Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 3
Myndin er tekin mánudaginn 26. september þegar fyrsta rafræna kosning á vegum læknafélaganna var í höfn.
Samþykktur kjarasamningur
Þau voru ánægð með niðurstöðuna úr kosningu Læknafélags íslands um nýjan kjarasamning við
ríkið, Steinn Jónsson formaður LR, Sveinn Kjartansson formaður samninganefndar LÍ og Bima
Jónsdóttir formaður LÍ. Samningurinn var samþykktur með 61% greiddra atkvæða.
Sveinn Kjartansson kvaðst ánægður með niðurstöðu kosninganna. „Auðvitað hefðu allir viljað
enn meira og sumir miklu meira, en við töldum okkur ekki fært að ná lengra að þessu sinni nema
með róttækari aðferðum sem engum í samninganefnd LÍ hugnaðist. Við mæltum því eindregið með
því að félagsmenn samþykktu samninginn og það hefur orðið niðurstaðan. Við það má vel una."
Að sögn Margrétar Aðalsteinsdóttur á skrifstofu LÍ gekk þessi fyrsta rafræna kosning á vegum
félagsins snurðulaust fyrir sig. Á kjörskrá voru 803 félagsmenn sem fengu greidd laun frá Fjársýslu
ríkisins samkvæmt kjarasamningi þann 1. september síðastliðinn. Alls kusu 458 eða liðlega 57%
þeirra sem atkvæðisrétt áttu. Já sögðu 281 eða 61% þeirra sem kusu. Nei sögðu 173 eða 38%
þeirra sem kusu. Fjórir skiluðu auðu. Við síðustu atkvæðagreiðslu um kjarasamning LÍ við ríkið
í júlí árið 2008 voru 905 manns á kjörskrá og sýnir þetta óyggjandi fækkun lækna í landinu á
síðustu þremur árum.
LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS
Smáhlutirnir sem sjá má á forsíðu Læknablaðsins að
þessu sinni eru verk Hildigunnar Birgisdóttur (f. 1980).
Þeir eru kunnuglegir og framandi í senn, fundið smádót
úr plasti, tekið i sundur og úr samhengi og sett saman
á ný sem einstakir skúlptúrar.
Ólíkum einingum úr ýmsum
áttum er skeytt saman án líms
eða þess háttar og tilviljun
ræður því hvort og þá hvernig
þær virka sem heild. Á þeim
sýningum sem verkin hafa verið
sett fram hefur mátt sjá fjölda
þeirra saman kominn og hafa
þau bæði verið sýnd sem slík
en einnig skoðuð í gegnum
aðra miðla eins og Ijósmynd
og teikningu. Margt ímörgu,
frá 2010, er tilraun til að setja
óhefðbundna hluti fram innan hefðbundinna kerfa
sem notuð eru til flokkunar og skilgreiningar einhvers
annars. Sem dæmi studdist Hildigunnur við Dewey-
flokkunarkerfið þegar hún sýndi verkin í Bókasafni
Mosfellsbæjar. Fjöldaframleiðsla og handverk stangast á í
þessari verkaröð sem kallar fram hugleiðingar um hvernig
við höfum mótað leiðir til skilgreiningar efnisheimsins.
Fjölmargt í kringum okkur hefði litla eða enga merkingu
nema fyrir þær sakir að það er hluti einhvers stærra kerfis
sem býr hana til. Listamaðurinn sækir í leiki og reglur,
safnar, afbyggir, skrásetur, setur
saman á ný, flokkar og raðar eftir
eigin höfði. Hún gerir tilraun til að
Ijá hinu merkingarlausa einhvers
konar gildi með aðferðafræði
sem hún fær að láni og aðlagar
verkefninu. Verkin minna um leið
á gagnrýninn hátt á offramleiðslu
tilgangslausra hluta i heiminum og
^ reynir Hildigunnur að framlengja
líftíma einnota plasthluta með því
að gefa þeim sérstakan gaum og
skoða hvaða aðra möguleika er
þar að finna. [ samhengi listarinnar
og þess kerfis sem snýr að henni öðlast þeir áru hins eilífa
listaverks sem hefur nú tekið á sig nýja merkingu.
Markús Þór Andrésson
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL
www. laeknabladid. is
Hlíöasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104-564 4106
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Anna Gunnarsdóttir
Gunnar Guðmundsson
Gylfi Óskarsson
Hannes Hrafnkelsson
Inga S. Þráinsdóttir
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Dögg Árnadóttir
dogg@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
10.500,- m. vsk.
Lausasala
1050,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Oddi,
umhverfisvottuð
prentsmiðja
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu formi,
svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með neinum
hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the lcelandic
Medical Journal are indexed and
abstracted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2011/97 515