Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 17
Y F I R L I T
Áverkaómun
Hjalti Már Björnsson' læknir, Hilmar Kjartansson1 læknir
ÁGRIP
Á síðustu árum hefur ómskoðun verið æ meira notuð við bráðalækningar. Tilkoma ódýrra og handhægra ómtækja hefur gert læknum kleift að afla mun
nákvæmari upplýsinga um ástand slasaðra og bráðveikra en fæst með hefðbundinni líkamsskoðun eingöngu. Hér er fjallað um staðlaða bráðaómskoðun
vegna áverka, hvernig hún er framkvæmd og nákvæmni ýmissa þátta skoðunarinnar. Kynntir verða aðrir þættir sem hægt er að bæta við hina stöðluðu
áverkaómun til frekari greiningar. Að mati höfunda er fjárfesting í tækjabúnaði og þjálfun lækna til áverkaómunar líklega hagkvæm leið til að bæta þjónustu
við slasaða á fslandi.
’Bráðadeild
Landspítala
Fyrirspurnir:
Hjalti Már Björnsson
hjaltimb@gmail.com
Guðjóni Birgissyni
skurðlækni eru færðar
þakkir fyrir yfirlestur
greinarinnar.
Barst: 19. janúar
2011, - samþykkt til
birtingar: 6. júní 2011.
Höfundar tiltaka hvorki
styrki né hagsmunatengsl.
Inngangur
Frá upphafi vega hafa læknar skoðað sjúklinga við
rúmstokk þeirra til að greina sjúkdóma. A síðustu
öld komu til sögunnar frekari ítarlegar rannsóknir
sem hægt er að gera á sjúklingum, en ákvörðunin
um hvenær og hvernig þeim er beitt er alltaf tekin
á grundvelli upplýsinga sem fást með upphaflegri
sögutöku og skoðun. Líkamsskoðun getur því miður
verið frekar ónákvæm, þrátt fyrir að hún sé byggð
á reynslu fjölmargra kynslóða, enda takmörkum háð
hversu mikilla upplýsinga verður aflað með því einu
að horfa, hlusta og þreifa.
Á síðustu árum hefur ör þróun ómskoðunartækja
gert læknum mögulegt að nota einföld ómtæki til að
afla mun meiri upplýsinga um ástand sjúklinga en hægt
er með hefðbundinni líkamsskoðun. Til aðgreiningar
frá hefðbundnum ómskoðunum hefur verið talað um
„point of care ultrasound" eða „bedside ultrasound".
Einnig hefur þróast undirsérgrein innan bráðalækninga
varðandi notkun ómskoðunar sem nefnd hefur verið
bráðaómun (Emergency Ultmsound). Er heitið bráðaómun
notað sem samheiti yfir þessa tegund ómskoðunar hér
á eftir.
Nákvæmni bráðaómunar er yfirleitt minni en form-
legra myndgreiningarrannsókna. Ólíkt annarri mynd-
greiningu er bráðaómun yfirleitt hugsuð sem fram-
lenging á líkamsskoðun en ekki ætlað að veita endanlega
greiningu. Þegar meta skal gagnsemi af bráðaómunum
þarf því frekar að bera nákvæmni bráðaómunar saman
við hefðbundna líkamsskoðun, en ekki nákvæmni
ómskoðunar í höndum röntgen- eða hjartalæknis með
fullkomið ómtæki við bestu aðstæður. Gott dæmi um
þetta er rannsókn þar sem læknanemar sem fengið
höfðu stutt námskeið í hjartaómskoðunum reyndust
umtalsvert nákvæmari við mat á hjartasjúklingum
en reyndir hjartalæknar sem notuðust eingöngu við
hefðbundna líkamsskoðun og hlustunarpípu.1 Svipaðar
niðurstöður hafa fengist í rannsóknum þar sem
hefðbundin líkamsskoðun gefur mun óáreiðanlegri
upplýsingar en ómskoðun við mat á blæðingu í
kviðar- eða brjósthol, loftbrjóst, segamyndim í djúpum
bláæðum, gallblöðrubólgu og ósæðargúl til að nefna
nokkur dæmi.2- 3-6
Bráðaómun er venjulega notuð til að svara
ákveðnum einföldum spurningum, svo sem hvort
einstaklingur sé með ósæðargúl, gallsteina, loftbrjóst
eða vatnsnýra. Til dæmis má nefna að með bráðaóm-
skoðun af hjarta er venjulega eingöngu metið hvort
vökvi sé í gollurshúsi og hvort samdráttargeta hjartans
sé eðlileg, skert eða mjög léleg. Við endurlífgun
gagnast enn einfaldari bráðaómskoðun til að vita
hvort rafvirkni fylgi einhver samdráttur í hjartanu.
Þó þetta séu einfaldar upplýsingar geta þær verið
mjög dýrmætar við bráðar aðstæður. Nánari greining
á hjartavöðva, hjartalokum og starfsemi hjartans
er látin hjartalæknum eftir. Ef þörf er á og tími
vinnst til er venjulega gert ráð fyrir nákvæmari
myndgreiningarrannsókn til staðfestingar á því sem
finnst við bráðaómskoðun og nánara mati.
í mörgum læknaskólum er farið að kenna notkun
ómskoðunar við líkamsmat og hafa bráðalæknar
víða verið í fararbroddi þeirrar þróunar.7'9 Hefur
jafnvel nokkurra klukkustunda kennsla reynst skila
gagnlegri þekkingu læknanema og verið mjög vinsæl
meðal þeirra.10 Innan bráðalækninga hefur kennsla í
bráðaómskoðunum verið fastur hluti þjálfunar náms-
lækna síðan fyrstu leiðbeiningarnar um ómskoðanir
voru gefnar út árið 2001 í Bandaríkjunum, en þær
voru uppfærðar árið 2008.11 Þar er nú gert ráð fyrir að
bráðalæknar hafi þjálfun í alla vega sjö mismunandi
ómskoðunum og hafi að lágmarki skilað ekki færri en
175 rannsóknum undir eftirliti reyndari lækna, þótt
flestir námslæknar framkvæmi mun fleiri ómskoðanir
LÆKNAblaðið 2011/97 469