Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 19
Y F I R L I T Mynd 3. Ómskoðun aflúí Morisons í hægri síðu. vökvasöfnunar af öðrum orsökum. Lágmarksmagn af fríum vökva í kvið sem hægt er að greina með ómskoðun er á bilinu 400 til 1000 ml.18 Vökvi í kviðarholi safnast yfirleitt á þá staði sem neðst liggja, nema blóð sem er farið að storkna. Einfaldast er venjulega að sjá frían vökva í kviðarholi með því að skima í hít Morisons Mynd 4. Vökvasöfnun við milta og vinstra nýra. sem er milli lifrar og nýra. Sýn á þetta svæði fæst með því að beina ómhausnum í hægri síðu um það bil yfir 8. til 11. rifi (mynd 1). Merkið á ómhausnum er látið snúa í átt að höfði eða snúið yfir til hægri hliðar sjúklings. Mögulega þarf að snúa ómhausnum þannig að sýn fáist milli rifja. Venjulega liggur lifur þétt að nýranu en hjá feitum einstaklingum er ekki óalgengt að sjá ómþétta rönd á þessu svæði. Vökvasöfnun í kviðarholi, hvort sem það er blóð eða skinuholsvökvi (ascites), kemur fram sem dökk ómsnauð rönd milli lifrar og nýra (mynd 3). Þriðji staðurinn þar sem skimað er fyrir áverkum er við milta og vinstra nýra. Ómhausnum er þá beint ofarlega og aftarlega í vinstri síðu, aftur þannig að merki hans vísi í átt að höfði eða yfir til hægri hliðar sjúklings (mynd 1). Heldur erfiðara er að ná góðri sýn á þetta svæði þar sem loft í ristli truflar oft sýn, auk þess sem miltað er minni gluggi til þess að óma í gegnum en lifrin er hægra megin. Blóð eða annar frír vökvi liggur á þessu svæði frekar í kringum miltað en getur einnig verið milli milta og nýra (mynd 4). Frír vökvi í kviðarholi rennur síður upp í vinstri efri fjórðung og safnast því yfirleitt frekar yfir til hægri hliðar. Þegar ómað er í hægri og vinstri flanka til að leita að blæðingu fæst aukið næmi með því að lækka undir höfðalagi sjúklings þannig að vökvi flæði í ofanverðan kvið. Ómskoðun greinir ekki Mynd 5. Vökvasöfnun í brjósthol. Mynd 6. Vökvasöfnun í mjaðmagrind. LÆKNAblaðið 2011/97 471
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.