Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 39
UMFJÖLLUN O G GREINAR D-vítamín hafa tilhneigingu til að fá fleiri veirusýkingar en hinir. RSV-veiran sem ég skoðaði veldur aðeins venjulegu kvefi hjá flestum en getur valdið alvarlegum sýkingum hjá ungbörnum. Rannsóknir hafa sýnt að nýburar með lítið D-vítamín í naflastrengsblóði eru líklegri til að fá RSV-sýkingar á fyrstu mánuðum ævinnar. Hlutverk D-vítamíns í þessu samspili virðist okkur vera að draga úr bólgusvörun hjá þeim sem sýkjast af RSV og það er mikilvægur hluti af vörnum gegn veirusýkingum." Sif segir að rannsóknin hafi enn- fremur leitt í ljós að lungnaþekjufrumur sem voru útsettar fyrir sígarettureyk framleiddu minna af virka 1,25-D-víta- míninu. „Það má því draga þá ályktun að reykingar geti aukið næmi fyrir sýkingum í lungum." Sif leggur áherslu á að rannsókn hennar hafi farið fram í rannsóknarstofu og á frumum í frumurækt og því sé óvarlegt að álykta um of af niður- stöðunum gagnvart einstaklingum. „Það er þó alveg ljóst að mikilvægt er fyrir fólk að gæta að D-vítamínbirgðum líkamans og sérstaklega á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur takmarkað yfir vetrartímann. D-vítamín er vörn gegn veirusýkingum." Hér er gott að vera Sif starfar sem sérfræðingur í limgna- og gjörgæslulækningum við háskólasjúkra- húsið í Iowa City og kom þangað út fyrir 10 árum ásamt eiginmanni sínum, Birgi Jóhannssyni smitsjúkdómalækni, til framhaldsnáms. „Ég byrjaði á rann- Sif Hansdóttir lungna- og gjörgæslulæknir varði nýlega doktorsrilgerð um umbrot D-vítamíns í lungnaþekjufrumum og hvernig D-vítamín hefur áhrif á ónæmissvörun í lungum. sóknum mínum á D-vítamíni meðan ég var í sérnáminu en á síðustu tveimur árum hef ég einbeitt kröftum mínum að sjúklingum með lungnaháþrýsting. Háskólasjúkrahúsið í Iowa City er stærsta og eina háskólasjúkrahús Iowa- fylkis og þjónar samfélagi þriggja milljóna manna. Það er töluvert stærra en Landspítalinn og mjög öflugur rannsóknarspítali og hér er mjög gott að vera." Þau Sif og Birgir eiga tvær dætur, sjö og þriggja ára, og aðspurð hvort fjölskyldan sé á leið heim til íslands á næstunni, segir Sif að það sé nú ekki margt á íslandi sem dragi lækna heim í augnablikinu. „Við hjónin erum bæði með stöður í okkar sérgreinum við sjúkrahúsið í Iowa og það hefur ekkert verið í boði við okkar hæfi heima á íslandi. Ef þú hefðir spurt mig fyrir fimm árum hefði ég svarað afdráttarlaust að við værum á heimleið á næstu árum en nú er heiðarlegasta svarið að maður verður bara að sjá til. Hér erum við búin að koma okkur vel fyrir og fer mjög þægilega um okkur." LÆKNAblaðið 2011/97 491
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.