Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 49
FRÁ SIÐANEFND LÍ Frá siðanefnd LÍ Árið 2011, mánudaginn 26. september, kom siðanefnd Læknafélags íslands saman á skrifstofu formanns í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík. Nefndina skipa Allan V. Magnússon, formaður, Hulda Hjartardóttir læknir og Stefán B. Matthíasson læknir. Fyrir var tekið að leysa úr erindi Magnúsar Eric Kolbeinssonar sem með úrskurði nefndarinnar frá 9. júní sl. var áminntur fyrir brot á siðareglum lækna (Codex ethicus) og af því tilefni kveðinn upp svohljóðandi ÚRSKURÐUR í úrskurði siðanefndar Læknafélags Islands frá 9. júní sl. var leyst úr þeirri kvörtun læknisins Skúla Bjarnasonar að Magnús Eric Kolbeinsson hefði haft um hann ummæli sem fælu í sér brot á siðareglum lækna. Niðurstaða nefndarinnar var að ósannað væri að Magnús hefði viðhaft ummæli þessi. Hins vegar komst nefndin að þeirri niðurstöðu að Magnús hefði gerst brotlegur við 13. og 22. gr. siðareglna lækna í málsvörn sinni vegna kvörtunar þeirrar sem til meðferðar var fyrir nefndinni. Við meðferð málsins var þess ekki gætt að gefa Magnúsi kost á að andmæla, gera athugasemdir og bera af sér sakir vegna þessara atriða og er það slíkur megingalli á meðferð málsins fyrir siðanefndinni að óhjákvæmilegt er að fella úrskurðinn úr gildi hvað þennan þátt varðar og fella áminningu nefndarinnar niður. ÚRSKURÐARORÐ Úrskurður siðanefndar Læknafélags íslands frá 9. júní sl. þar sem Magnús Eric Kolbeinsson læknir var áminntur fyrir brot á 13. og 22. gr. siðareglna lækna er felldur úr gildi. Áminning á hendur Magnúsi Kolbeinssyni er felld niður. Allan V. Magmísson Hnlda Hjartardóttir Stefán B. Matthíasson Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Læknir - heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki auglýsir laust til umsóknar starf heilsugæslulæknis. Staðan er laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða 100% stöðu auk vakta á heilsugæslu. Ráðning til skemmri tíma kemur einnig til greina. Starfskjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands. Leitað er að læknum með víðtæka almenna reynslu. Sérfræðimenntun í heimilislækningum er æskileg. Áhersla er lögð á hæfileika á sviði samskipta, samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Nánari upplýsingar veitir Örn Ragnarsson, yfirlæknir heilsugæslu, orn@hskrokur.is sími 455-4000, gsm 847-5681 eða Hafsteinn Sæmundsson, forstjóri, sími 455-4000, gsm 895-6840. Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist Hafsteini Sæmundssyni, forstjóra hafsteinn@hskrokur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. í Skagafirði búa um 4300 manns og býður héraðið upp á fjölbreytta möguleika til búsetu. Atvinnulíf er fjölbreytt og mannlíf gott. Nálægð við fallega náttúru, góðir skólar á öllum skólastigum, góð íþróttaaðstaða og útivistarsvæði, ódýr hitaveita, fjölbreytt þjónusta og kröftugt menningarlíf gerir búsetu í Skagafirði eftirsóknarverða. LÆKNAblaðið 2011/97 561
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.