Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 31
Y F I R L I T Leiðbeiningar um ritun fræðigreina Anna Bryndís Einarsdóttir’ læknir, Rúnar Helgi Vignisson2bókmenntafræðingur, Einar Stefánsson' 2 læknir JLandspítala, 2Háskóla islands Ritun fræðigreina krefst æfingar og þrautseigju. Áhugi og þekking á viðfangsefninu og aðferðafræði vísinda auðvelda ferlið. Gildi vísindalegrar fræðigreinar ræðst þó fyrst og fremst af innihaldi hennar, niðurstöðunum og hvernig þær eru túlkaðar. Um leið skiptir upp- bygging og framsetning miklu máli til þess að efniviðurinn komist vel til skila. Það er ekki til nein fullkomin uppskrift að vísindagrein en benda má á ýmis atriði sem geta hjálpað við greinaskrif. Við vonum að ábendingar okkar nýtist höfundum, ekki síst yngri höfundum sem eru að stíga sín fyrstu skref í ritun vísindagreina.1 Heimasíða International Committee of Medical Editors (www.icmje.org) veitir nákvæmar leiðbeiningar um ritun vísindagreina og er í stöðugri endurskoðun. Höfundar vísindalegs efnis ættu að nýta sér þessa heimasíðu.2 I álitamálum er þó betra að hafa fleiri nöfn en færri á höfundalista. Síðasti höfundur er gjarnan leiðtogi rannsókna- hópsins. Hann á að vera virkur í hugmyndavinnu, undirbúningi og fjármögnun rannsóknarinnar og er oft yfirmaður á rannsóknarstofunni eða í vísindahópnum. Sums staðar tíðkast enn sú úrelta hefð að yfirmaður deildar eða stofnunar sé síðasti höfundur án tillits til beins vísindalegs framlags hans/hennar til grein- arinnar. Þeir sem hafa ekki lagt sitt af mörkum til rannsóknarinnar eiga ekki að vera meðhöfundar. í sumum tilvikum getur það jafnvel verið vandræðalegt að yfirmenn deildar eða stofnunar séu meðhöfundar greinar sem er alls ekki á þeirra sérsviði. Lykilorð Fyrirspurnir: Einar Stefánsson, augndeild Landspítala, 101 Reykjavík einarste@landspitali.is Titill Titill getur ráðið því hvort greinin verði lesin. Góður titill á helst að lýsa vel innihaldi greinar. Til dæmis er titill á borð við „Reglubundin líkamsrækt lækkar blóðþrýsting hjá miðaldra körlum" meira lýsandi en „Blóðþrýstingur og líkamsrækt" eða „Lækkar líkams- rækt blóðþrýsting?", að því gefnu að niðurstöður stað- festi fullyrðinguna. Þá er titillinn „Afdrif sjúklinga með brátt síðuheilkenni á bráðamóttöku" skýrari en „Brátt síðuheilkenni á Landspítala". Tímarit og ritstjórar hafa mismunandi skoðun á titlum. Við ráðleggjum ykkur því að skoða nokkrar greinar í því tímariti sem þið óskið eftir birtingu í áður en þið sendið greinina inn. Val á lykilorðum greinar er afar mikilvægt. Lykilorð á ensku eru notuð af ieitarvélum alþjóðlegra gagna- grunna á borð við PubMed til að vísa á greinar.3 Vel valin lykilorð á ensku ráða því miklu um það hvort lesendur geti nálgast greinina. Lykilorð á íslensku eru ekki notuð í erlendum gagnagrunnum og eru orðin óþörf eftir að leitarvélar urðu öflugri við leit að atriðisorðum. Leitarvélar leita í titlum og útdráttum og er því best að lykilorðin séu ekki þau sömu og finna má í titli eða útdrætti greinar. Slík lykilorð auka líkur á að tilvonandi lesandi og leitarvél finni greinina. Þakkir og athugasemdir Barst: 19. janúar 2011,- samþykkt til birtingar: 6. júní 2011. Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Höfundar Æskilegt er að skýrt sé frá upphafi hver sé fyrsti höfundur að fræðigrein og hverjir meðhöfundar. Fyrsti höfundur gerir uppkast að greininni og er að jafnaði sá sem lagt hefur mesta vinnu í rannsóknina. Meðhöfundar ættu allir að hafa lagt sitt af mörkum til vísindalegs innihalds greinarinnar. Sumir koma að fræðilegum undirbúningi, svo sem hönnun á klínískri rannsókn eða því að ákveða meginmarkmið rannsóknarinnar. Aðrir hjálpa til við að safna sjúklingum, sjúkraskrám, gera tilraunir, vinna úr gögnum eða við að skrifa greinina. Ekki nægir að hafa eingöngu átt þátt í söfnun upplýsinga til að geta gert kröfu um að vera á höfundalista greinar. Sama á við um framkvæmd skurðaðgerða, mælinga eða umsjón með tilraunadýrum. Tilgreindir eru þeir sem aðstoðuðu við rannsóknina eða úrvinnslu en uppfylltu ekki skilyrði til að geta talist meðhöfundar. Þarna má einnig tilgreina fyrirlestur um sama efni á vísindaþingum. Gera skal grein fyrir hugsanlegum hagsmunaárekstrum, svo sem að rannsóknin eða höfundar hafi hafi fengið styrk frá framleiðanda vöru eða tækis sem voru notuð við rannsóknina. Einnig ef höfundur hefur hagsmuna að gæta varðandi lyf eða tæki sem getið er í greininni. Sum tímarit óska eftir því að slíkar upplýsingar birtist í greininni sjálfri og því er mikilvægt að kynna sér skilmála hvers tímarits. LÆKNAblaðið 2011/97 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.