Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 43
UMFJÖLLUN O G GREINAR
Ljósmynd úr fórum læknis
og lyngið á Lögbergi helga, blánar af berjum hvert ár ..."
kvað Jónas Hallgrímsson í sínum mikla bálki, Islandi. Myndin er
trúlega tekin árið 1968, bæði á sögufrægum tíma og ekki síður á
rómuðum stað þar sem hjarta lands og þjóðar slær. Tíðarandann
má lesa af klæðnaði ungu hjónanna, en það eru læknarnir og
eldhugarnir Valgarður Egilsson og Katrín Fjeldsted.
Arsæll Jónsson öldrunarlæknir skannar inn gömlu myndirnar
sínar og finnur eina og eina sem aðrir gætu líka haft gaman af.
Lækni vantar á Húsavík
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga auglýsir eftir lækni til starfa sem fyrst á heilsugæsluna á Húsavík um skemmri eða lengri tíma.
Stofnunin rekur sjúkradeild og öldrunardeild á Húsavík og heilsugæslustöð á Húsavík, Laugum og í Mývatnssveit. Um er að ræða fjölbreytt starf
við almenna heilsugæslu og heimilislækningar og einnig starf á deildum sjúkrahússins. Þannig gefst kostur á að fylgja sjúklingum vel eftir með flest
vandamál. Göngudeildir sykursjúkra og offeitra eru starfræktar og hjartaþolpróf er framkvæmt á staðnum.
Hugsanlegt er að þróa stöðuna í námsstöðu í heimilislækningum.
Áhugasamir hafi samband við Unnstein Júlíusson yfirlækni heilsugæslunnar í síma 860 7748, unnsteinnjul@heilthing.is, eða Jón Helga Björnsson,
framkvæmdastjóra í síma 464 0500 eða 893 3778, netfang framkvaemdastjoh@heilthing.is.
LÆKNAblaðið 2011/97 495