Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2011, Side 45

Læknablaðið - 15.09.2011, Side 45
FRA SIÐANEFND Að beiðni Skúla Bjamasonar læknis á Bráðadeild LSH vottast: Ég undirritaður leitaði FSN 11.02.2011 vegna brots á olnboga. Læknirinn þar, Magnús Kolbeinsson, vildi ekki viðurkenna að um brot væri að ræða og sagði orðrétt: Skúli Bjarnason er bara heimilislæknir og fyllibytta úr Borgamesi og hefur ekki hundsvit á beinbrotum Reykjavík 19.04.2011 A " Siðanefnd sendi Magnúsi Kolbeinssyni svofelldan tölvupóst hinn 4. maí sl. Á fundi Siðanefndar þann 3. maí sl. var lögð fram skrifleg yfirlýsing A sem fylgir í ljósriti. Siðanefnd hafði á fundi sínum símasamband við A, áminnti hann um að það gæti haft afleiðingar fyrir hann eða aðra ef hann skýrði ekki satt og rétt frá. í símtalinu staðfesti A, og hafði orðrétt eftir þau ummæli sem hann hafði eftir þér. Þetta tilkynnist þér hér með og er þér gefinn kostur á að koma með athugasemdir við nefndina fyrir 18. maí nk. Magnús svaraði með tölvubréfi 4. maí sl. þar sem segir: Ég sagði þetta ekki. Hér standa orð á móti orðum. Sönnunarbyrðin er því SB og LÍ. Addendum. í viðbót sagði ég, að ég sæi ekki brot (né heldur 3 aðrir læknar). Hvort um brot væri að ræða skipti ekki máli (vegna fastrar odisloceraðrar línu), enda spelkan tekin þegar hann kom í endur eða endur-endurkomu á LSH. Með tölvupósti frá 9. maí sl. var Magnúsi gefinn kostur á að koma að frekari athugasemdum. I tölvupósti frá honum til ritara Siðanefndar sama dag segir: Eins og ég benti þér á í símtali okkar í morgun eru engin vitni að samtali mínu við A. Ég sagði nánast orðrétt, það sem fram kom í bréfi mínu í apríl, fyrir utan að sérfræðingurinn í geislagreiningu var (B) (föðumafn leiðrétt). Bið ykkur velvirðingar á þeirri rangfærslu) . 1 sjúkragögnum um A (sem ég hafði séð við fyrri innlagnir hans og þar með læknabréf frá öðmm stöðum) kemur fram að hann eigi einhver mál óútkljáð við heilbrigðiskerfið (allt gamalt og mér óviðkomandi) sem hann sé mjög ósáttur við og hefur leitað til Lögmenn Árbæ vegna þess. Hann var lengi á Reykjalundi fyrir c.a. ári síðan í meðferð hjá læknum, sjúkraþjálfara, félagsfræðingi og sálfræðingi. Útskrifaðist með greininguna [...] Skúli var mjög bráður er hann hringdi í mig og skellti á mig þegar ég bauð honum að ræða málin frekar. Samkvæmt ofanskráðu finnst mér auðvelt að sjá hvemig þessi rangtúlkun-miskilningur (líklegast óviljandi) hafi átt sér stað. Ég sé engan agnúa á því að þú fjallir um upplýsingar úr okkar símtali við siðanefnd. Ég harma þennan miskilning og að A sé dreginn inn í þessa hringiðu sem Skúli virðist vilja að þetta verði. Flestir lenda í því, af og til, að orð þeirra séu mistúlkuð og finnst mér miður að hafa ekki valið önnur örð eins og t.d. hartnær þrjátíu ár. Mun enn halda áfram að vanda orðaval mitt, sem allir ættu líka að gera. NIÐURSTAÐA I samtali Siðanefndar í síma við A hinn 3. maí sl. kom fram að er hann leitaði til sjúkrahússins á Neskaupstað FSN hinn 12 febrúar sl. og Magnús Kolbeinsson viðhafði ummæli þau er hér að framan greinir hafi röntgentæknir verið viðstaddur auk þeirra tveggja, Magnúsar og A. Að tilhlutan nefndarinnar hafði ritari símasamband við röntgentækni þennan. Hún kvaðst kannast við að A hafi leitað til sjúkrahússins en heyrði ekki orðaskipti Magnúsar og A í umrætt sinn. Þegar til þess er litið að Magnús Kolbeinsson neitar eindregið að hafa viðhaft framangreind ummæli og hér stendur orð gegn orði þykir ekki sýnt fram á með óyggjandi hætti að svo hafi verið. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að af gögnum þeim sem fyrir liggja og stafa frá Magnúsi sjálfum má ráða að sjúklingur hafi leitað til læknisins Magnúsar Kolbeinssonar á FSN hinn 12. febrúar 2011 til þess að láta fjarlægja umbúðir (spelku) sem settar höfðu verið á hann á Bráðamóttöku LSH. Við það tækifæri kveðst Magnús hafa „sagt við hann að (B), orthopedinn á FSA hefði unnið í sérgreinum sínum (með námstíma) í FULLA 2 áratugi, en Skúli hefði í FULLA 3 áratugi unnið í Borgarnesi sem heilsugæslulæknir, að hann væri ekki orthoped né rtg læknir og því treysti ég betur orthoped frá FSA (símhringing) og staðfestum úrlestri (B).“ Virðist sem læknirinn hafi beinlínis verið að þrátta um það við sjúkling hvorir hefðu rétt fyrir sér um greiningu á meiðslum sjúklings, læknar á LSH í Fossvogi sem höfðu meðhöndlað sjúklinginn eða læknar þeir sem áður höfðu komið að greiningunni og meðferðinni á Neskaupsstað. Þessi umfjöllun læknisins var sérlega óviðeigandi og með öllu nauðsynjalaus. Siðanefnd telur að þessi hegðun og ummæli læknisins, sem hann upplýsir sjálfur um, feli í sér brot á 22. gr. siðareglna lækna (Codex ethicus) en hún hljóðar svo: Læknar skulu hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu. Skulu læknar sýna þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum sjúklinga. Læknir skal aðstoða lækni sem á við vanda að stríða og leiðbeina honum. Lækni er skylt að auðsýna öðrum læknum drengskap og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum, í ræðu og riti og hann skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna. LÆKNAblaðið 2011/97 497

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.