Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR D-vítamín er vörn gegn veirum - um nýja doktorsritgerð „Það hefur lengi verið vitað að D-vítamín væri mikilvægt fyrir beinheilsu og vöðvastyrk en á síðustu tíu árum hefur komið í ljós að D-vítamín gegnir margvíslegu annars konar hlutverki," segir Sif Hansdóttir sérfræðingur í lungna- og gjörgæslulækningum við háskólasjúkrahúsið í Iowa City í Bandaríkjunum. Sif varði doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla íslands í júní í sumar en titill ritgerðarinnar og rannsóknarverkefnisins er Álirif D-vítamíns og reykinga á ósérhæfða ónæmissvörun í lungum. „Líkaminn fær D-vítamín á tvennan hátt, í gegnum fæðu annars vegar og hins vegar í gegnum húðina frá sólarljósinu. D-vítamín úr fæðu eða sem myndað er í húð fer til lifrarinnar þar sem hýdróxylhóp er bætt við og 25-hýdróxyvítamín er myndað sem er eins konar geymsluform. Geymsluformið fer síðan til nýrna þar sem við bætist annar hýdróxylhópur og þá heitir það 1,25-hýdróxyvítamín D sem er hið virka form af D-vítamíni. Þetta hefur verið vitað en rannsóknin mín beindist að því vita hvort þessi umbreyting úr geymsluformi í virkt form gæti átt sér stað í lungnaþekjufrumum og þá við hvaða aðstæður," segir Sif. Ritgerð Sifjar er á ensku en í stuttri samantekt á íslensku kemur fram að faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til þess að skortur á D-vítamíni tengist aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis astma. Reykingar auka næmi fyrir sýkingum Aðalmarkmið þessa verkefnis var að skoða umbrot D-vítamíns í lungnaþekjufrumum og hvernig D-vítamín hefur áhrif á ónæmissvörun í lungum. Sérstök áhersla er lögð á áhrif D-vítamíns á viðbrögð lungnaþekjufrumna við veirusýkingum. Að auki voru skoðuð áhrif reykinga á umbrot D-vítamíns í lungnaþekjufrumum og jafnframt áhrif reykinga á sjálfsát stórátfruma í lungum. Allar tilraunir á lungnaþekjufrumum voru gerðar á „primary" frumum frá efri öndunarvegum manna. Til að kanna áhrif veira notuðum við RSV (Respiratory Syncytial Virus). Stórátfrumur voru fengnar með berkjuspeglun á sjálfboðaliðum sem reyktu eða höfðu aldrei reykt. Þessar rannsóknir sýna fram á að lungnaþekjufrumur geta umbreytt 25-hýdróxývítamíni D3 (geymsluform) í 1,25 hýdróxývítamín D3 (virkt form) og jafnframt að veirusýking leiðir til aukinnar myndunar á 1,25-Dr D-vítamín hefur áhrif á hvemig lungnaþekjufrumur bregðast við RSV-sýkingu og eykur myndun á örverudrepandi efnum en minnkar framleiðslu flakkboða og frumuboða. Enginn munur var á fjölda veira í frumuræktunum sem höfðu verið meðhöndlaðar með D-vítamíni og frumuræktunum þar sem ekkert D-vítamín var til staðar. Vægari bólgusvörun og óbreytt magn veiru gæti dregið úr einkennum og jafnvel haft áhrif á dánartíðni RSV-sýkinga og hugsanlega annarra veirusýkinga." Sif segir að D-vítamín hafi fáar aukaverkanir, sé ódýrt og auðvelt að nálgast og gæti reynst hjálplegt við meðferð veirusýkinga í öndunarfærum. „Jafnframt gefa frumniðurstöður til kynna að sígarettureykur geti minnkað myndun á 1,25-D-vítamíni í lungum. Að lokum er lýst galla á sjálfsáti í átfrumum frá reykingamönnum 490 LÆKNAblaðið 2011/97 samanborið við einstaklinga sem aldrei hafa reykt. Galli í sjálfsáti getur stuðlað að aukinni hættu á lungnasýkingum í einstaklingum sem reykja. Samantekt á niðurstöðum leiðir í ljós að rannsóknir þessar sýna að D-vítamín og reykingar hafa áhrif á ósérhæfða ónæmissvörun í lungum. D-vítamín getur eflt ónæmisvarnir og dregið úr bólgusvörun. Reykingar geta aftur á móti aukið næmi fyrir sýkingum í lungum." Staðbundin aukning mikilvæg Sif segir niðurstöður rannsóknarinnar styðja ótvírætt við fyrri tilgátur um að umbreyting D-vítamíns í virka formið geti átt sér stað víðar í líkamanum en í nýrunum. „Myndun D-vítamíns í virkt form annars staðar en í nýrunum er ennfremur talið skipta máli fyrir ónæmisvörun vegna þess að það þýðir að styrkur 1,25-D-vítamíns geti ef til vill orðið hærri í þeim vefjum þar sem sýking á sér stað en mælist í blóði. Þessi staðbundna aukning á styrknum kemur ekki fram í mælingu styrks 1.25- D-vítamíns í blóði þar sem það kemur frá nýrunum. Rannsóknir á D-vítamíni á undanförnum árum hafa leitt í ljós að margar frumutegundir utan nýrna tjá ensímið 1 -hydroxylase sem umbreytir 25-D-vítamíni í l,25D-vítamín. Mín rannsókn beindist meðal annars að því að hvort þetta ensím væri til staðar í lungnaþekjufrumum og hvort þær gætu umbreytt 25-D-vítamíni í 1.25- D-vítamín og síðan hvort það hefði áhrif á ónæmisvörun gagnvart ákveðnum sýkingum, sérstaklega veirusýkingum. Lungnaþekjufrumurnar eru mjög mikilvægar sem vörn gegn veirusýkingum og svo virðist sem einstaklingar sem mælast með lágt j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.