Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 42
UMFJÖLLUN O G GREINAR Tóbaksvarnarþing 2011 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Tóbaksvamarþing verður haldið á vegum Læknafélags fslands þann 30. september næstkomandi að Hlíðarsmára 8, Kópavogi, kl. 13:10. Tóbaksnotkun leggur að velli á milli 300 og 400 íslendinga ár hvert. Enn fleiri veikjast og hljóta örkuml vegna tóbaksnotkunar. Um er að ræða faraldur sem læknar og aðrir sem láta sig heilbrigði varða vilja stöðva. Af þessum sökum hélt Læknafélag fslands fyrsta Tóbaksvarnarþingið haustið 2009. Þar kom saman fjöldi manns og var unnið að ályktunum um aðgerðir í tóbaksvarnarmálum á íslandi. Afrakstur vinnu þeirrar sem unnin var á þinginu hefur nú tekið á sig form þingsályktunartillögu sem lögð var fram á Alþingi síðastliðið vor og þingmenn frá öllum þingflokkum komu að. Þingsályktunartillagan vakti heimsathygli. Þar kemur fram að stefnt sé að því að tóbak verði tekið úr almennri sölu hér á landi. í tillögunni er lagt til að tóbaksreykur verði skilgreindur sem krabbameinsvaldandi efni, enda löngu sannað að svo er. Einnig að tóbak verði flokkað sem fíkniefni, en þekkt er að nikótín er eitt mest vanabindandi efni sem til er. Tilgangur þeirra tillagna sem koma fram í þingsályktunartillögunni er skýr, að minnka nýliðun tóbaksnot- enda og hlífa fólki þannig við reyk- ingatengdum sjúkdómum og spara þjóðfélaginu umtalsverðar fjárhæðir, en hagfræðingar hafa reiknað út að reykingar einar kosti ísland um 30 milljarða ár hvert. Á Tóbaksvamarþing 2011 verður boðið fjölda fólks sem lætur sig málið varða, heilbrigðisstarfsfólki, stjórnmálamönnum, forsvarsmönnum stéttarfélaga og allra sem vinna með börnum og ungu fólki, kennurum og þjálfurum hjá íþróttafélögum. Þings- ályktunartillagan verður skoðuð og rædd, farið verður yfir hagfræði tóbaksnotkunar, stöðuna í tóbaks- varnarmálum erlendis og fleira. Vonast er til að erlendir fyrirlesarar sjái sér fært að koma, en einnig verða fengnir til leiks færustu sérfræðingar landsins á þessu sviði. í undirbúningsnefnd Tóbaksvamar- þings 2011 eru Ágúst Örn Sverrisson, hjartalæknir, Kristján G. Guðmundsson, heimilislæknir, Sigríður Ólína Haralds- dóttir, lungnalæknir, Valgerður Rúnars- dóttir, fíknlæknir og Þórarinn Guðnason, hjartalæknir. MediCarrera Atvinnutækifæri fyrir sérhæfða lækna og hjúkrunarfræðinga í Svíþjóð og Noregi Laus störf innan geðlækninga, barna og unglinga- geðlækninga, lyflækninga, skurðlækninga og heimilislækninga ásamt innan annarra sérgreina Með markvissu tungumálanámskeiði Við bjóðum: ■ Varanlega samninga við almenningssjúkrahús eða heilsugæslu ■ Möguleika á aó sameina starf og rannsóknir eða sérhæfingu ■ Hjálp við að finna húsnæði, skóla og leikskóla ■ Aðstoð við tilfærslu og flutningskostnað ■ Markvisst tungumálanámskeið áður en starf hefst Fyrir frekari upplýsingar: Vinsamlega sendið CV til info@medicarrera.com eða hafið samband með frekari spurningar í tölvupósti eða síma +34 933 173 715. www.medicarrera.com MediCarrera sl, Balmes 191 - 6° la, 08006 Barcelona, Spain as 494 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.