Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 27
SJUKRATILFELLI OG YFIRLIT Tafla II. Niðurstöður blóðrannsókna við greiningu á beinkröm og eftir Stoss-meðferð. Blóðprufa Tilvísun Beinkröm greinist við 27 mánaða aldur Fjórum vikum eftir greiningu Níu dögum eftir Stoss- meðferð Þremur vikum eftir Stoss-meðferð Hvítblóðkorn, X10E9/L 4,5-11,5 10,0 16,2 Blóðrauði (hemoglobin), g/L 107-133 113 122 Blóðkornaskil (hematocrit), L/L 0,32-0,40 0,36 0,38 Blóðflögur, X10E9/L 150-400 424 669 Meðalfrumurými (MCV), fL 73-88 83 81 Kalkkirtlahormón (parathyroid hormone), ng/L 15,0-65,0 522,9 239,7 74 Fosfat, mmól/L 0,85-1,50 0,89 1,18 1,33 1,85 Kalsíum, mmól/L 2,15-2,60 2,04 2,22 2,43 2,50 Magnesíum, mmól/L 0,71-0,94 0,91 Alkalískur fosfatasi, U/L 120-540 1146 802 662 25-OH-D vítamín, nmól/L >45 <12,5 110,7 1,25-OH-D vitamín, nmól/L >45 61 Járn, pmól/L 9-34 8 Járnbindigeta, pmól/L 49-83 61 Ferritín, pg/L 7-60 54 B12, pmól/L 210-800 242 Transglútamínasi IgA, U/ml <5 <3 Glúten IgG, g/L <105 125 Glúten IgA, g/L <7 <2 Endomycial IgA neikvætt neikvætt D-vítamínskortur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, eins og beinkröm hjá börnum og beinmeyru hjá fullorðnum.5 Algengi beinkramar á íslandi hefur ekki verið rannsakað sérstaklega en allmörg tilfelli beinkramar hafa þó greinst hér á landi á undanförnum árum. Erlendar rannsóknir sýna að sjúkdómurinn er vaxandi vandamál um allan heim en hann var áður talinn sjaldgæfur og hverfandi.1-6 D-vítamín er forhormón sem getur myndast í húð eða er tekið upp í þörmum. Þegar 7-dehýdrókólesteról í húð kemst í snertingu við útfjólubláa B-geisla (með bylgjulengd 290- 320 nanómetrar) myndast D3-forvítamín sem síðar verður D3- vítamín (cholecalciferol) fyrir tilstuðlan sjálfkrafa handhverfingar (spontaneous isomerization) í húðinni. D-vítamín sem frásogast frá þörmum er á tveimur formum, D2-vítamín (ergocarciferol) sem fæst úr plöntum þar sem það er nýmyndað og D3-vítamín sem fæst úr húð spendýra þar sem það myndast líkt og hjá mönnum. D3-vítamín er allt að þrisvar sinnum virkara en D,-vítamín.2' 7 í lifur er báðum D-vítamín-forverunum breytt í 25-hýdroxí- D-vítamín og í nýrum myndast virka formið 1,25-díhýdroxí-D- vítamín. Virka formið stjómar kalkbúskap í líkamanum með því að auka framleiðslu á kalkbindipróteini í smáþörmum og tekur þátt í að viðhalda eðlilegum styrk kalsíums og fosfats í blóði og utanfrumuvökva. D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir eðlilegan beinvöxt en auk þess hefur D-vítamínskortur verið tengdur við aukna sýkingatilhneigingu og við ýmsa sjálfsónæmissjúkdóma eins og iktsýki, sykursýki og sum krabbamein.1’8 D-vítamínskortur skiptist í þrjú stig eftir alvarleika. Á stigi eitt er 25-hýdroxí-D-vítamín lækkað, sem veldur lækkun á kalsíum í sermi, en 1,25-díhýdroxí-D-vítamín er hins vegar aukið eða óbreytt vegna afleiddrar kalkvakaofseytingar. Á stigi tvö er enn meiri lækkun á 25-hýdroxí-D-vítamíni og kalkkirtlahormónin halda áfram að reyna að halda uppi kalsíummagni með ofseytingu. Fosfat er lágt og það er væg hækkun í alkalískum fosfatasa. Á þriðja stigi er kominn alvarlegur skortur á 25-hýdroxí-D-vítamíni með lækkuðu kalsíum- og fosfatmagni í sermi og aukningu á alkalískum fosfatasa. Á þessu stigi eru komin fram einkenni beinniðurbrots sem sjást á röntgenmynd. Vegna legu íslands myndast D-vítamín ekki í húð yfir háveturinn.9 Fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín en þó má nefna feitan fisk, sem inniheldur mikið af D3-vítamíni, og einnig innihalda eggjarauður eitthvað af því. Hérlendis er ekki algengt 0123456789 10 11 12 13 mánada aldur Mynd 3. D-vítamínnei/sla stúlkunnar miðað við rúðlagðan dagsskammt,frá fæðingu til 13 mánaða aldurs þegar hún fór að fá eina teskeið afþorskalýsi á dag (RDS). LÆKNAblaðið 2011/97 479
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.