Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 33
Y F I R L I T Nú tíðkast að setja nákvæm p-gildi, ekki einungis að gildi sé marktækt með p-gildi <0,05 eða ómarktækt. Við mælum með að fengnar séu ráðleggingar hjá tölfræðingi eða faraldsfræðingi þegar rannsókn er skipulögð, til að yfirfara aðferðafræði, meta tölfræðilegan styrk rannsóknar og ganga úr skugga um að töl- fræðigreining endurspegli rannsóknaraðferð nægilega vel. Umræða Æskilegt er að hefja umræðukaflann á því að taka saman helstu niðurstöður rannsóknar og bera saman við fyrri vísindalega þekkingu eins og hún birtist í ritrýndum fræðigreinum. Hverjar eru niðurstöðurnar og hvað hafa aðrir rannsakendur fundið? Hvaða þýðingu hafa niðurstöðurnar? Greina þarf frá því hvað rannsóknin hefur lagt til þekkingar á viðfangsefninu og hvort hún hafi aukið skilning vísindasamfélagsins á því. Niðurstöður geta gefið tilefni til þess að setja fram nýja tilgátu. Gott er að vera jafnan gagnrýninn á eigin rannsókn og benda á augljósa galla fremur en að láta ritrýna eina um slíkar uppgötvanir. Einnig getur verið viðeigandi að horfa fram á veginn og tilgreina rannsóknir sem æskilegt er að gera í framtíðinni. Þá er rétt að vera markviss og enda ekki greinina á almennri yfirlýsingu um að efnið þurfi að rannsaka betur í framtíðinni. Að lokum er gott að setja sig í spor ritrýnis og lesa handritið með augum hans, sérstaklega umræðuhlutann, sem jafnan er erfiðast að semja. Eru þá hafðar til hliðsjónar leiðbeiningar tímaritsins sem senda á handritið til. Heimildir Nauðsynlegt er að kynna sér til hlítar allar greinar sem vitnað er til, ekki einungis titil eða ágrip. Mikilvægt er að vanda valið á þeim greinum sem vitnað er til og taka mið af því hvort þær skipti miklu máli fyrir greinina, hversu mikið er vitnað til þeirra og í hvaða tímaritum þær hafa birst. Einnig er mikilvægt að geta heimilda þar sem komist er að annarri niðurstöðu svo fremi sem þær uppfylla fyrrnefnd skilyrði. Setja skal upp heimildir nákvæmlega eftir þeim fyrirmælum sem viðkomandi tímarit óskar eftir. Til að fækka innsláttarvillum er hentugt að nota forrit eins og ritvilluvörnina Púka og Endnote til að halda utan um heimildir. Yfirferð Þegar fyrsta uppkast liggur fyrir er rétt að láta meðhöfunda lesa það yfir. Gott er að láta ritvinnsluforrit rekja breytingar sem meðhöfundar gera. Við mælum með því að dagsetja hverja útgáfu handritsins til að ekki fari á milli mála hver þeirra er nýjust. Fyrsti höfundur gegnir lykilhlutverki í ritunarferlinu, þótt annar höfundur, oft sá síðasti, komi oft að því með beinum hætti og sé iðulega með eins konar ritstjóraábyrgð í krafti þekkingar sinnar, reynslu og ábyrgðar á rannsókninni. Það er í höndum fyrsta höfundar að leggja lokahönd á handrit og gæta þess að nýjasta útgáfa sé send til tímaritsins. Það getur verið gott að biðja fólk á sömu deild eða vini og lærifeður að lesa handritið yfir. Einnig getur verið gott að leggja grein til hliðar í tvær til þrjár vikur. Eftir stutt hlé er oft auðveldara að greina ýmsa ágalla og bæta framsetningu. Fátt ergir ritrýna og ritstjóra meira en illa frágengnar greinar sem fylgja ekki leiðbeiningum tímaritanna. Lokaorð Ofangreindar leiðbeiningar eru hvorki tæmandi né ófrávíkjan- legar.' Lestur fræðigreina er góð leið til að kynnast meginreglum slíkra skrifa og iðulega geta höfundar fundið grein um svipað efni sem hafa má til hliðsjónar við skrifin. Ritun fræðigreina krefst áhuga, úthalds og aga og bera þarf virðingu fyrir þeirri miklu vinnu sem hún útheimtir. Það er til lítils að gera tímamótarannsókn ef niðurstöðurnar eru svo illa settar fram að þær skiljast ekki. Heimildir 1. Stefánsson E, Kivelá T. The ingredients of a good paper. Acta Ophthalmol 2010; 88: 619-21 2. Intemational Committee of Medical Editors: www.icmje.org 3. Sieving PC. Understanding Medline indexing. Acta Ophthalmol 2010 Dec 14. doi: 10.1111/j.l755-3768.2010.02057.x. 4. Uusitalo H, Pillunat LE, Ropo A, Phase III Study Investigators. Efficacy and safety of tafluprost 0.0015% versus latanoprost 0.005% eye drops in open-angle glaucomaand ocular hypertension: 24-month results of a randomized, double-masked phase III study. Acta Ophthalmol 2010; 88:12-9. 5. Laitinen A, Laatikainen L, Hárkánen T, Koskinen S, Reunanen A, Aromaa A. Prevalence of major eye diseases and causes of visual impairment in the adult Finnish population: a nationwide population-based survey. Acta Ophthalmol 2010; 88:463-71. 6. Stefánsson E, Stefánsson G, Sigurðsson ST, Briem E. Decimals in data values. Acta Ophthalmol Scand 2006; 84:449-50. LÆKNAblaðið 2011/97 485 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.