Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 38
UMFJÖLLUN O G GREINAR
D-vítamín er vörn gegn veirum
- um nýja doktorsritgerð
„Það hefur lengi verið vitað að
D-vítamín væri mikilvægt fyrir
beinheilsu og vöðvastyrk en á
síðustu tíu árum hefur komið í ljós
að D-vítamín gegnir margvíslegu
annars konar hlutverki," segir
Sif Hansdóttir sérfræðingur í
lungna- og gjörgæslulækningum við
háskólasjúkrahúsið í Iowa City í
Bandaríkjunum. Sif varði doktorsritgerð
sína við læknadeild Háskóla íslands
í júní í sumar en titill ritgerðarinnar
og rannsóknarverkefnisins er Álirif
D-vítamíns og reykinga á ósérhæfða
ónæmissvörun í lungum.
„Líkaminn fær D-vítamín á tvennan
hátt, í gegnum fæðu annars vegar
og hins vegar í gegnum húðina frá
sólarljósinu. D-vítamín úr fæðu eða
sem myndað er í húð fer til lifrarinnar
þar sem hýdróxylhóp er bætt við og
25-hýdróxyvítamín er myndað sem er
eins konar geymsluform. Geymsluformið
fer síðan til nýrna þar sem við bætist
annar hýdróxylhópur og þá heitir það
1,25-hýdróxyvítamín D sem er hið
virka form af D-vítamíni. Þetta hefur
verið vitað en rannsóknin mín beindist
að því vita hvort þessi umbreyting úr
geymsluformi í virkt form gæti átt sér
stað í lungnaþekjufrumum og þá við
hvaða aðstæður," segir Sif.
Ritgerð Sifjar er á ensku en í stuttri
samantekt á íslensku kemur fram að
faraldsfræðilegar rannsóknir bendi til
þess að skortur á D-vítamíni tengist
aukinni tíðni sýkinga í öndunarvegi
og bólgusjúkdóma í lungum, til dæmis
astma.
Reykingar auka næmi fyrir sýkingum
Aðalmarkmið þessa verkefnis var
að skoða umbrot D-vítamíns í
lungnaþekjufrumum og hvernig
D-vítamín hefur áhrif á ónæmissvörun
í lungum. Sérstök áhersla er lögð
á áhrif D-vítamíns á viðbrögð
lungnaþekjufrumna við veirusýkingum.
Að auki voru skoðuð áhrif reykinga á
umbrot D-vítamíns í lungnaþekjufrumum
og jafnframt áhrif reykinga á
sjálfsát stórátfruma í lungum. Allar
tilraunir á lungnaþekjufrumum voru
gerðar á „primary" frumum frá
efri öndunarvegum manna. Til að
kanna áhrif veira notuðum við RSV
(Respiratory Syncytial Virus). Stórátfrumur
voru fengnar með berkjuspeglun á
sjálfboðaliðum sem reyktu eða höfðu
aldrei reykt.
Þessar rannsóknir sýna fram á að
lungnaþekjufrumur geta umbreytt
25-hýdróxývítamíni D3 (geymsluform)
í 1,25 hýdróxývítamín D3 (virkt form)
og jafnframt að veirusýking leiðir til
aukinnar myndunar á 1,25-Dr D-vítamín
hefur áhrif á hvemig lungnaþekjufrumur
bregðast við RSV-sýkingu og eykur
myndun á örverudrepandi efnum en
minnkar framleiðslu flakkboða og
frumuboða. Enginn munur var á fjölda
veira í frumuræktunum sem höfðu
verið meðhöndlaðar með D-vítamíni
og frumuræktunum þar sem ekkert
D-vítamín var til staðar. Vægari
bólgusvörun og óbreytt magn veiru
gæti dregið úr einkennum og jafnvel
haft áhrif á dánartíðni RSV-sýkinga og
hugsanlega annarra veirusýkinga."
Sif segir að D-vítamín hafi fáar
aukaverkanir, sé ódýrt og auðvelt að
nálgast og gæti reynst hjálplegt við
meðferð veirusýkinga í öndunarfærum.
„Jafnframt gefa frumniðurstöður til
kynna að sígarettureykur geti minnkað
myndun á 1,25-D-vítamíni í lungum.
Að lokum er lýst galla á sjálfsáti
í átfrumum frá reykingamönnum
490 LÆKNAblaðið 2011/97
samanborið við einstaklinga sem aldrei
hafa reykt. Galli í sjálfsáti getur stuðlað
að aukinni hættu á lungnasýkingum í
einstaklingum sem reykja.
Samantekt á niðurstöðum leiðir í ljós
að rannsóknir þessar sýna að D-vítamín
og reykingar hafa áhrif á ósérhæfða
ónæmissvörun í lungum. D-vítamín
getur eflt ónæmisvarnir og dregið úr
bólgusvörun. Reykingar geta aftur á
móti aukið næmi fyrir sýkingum í
lungum."
Staðbundin aukning mikilvæg
Sif segir niðurstöður rannsóknarinnar
styðja ótvírætt við fyrri tilgátur um að
umbreyting D-vítamíns í virka formið
geti átt sér stað víðar í líkamanum
en í nýrunum. „Myndun D-vítamíns í
virkt form annars staðar en í nýrunum
er ennfremur talið skipta máli fyrir
ónæmisvörun vegna þess að það þýðir
að styrkur 1,25-D-vítamíns geti ef til
vill orðið hærri í þeim vefjum þar sem
sýking á sér stað en mælist í blóði.
Þessi staðbundna aukning á styrknum
kemur ekki fram í mælingu styrks
1.25- D-vítamíns í blóði þar sem það
kemur frá nýrunum. Rannsóknir á
D-vítamíni á undanförnum árum hafa
leitt í ljós að margar frumutegundir utan
nýrna tjá ensímið 1 -hydroxylase sem
umbreytir 25-D-vítamíni í l,25D-vítamín.
Mín rannsókn beindist meðal annars
að því að hvort þetta ensím væri til
staðar í lungnaþekjufrumum og hvort
þær gætu umbreytt 25-D-vítamíni í
1.25- D-vítamín og síðan hvort það
hefði áhrif á ónæmisvörun gagnvart
ákveðnum sýkingum, sérstaklega
veirusýkingum. Lungnaþekjufrumurnar
eru mjög mikilvægar sem vörn gegn
veirusýkingum og svo virðist sem
einstaklingar sem mælast með lágt
j