Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 3
Efnahagshrun, náttúruhamfarir og hryðjuverk Norrænir landlæknar og embættismenn þeirra héldu sinn árlega fund dagana 10.-12. ágúst síðastliðinn hér á landi og að sögn Geirs Gunnlaugssonar landlæknis var þema fundarins af hálfu embættisins umræða um heilsu Islendinga á tímum kreppu og náttúruhamfara og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda. „Vegna hryðjuverkanna í Noregi í júlí fengum við á fundinum upplýsingar frá fyrstu hendi um reynslu þeirra af þeim hörmungum, en norski landlæknirinn átti þó ekki heimangengt að þessu sinni af skiljanlegum orsökum," sagði Geir Gunnlaugsson í samtali við Læknablaðið. Á myndinni eru norrænu landlæknarnir ásamt Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS (samtímalist hefur undanfarna áratugi ríkt sterk hefð sem byggist á hugmyndafræðilegum grunni. Tengsl heimspeki og listar hafa til dæmis verið frjór jarðvegur og voru þau meðal annars kynnt í sumar á mjög áhugaverðri sýningu í Listasafni Reykjavíkur undir heitinu Sjónarmið. Undir lok sumars opnaði hins vegar lítil gallerísýning sem minnir á önnur tengsl sem minna hefur farið fyrir í umræðu um list undanfarið en það er sú myndlist sem tengist hinu tilfinningalega, tjáningu og innlifun. Hulda Vilhjálmsdóttir (f. 1971) hefur aðallega fengist við málverk en einnig prófað sig áfram í þrívidd, til dæmis leirmótun. Verk hennar sækja greinilega í náttúru og mannlíf, þótt ekki séu þau alltaf fígúratíf. Á sýningunni Myndin afhenni í Gallerí Ágúst, sem stendur til loka september, eru nær eingöngu málverk og teikningar af konum, ýmist þekktum einstaklingum, fjölskyldu, vinum eða ónefndu fólki. Verkið Kona igrænum kraga var málað á árunum 2008-2011 með olíu og akríl á striga og er um 80 cm á kant. Það sýnir vel tækni og stíl Huldu sem er á mörkum hins frjálslega og agaða. Teikningin og málunin eru unnin af léttleika og leikgleði, myndbyggingin hins vegar nánast samhverf og gerir sú staðfesta verkið áleitið. í málverkinu má greina andstæður jarðtengingar og hins andlega, ef við litum á formið á bak við konuna sem fjall eða massift grjót og baugana í kring um hana sem einhvers konar útgeislun eða áru. í öðrum verkum á sýningunni er að finna síendurteknar tengingar af þessu tagi á milli konunnar og hins efnislega annars vegar og hins andlega hins vegar. Verkin miðla umfram allt tilfinningu og hlýju gagnvart viðfangsefninu sem ekki liggur beint við hvernig færa má i orð. Þar liggur ef til vill munurinn á umræðu um hugmyndalist og þeirri list sem verk Huldu falla undir, að tungumálið og rökhyggjan falla betur að þvi fyrrnefnda. Það er þó einföldun að gera svo skýran greinarmun á því hvort hægra eða vinstra heilahvel ræður för í sköpun og túlkun, iðulega blandast þetta á einhvern hátt. Sá sem upplifir verk Huldu fær í öllu falli töluvert fyrir sinn snúð. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gunnar Guðmundsson Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.500,- m. vsk. Lausasala 1050,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 455
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.