Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 41
UMFJOLLUN O G GREINAR Til Svíþjóðar að vinna í sumarleyfinu „Ef þú hefðir spurt mig þessarar spurningar fyrir fimm árum hefði svarið verið afdráttarlaust nei", segir Björgvin Á. Bjamason heimilislæknir, en hann hyggst ásamt konu sinni, Kristjönu S. Kjartansdóttur yfirlækni á Heilsugæslunni í Reykjavík, nýta sumarfríið til afleysinga á heilsugæslustöð í Svíþjóð. „Við erum ekki að þessu vegna þess að okkur vanti peninga," segir Björgvin en þau hjónin eru rúmlega sextug, hafa starfað við heimilislækningar í rúm 30 ár og ættu samkvæmt því að hafa meiri áhuga á njóta sumarleyfisins á annan hátt. „Ég er einn af 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu en okkur var sagt upp vorið 2010 þegar samningi ríkisins við okkur var rift. Viðmótið sem maður mætti hjá þáverandi heilbrigðisráðherra, Álfheiði Ingadóttur, var þannig að maður spurði sig hreinlega hvort maður vildi vinna áfram við þessar aðstæður. Þá var látið að því liggja að við ynnum ekki fyrir kaupinu okkar, við gætum tekið á móti mun fleiri sjúklingum en við gerðum, en þó tók steininn úr þegar einn embættismanna ráðuneytisins sagði á fundi með heilbrigðisnefnd Alþingis að við sjálfstæðu heimilislæknarnir fengjum svo ríflegan rekstrarstyrk frá ríkinu og gaf í skyn að við greiddum stóran hluta af því í eigin vasa sem laun." Það er þungt í Björgvini eftir þessi samskipti og hann bendir ennfremur á óraunsæi heilbrigðisyfirvalda að gera kröfur um aukna hagræðingu við rekstur læknastofanna á sama tíma og allur kostnaður hækkaði í kjölfar efnahagshrunsins. „Það er nú ekki mikið svigrúm til hagræðingar þegar maður er einn á stofu. Það kostar sitt að leigja læknastofu í læknamiðstöð eins og Domus Medica þar sem ég hef verið, en það þarf ekki að hafa mörg orð um kosti þess fyrir lækninn og sjúklinginn að vera með slíka aðstöðu. Ég hef spurt hvort hugmyndin sé að ég opni stofu í bílskúrnum mínum." Áhugi heimilislækna fyrir því að starfa sjálfstætt kom greinilega í ljós þegar auglýstar voru tvær stöður sjálfstætt starfandi heimilislækna í sumar og fimm sóttu um. Þetta gerist á sama tíma og heilsugæslan auglýsir árangurslaust eftir heimilislæknum en skortur á heimilislæknum innan heilsugæslunnar er nú þegar orðinn tilfinnanlegur. „Það á einungis eftir að versna þar sem í dag eru 34 heimilislæknar á höfuðborgarsvæðinu sem verða sjötugir á næstu tíu árum. Það vantar verulega mikið upp á að sá hópur nái að endumýjast með ungum læknum. Yfirvöld verða að grípa nú þegar til ráðstafana ef heilsugæslan á ekki kikna undan auknu álagi vegna fækkunar lækna á næstu árum." Björgvin segir að ákvörðunin um að hverfa um hríð til starfa í Svíþjóð sé að hluta til að kanna hver staðan sé. „Við fengum mjög sterk viðbrögð þegar við sendum fyrirspurn til ráðningarskrifstofu lækna í Svíþjóð og þarna vilja allir allt fyrir okkur gera. Starfið er mikils metið og komið fram við mann af virðingu. I desember stendur til að gera nýjan samning við okkur sjálfstætt starfandi heimilislæknana. Það er ekki verra að hafa samanburðinn við Svíþjóð þegar að því kemur," segir Björgvin Á. Bjamason sem er á förum til Svíþjóðar á fomar slóðir þar sem hann og Kristjana stunduðu framhaldsnám í heimilislækningum á sínum tíma. „Það var mjög gott að búa í Svíþjóð þá og áhugavert að vita hvernig það er í dag." LÆKNAblaðið 2011/97 493 Mynd: Inger Helene Bóasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.