Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 18
Y F I R L I T
Mynd 1. Staðsetmng og stefna á ómhaus við áverkaómskoðun.
A. Undirflagbrjóski, stefnt á vinstri öxl og merki á ómhaus beint til hægri.
B. Hægri síða, merki á ómhaus í átt að höfði.
C. Vinstri síða, merki á ómhaus í átt að höfði.
D. Yfir lífbeini, merki á ómhaus í átt að höfði eða til hægri.
E. Framanverður brjóstkassi beggja vegna, í línu á við miðju viðbeins, merki á
ómhaus í átt að höfði.
Gen THI • _ Crd
P21
Lifur
Vökvi í gollurshúsi ‘ Ml
— 0.8
TIS
0 7
Hæ slegill * 108
Vi slegill
21
Mynd 2. Vökvasöfnun ígoUurshúsi.
en nákvæmni áverkaómunar virðist hins vegar lítið aukast eftir
fyrstu 10 ómanirnar.15'17
Eins og við allar ómskoðanir er mikilvægt að nota nægilega
mikið hlaup til að hljóðbylgjur berist greiðlega inn í líkamann
og endurvarpið til baka inn í ómhausinn. Einnig fæst betri sýn
með því að dimma Ijósin í rýminu þar sem skoðað er. Best er
að nota breiðan og kúptan ómhaus af lágri tíðni (2 til 4 MHz)
til þess að ná nægilegri dýpt. Ómtækið er sett á stillingu til
kviðarholsskoðunar og fást venjulega nægilega skýrar myndir af
hjarta án þess að skipt sé yfir á sértækar stillingar eða ómhaus
til hjartaómskoðunar. Sjúklingurinn liggur yfirleitt á bakinu við
áverkaómun.
en það. Svipaðar kröfur eru gerðar við framhaldsnám bráðalækna
í Evrópu og Eyjaálfu.
Hvað er áverkaómun - FAST?
Ein algengasta notkun ómskoðunar í bráðalækningum er
svokölluð FAST-skoðun vegna áverka. FAST er skammstöfun sem
stendur fyrir Focused Assessment with Sonography in Trauma og fól
upphaflega í sér skimun fyrir vökva í gollurshúsi og fríum vökva
í kvið. Á síðari árum hefur orðið þróun í því hvaða áverkum
er skimað fyrir með ómun. Flestir leita nú einnig að loftbrjósti
og blæðingu í brjósthol og hefur slík ómskoðun verið nefnd
E-FAST (Extended). Til einföldunar er öllum skammstöfunum
sleppt við íslenskun þessara hugtaka og hér eingöngu notað
heitið áverkaómun.
Hvernig á að gera áverkaómun?
Hér verður kynnt hvernig áverkaómun er framkvæmd og hvernig
túlka skuli niðurstöður. Höfundar leggja áherslu á að læknar þurfa
að fá formlega þjálfun til þess að geta framkvæmt áverkaómanir
sjálfstætt og í fyrstu þurfa ómanir að vera gerðar undir handleiðslu
reyndari læknis. Eins dags námskeið hefur reynst nægja til að
kenna læknum fræðilega hluta áverkaómunar.12-14 Reynsla í ómun
hefur áhrif á nákvæmni áverkaómunar og er almennt ráðlagt að
læknir hafi gert að minnsta kosti 25 rannsóknir undir handleiðslu,
Skimun fyrir vökva í gollurshúsi
Þessi þáttur er vanalega gerður fyrst til þess að útiloka strax
hjartaþröng {pericardial tamponade). Merkið á ómhausnum er látið
snúa til hægri og hausnum beint undir flagbrjósk í átt að vinstri
öxl sjúklings (mynd 1). Þéttan þrýsting getur þurft til að ýta
lofti í maga eða þörmum frá og betri sýn getur fengist með
því að biðja sjúkling að anda djúpt að sér og halda niðri í sér
andanum meðan ómað er.
Leitað er að ómsnauðri rönd milli hjartans og gollurshússins
(mynd 2). Þunn vökvarönd allt að fimm millimetrar sem er
sjáanleg í slagbili getur verið eðlileg. Lega sjúklings getur haft
áhrif á það hvar vökvinn safnast fyrir í gollurshúsinu. Heldur
meiri þjálfun þarf til að greina hjartaþröng, en við það ástand
má sjá samfall á hægri slegli í lagbili (diastolu) sem aftur leiðir
til skertrar fyllingar á hægri slegli og losts. Misjafnt er hversu
mikið magn af vökva í gollurshúsi þarf til að valda hjartaþröng
og fer það mjög eftir því hversu hratt vökvinn safnaðist þar fyrir.
Ekki er alltaf hægt að ná fullnægjandi sýn af hjarta með
ómun undir flagbrjóski og þarf þá að reyna að óma milli rifja
við vinstri brún bringubeins.
Kviðarómun
Við áverkaómun af kvið er skimað fyrir fríum vökva í kviðarholi.
Ómskoðun greinir ekki á milli blæðingar í kviðarhol eða
470 LÆKNAblaðið 2011/97