Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.09.2011, Blaðsíða 26
SJUKRATILFELLI OG YFIRLIT Mynd 1. Röntgenmynd af úlnlið tekin við greiningu á beinkröm. Vaxtarlínur eru mjög víðar og það ergleikkun á nærkasti alnar f'ulnaj og sveifar fradiusj. Skáiarform er á beinendum og mikil þynning á beini. fór stúlkan að beygja af vaxtarkúrfu fyrir lengd og þyngd og við 10 mánaða aldur var foreldrum ráðlagt að auka við hana fæði. Það gekk erfiðlega að innleiða fasta fæðu vegna mótstöðu hjá stúlkunni, hún geymdi matinn í munninum og neitaði að kyngja. Foreldrarnir sögðu hana nánast eingöngu vilja borða kolvetnaríkan mat og þá helst kartöflur. Strax eftir greiningu á beinkröm gáfu foreldramir stúlkunni daglega 125 pg af D-vítamíni (5000 IU), auk teskeiðar af þorskalýsi, þar til hafin var háskammta D-vítamínmeðferð (Stoss-meðferð) mánuði síðar. Meðferðin var gefin í tvo daga og fólst í Calcium Tafla III. Magn D-vítamins i AD-dropum og þorskalýsi borið saman. Ráðlagður dagsskammtur (RDS) samkvæmt innihaldslýsingu3 Magn D-vítamíns ÍRDS Magn D-vítamins í 5 dropum (um það bil 1 ml)b AD-dropar 5 dropar 10 pg 10 pg Þorskalýsi 1 teskeið (5 ml)c 9.2 pg 1,84 pg a. Sérstakur drapateljari er seldur með AD-dropum. Dropateljarinn mælir einn millilítra sem er um það bil fimm dropar. b. I sjúkratilfellinu voru notaðir AD-dropar með 400 IU D-vítamíni I millilítra (400 IU = 10 M9)- c. Ráðlagður dagsskammtur fyrir börn eins til fimm ára er ein teskeið af þorskalýsi. Mynd 2. Röntgenmynd afhnjám tekin viðgreiningu á beinkröm. Vaxarlínur eru mjög vtðar og það er gleikkun á nærkasti beggja vegna. Þctta á við vaxtarlínur bæði á lærlegg (femur), sköflungi ftibiaj og dálk ffibula). Skálarform er á beinendum og mikil þynning á beini. Sandoz 250 mg tvisvar á dag og 25-hýdroxí-D3-vítamíni 2500 jjg (100.000 IU) þrisvar sinnum á dag. Eftir þennan hleðsluskammt af D-vítamíni var haldið áfram með Calcium Sandoz 250 mg tvisvar á dag, þar sem stúlkan fékk ekki kalk úr fæði sökum fæðu- ofnæmis gegn mjólk. Byrjað var aftur að gefa daglega skammta af D-vítamíni þremur mánuðum eftir Stoss-meðferð eins og venja er. Mikil aukning varð á 25-hýdroxí-D-vítamíni í sermi frá því beinkröm var greind og stúlkan byrjaði að fá 125 pg af D-vítamíni auk þorskalýsis daglega, þar til Stoss-meðferð hófst (tafla II). Bendir það til að orsök beinkramar sé vegna of lítils D-vítamíns í fæðu og vanfrásog frá meltingarvegi sé ólíklegt. Ákveðið var að veita Stoss-meðferð þrátt fyrir góða verkun af D-vítamíni um munn, þar sem ekki er hægt að fylgjast með meðferð sem gefin er heima og auk þess hefur Stoss-meðferð reynst vel í meðferð á beinkröm.1 í eftirfylgd þremur vikum eftir Stoss-meðferð höfðu foreldrar tekið eftir auknum vöðvastyrk, stúlkan gekk meira og þreyttist minna en áður. Auk þess virtist göngulagið ekki eins kjagandi. Umræður I sjúkratilfellinu er sagt frá stúlku með fæðuofnæmi sem var á brjósti í tæpt ár og fékk D-vítamínviðbót í formi AD-dropa og þorskalýsis. Hún fékk beinkröm vegna of lítillar D-vítamíninntöku vegna rangrar skömmtunar á þorskalýsi og fæðuofnæmis sem kom í veg fyrir að hún fengi D-vítamín úr fæðu. Að 12 mánaða aldri fékk stúlkan í mesta lagi fimm þorskalýsisdropa á dag í staðinn fyrir AD-dropa og er það of lítið magn af D-vítamíni fyrir aldur (tafla III og mynd 3). Ráðlagður dagsskammtur fyrir D-vítamín er 10 pg/dag fyrir 6-23 mánaða aldur og 7,5 pg/dag fyrir einstaklinga 2-60 ára samkvæmt norrænum næringarráðleggingum frá árinu 2004.2 Til að koma í veg fyrir beinkröm hjá börnum er talið nægjanlegt að þau fái 5 pg/dag.3 Stúlkan í þessu sjúkratilfelli fékk í mesta lagi um 1,84 pg/dag af D-vítamíni frá þriggja mánaða aldri til eins árs. Horfur stúlkunnar eru góðar um að einkenni og beinbreytingar gangi algjörlega til baka.1 Á Islandi er lýsi mikilvægasti D-vítamíngjafinn og er erfitt að ná ráðlögðum dagsskammti án lýsis eða annars D-vítamíngjafa.2-4 478 LÆKNAblaðií 2011/97 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.