum, leita að æðum ef uppsetning æðaleggja er erfið og höfundum þykir sjálfsagt að nota ómstýringu við uppsetningu á holæðarleggjum, enda hefur verið sýnt fram á að það bæti árangurinn.57 Að lokum má nefna að notkun ómtækja við taugadeyfingar í útlimum bætir árangurinn marktækt. Flestar þessar ómrannsóknir byggja á frekari þjálfun og margar þeirra eru enn lítið gerðar af almennum læknum. Tæknilega er þó ekkert því til fyrirstöðu að læknar leiti sér þjálfunar í að nota ómtækni umfram það sem gert er við hefðbundna áverkaómun og bæti þannig þjónustu við sjúklinga. Þjálfun í áverkaómun er gagnlegur upphafspunktur þess að læra ómskoðanir. Þjálfunin nýtist fljótt við aðrar aðstæður, svo sem við að skima fyrir vökvasöfnun í kvið hjá einstaklingum með lifrarbilun, nýrnabilun, krabbamein eða sýkingar. Hafa má í huga að hefðbundnar aðferðir, svo sem að meta skiptideyfu (shifting dullness), greina vökvasöfnun í kviðarholi réttilega í einungis um helmingi tilvika.58 Svipað á við um greiningu á vökvasöfnun í fleiðru þar sem klínísk skoðun er afar óáreiðanleg. Við mat á losti án þekktrar skýringar er einnig gagnlegt að geta útilokað strax hjartaþröng, einkum hjá einstaklingum með þekkta gollurshússbólgu, nýrnabilun eða rauða úlfa (systemic lupus crythematosus). Þrettán prósent sjúklinga með óskýrða mæði á bráðadeild hafa reynst hafa vökvasöfnun í gollurshúsi, greiningu sem afar líklegt er að misst sé af ef ekki er notuð ómskoðun við líkamsskoðun.59 Ef gera þarf ástungu á brjóst- eða kviðarholi eða gollurshúsi, er mikið öryggi í því að geta séð vökvann sem leitað er að fremur en að stinga „blint" byggt á þreifingu eða banki eingöngu. Áverkaómun á íslandi Enginn vafi er á því að með þjálfun í takmarkaðri bráðaómun er hægt meta áverka með mun meiri nákvæmni en hægt er með hefðbundinni líkamsskoðun. Með aukinni þjálfun veitir bráðaómun einnig möguleika á að greina nánar orsakir bráðra veikinda, og ómun gagnast við mat á andþyngslum, brjóstverkjum, kviðverkjum, bólgu í útlimum, vandamálum tengdum meðgöngu og fæðingu og fjöldamörgum öðrum bráðatilvikum. Ómtæki, sem voru stór og dýr fyrir fáeinum árum, eru nú á stærð við fartölvu og orðin ódýr og útbreidd. Einnig eru komin á markað tæki á stærð við farsíma sem farið er að kalla „sonoscope" og gagnast líklega mun meira en hefðbundna hlustunarpípan við líkamsskoðun læknis, sem þó er af flestum læknum talin ómissandi. A bráðadeild Landspítala eru nú tvö ómtæki og hafa læknar þar fengið grunnþjálfun í að framkvæma áverkaómanir. í öðrum löndum eru ómskoðanir taldar nauðsynlegur hluti starfs landsbyggðarlækna og hafa reynst veita mikilvægar upplýsingar við störf á þeim vettvangi.60' 61 Landsbyggðarlæknar á íslandi starfa við aðstæður þar sem erfitt eða ómögulegt getur verið að koma slösuðum til frekara mats á sjúkrahúsi. Ef ráðist yrði í að útvega ómtæki á heilbrigðisstofnanir landsbyggðarinnar og læknum veitt tækifæri til að tileinka sér þessa tækni, yrði það mikið framfaraskref og hagkvæm fjárfesting. Þá væri hægt að greina fleiri sjúklinga með fullnægjandi hætti og ef til vill meðhöndla þá í héraði en forgangsraða í öðrum tilvikum þörf fyrir flutning á sjúkrahús til frekara mats og meðferðar. Það er skoðun höfunda að brýnt sé að allir þeir læknar á íslandi sem koma að fyrsta mati á slösuðum og bráðveikum, hafi aðgang að þjálfun og tækjabúnaði til að framkvæma ómskoðanir. ENGLISH SUMMARY Emergency ultrasound for trauma Björnsson HM, Kjartansson H The use of ultrasound is now widespread within the field of Emergency Medicine. The availability of lightweight and relatively cheap ultrasound devices has enabled clinicians to obtain more detailed information about the condition of acutely II and injured patients than can be done with a clinical exam only. This paper discusses the standardized E-FAST exam for trauma; the technical details of the exam and the reliability of the information gained by each of it's components. Other advanced use of ultrasound for evaluation of trauma patients is introduced. Investing in the equipment and physician training to provide emergency ultrasound evaluation of injured and acutely ill patients in lceland may be a relatively inexpensive way to improve patient care. Keywords: ultrasound, emergency medicine, trauma, pneumothorax. Correspondence: Hjalti Már Björnsson, hjaltimb@gmail.com 474 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.