Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 40
UMFJOLLUN O G GREINAR
„Heilsuverndarstöðin var
á sínum tíma byggð af
miklum stórhug sem miðstöð
heilsuvemdarsegir Geir
Gunnlaugsson landlæknir.
Sögulegt tækifæri
- segir landlæknir um flutning embættisins í Heilsuverndarstöðina
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson
„Það eru stór tímamót í sögu
landlæknisembættisins að vera komið
í þetta hús, sem á sínum tíma
var byggt af miklum stórhug sem
miðstöð heilsuverndar í Reykjavík,
undir nafninu Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur," segir Geir Gunnlaugsson
landlæknir og dregur fram gamalt
bólusetningarskírteini frá árinu 1962
þar sem heiti stofnunarinnar á ensku
er skráð Institute of Public Health.
„Við gætum nánast notað þetta
bréfsefni óbreytt núna," segir hann
léttur í bragði.
„Byggingin ber vitni um meðvitund
stjórnvalda á þeim tíma um mikilvægi
forvarna og lýðheilsu, húsið er stórt
og fallegt og nú gefst okkur sögulegt
tækfæri til að efla starf í húsinu sem
frumkvöðlana sem stóðu að byggingu
hússins um 1950 dreymdi um og lögðu
grunninn að."
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var
teiknuð af Einari Sveinssyni arkitekt
og er bæði sérstök og falleg bygging
með göngubrúm, súlum og fallegum
gluggum. Það hefur á undanförnum
árum gengið í gegnum endurbætur og
er að sögn Geirs í ágætu ástandi.
í húsinu hefur farið fram margvísleg
heilsu- og læknisfræðileg starfsemi í
gegnum árin og má nefna slysadeild,
hjúkrunardeild, berklavarnir, ung- og
smábarnavernd, mæðravernd, húð-
og kynsjúkdómadeild, skrifstofur
borgarlæknis og fleira. „Hér hefur
sannarlega verið unnið fjölbreytt
heilsuvemdarstarf og því rökrétt að
endurskipulagt og öflugt Embætti
landlæknis skuli vera komið í þetta
hús. Ég hef einnig orðið var við mikla
ánægju fjölmargra sem ég hef hitt á
förnum vegi yfir því að húsinu skuli
hafa verið fengið þetta hlutverk á ný."
Embætti landlæknis og Lýðheilsustöð
sameinuðust í eina stofnun þann 1.
maí síðastliðinn undir heitinu Embætti
landlæknis og Geir segir flutninginn í
nýtt húsnæði á þessum tímamótum vera
forsendu fyrir vel heppnaðri sameiningu.
„Það var alveg ljóst að finna
þyrfti nýtt húsnæði fyrir sameinaðar
stofnanimar þar sem húsnæði beggja,
landlæknisembættisins við Austurströnd
og húsnæði Lýðheilsustöðvar við
Laugaveg, var of lítið fyrir sameinað
embætti. Með því að stíga hér inn
núna má segja að sameiningin verði
raunveruleg og stofnuninni sköpuð ytri
umgjörð sem getur stutt við öflugt
og fjölbreytt starf eins og fólk væntir
sér af embættinu og lög um það gera
ráð fyrir," segir Geir Gunnlaugsson
landlæknir, nýfluttur með sitt fólk í
Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg.
Er
framundan?
Alhliða skipulagning ráðstefna og funda
Engjateigur 5 1105 Reykjavík ] 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is
conqress
“^REYKJAVÍK
492 LÆKNAblaðið 2011/97