Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 12
RANNSÓKN Tafla I. Lokutegundir sem græddar voru i 156 sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2006. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % ísviga. Gervilokur (n = 29) CarboMedics® 20 (12,8) St. Jude Medical® 6 (3,8) St. Jude Medical Regent' 3(1,9) Lífrænar lokur, grindarlausar (n = 102) Medtronic Freestyle1" 100(64,1) St. Jude Toronto'® 2(1,3) Lifrænar lokur með grind (n = 25) Carpentier-Edwards Perimount® 17(10,9) Carpentier-Edwards Perimount Magna’ 8(5,1) Samtals 156 (100) (FMDOO eða FMDIO) og hins vegar úr gagnagrunni hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítala. Á þessum fimm árum gengust 185 manns undir ósæðar- lokuskipti á Landspítala. Útilokaðir voru 17 sjúklingar sem áður höfðu farið í hjartaaðgerð, tveir með hjartaþelsbólgu og þrír sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuleka. Einnig var sjö sjúklingum sleppt þar sem sjúkraskrár þeirra fundust ekki. í rannsóknarþýði voru því 156 sjúklingar sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru skráðar samtals 113 breytur, þar á meðal aldur, kyn og áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma. Einkenni sjúklinga voru metin samkvæmt flokkun NYHA (New York Heart Association) á hjartabilun. Einnig var reiknað út EuroSCORE (bæði standard og lógistískt) fyrir alla sjúklinga, en það er áhættulíkan sem metur dánarlíkur við hjartaaðgerð. Þar að auki voru skráðar niðurstöður úr hjartaómskoðunum sem gerðar voru fyrir aðgerð og um það bil viku eftir aðgerð. Úr ómsvörum var skráð hámarksþrýstingsfall yfir ósæðarlokuna, hvort lokuleki var til staðar og útfallsbrot vinstri slegils (ejection fraction, EF), ásamt veggþykkt og stærð hans í þan- og slagbili. Flatarmál lokuþrengsla var metið með samfellulíkingu (continuiti/ equation) út frá hjartaómun. Skráð var ábending fyrir aðgerð og lyf við innskrift, þar á meðal hjartalyf, blóðfitulækkandi lyf og lyf sem hemja blóðflögur. Einnig var kannað hvort sjúklingarnir voru á blóðþynningu með warfaríni eða léttheparíni. Skráð var hvort kransæðasjúkdómur var til staðar og þá hversu alvarlegur og útbreiddur hann var. Jafnframt var skráð hvort um val- eða bráðaaðgerð væri að ræða, hvaða tegund loku var komið fyrir og hvort önnur aðgerð hafi verið framkvæmd samtímis lokuskiptunum. Einnig var skráður tími á hjarta- og Tafla II. Niðurstöður hjartaómana fyrir aðgerð hjá sjúklingum sem gengust undir lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006. Gefin eru upp meðaltöl með staðalfráviki. Útfallsbrot (%) 57,2 ± 7,7 Flatarmál lokuops (cm2) 0,63 ± 0,23 Vídd vinstri slegils í þanbili (cm) 5,3 ± 0,9 Þykkt sleglaskiptar (cm) 1,41 ±0,31 Þykkt á bakvegg vinstra slegils (cm) 1,25 ±0,24 Flámarksþrýstingsfall (mmHg) 74,1 ± 25,3 lungnavél, tangar- (aortic cross clatnp time) og aðgerðatími. Fylgikvillar eftir aðgerð voru skráðir ítarlega og var áhersla lögð á snemmkomna fylgikvilla sem voru skilgreindir sem fylgikvillar sem komu innan fjögurra vikna frá aðgerð. Aðrir fylgikvillar voru flokkaðir sem langtímafylgikvillar. Til alvarlegra fylgikvilla töldust hjartadrep (skilgreint sem einangraðar ST-breytingar eða nýtilkomið vinstra greinrof á hjartalínuriti ásamt hækkun á hjartaensíminu CK-MB yfir 70 pg/L), heiladrep og miðmætisbólga en einnig fjöllíffærabilun og enduraðgerð vegna blæðingar. Minniháttar fylgikvillar voru hins vegar hjartsláttartruflanir, þvagfærasýking, lungnabólga, aftöppun fleiðruvökva, afturkræf blóðþurrð í heila og grunn skurðsárasýking. Nýrnaskaði (acute renal injury) taldist einnig til minniháttar fylgikvilla og var metinn samkvæmt RIFLE-skilmerkjum. Sjúklingar sem féllu í áhættu- (R=risk), skaða- (I=injury) eða bilunarflokk (F=failure) voru skilgreindir með bráðan nýrnaskaða. Skráð var magn blæðingar á fyrstu 24 klukkustundunum eftir aðgerð. Legutími var skráður í dögum, bæði á gjörgæslu og heildarlegutími. Athugað var hversu margir sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð sem er hefðbundin skilgreining á skurðdauða (operative mortality). Upplýsingar voru skráðar í forritið Excel en tölfræðiútreikn- ingar voru unnir í forritinu R, útgáfu 2.11.0 (R foundation, Austria). Við samanburð hópa var stuðst við t-próf fyrir samfelldar breytur og Fisher Exact eða Kí-kvaðrat próf fyrir hlutfallsbreytur. Marktæki miðaðist við p-gildi <0,05. Einþáttagreining á áhættuþáttum skurð- dauða, alvarlegra og minniháttar fylgikvilla var gerð með t-prófi fyrir samfelldar breytur og Kí-kvaðrat eða Fisher Exact fyrir flokkabreytur. Þær breytur sem höfðu p-gildi undir 0,1 voru notaðar í fjölþátta lógistískt líkan fyrir skurðdauða, auk alvarlegra og minniháttar fylgikvilla. Grunnlíkanið var svo notað til að búa til besta líkan með því að fella út breytur úr líkaninu þar til besta líkanið var fundið. Þetta var gert handvirkt en einnig á sjálfvirkan hátt með „stepwise backwards" aðferð. Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Vís- indasiðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Niðurstöður Af 156 sjúklingum voru 101 karlar (64,7%) og 55 konur (35,3%). Meðalaldur sjúklinga var 71,7 ± 9,2 ár og var sá yngsti 41 árs og elsti sjúklingurinn 88 ára. Að meðaltali var framkvæmd 31 aðgerð á ári (bil 18-39). Lífrænni loku var komið fyrir í 127 sjúklingum (81,4%) og fengu 102 þeirra grindarlausar lokur (65,4%) en 25 loku með grind (16,0%). Meðalaldur þeirra sem fengu lífræna loku var 74,8 ± 5,8 ár (bil 48-88) og þeirra sem fengu gerviloku 58,5 ± 9,7 ár (bil 41-85) (p<0,001), en kynjaskipting reyndist svipuð. Allar grindarlausu lokurnar voru af Medtronic Freestyle® gerð nema tvær, en Carpentier-Edwards Perimount® var algengasta lífræna lokan með grind (n=17). Gervilokum var komið fyrir í 29 sjúklingum (18,6%) og voru 20 (69,0%) þeirra af CarboMedics® gerð. í töflu I er listi yfir lokur sem græddar voru í sjúklingana 156. Af helstu áhættuþáttum hjartasjúkdóma höfðu flestir sjúkling- anna sögu um reykingar (70,5%) og álíka margir höfðu háþrýsting (69,2%). Nokkru færri höfðu blóðfituhækkun (43,6%) og sykursýki 524 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.