Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 34
UMFJOLLUN O G GREINAR Samfélagið ýtir undir meiri neyslu og minni hreyfingu - segir Tryggvi Helgason barnalæknir ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Tryggvi Helgason bamalæknir hefur sérhæft sig í meðferð of feitra bama. Hann sér fjölbreytt tækifæri til úrbóta þegar kemur að orsökum og afleiðingum ofþyngdar og hreyf- ingarleysis barna og unglinga. „Eg stundaði mitt framhaldsnám í bamalækningum í Hollandi. Það var eiginlega fyrir hálfgerða tilviljun að ég fékk reynslu af að vinna á deild þar sem of feit börn voru til meðferðar. Þetta prógramm sem þar var stundað hafði verið þróað með góðum árangri í 10-15 ár og eftir að ég lauk sémáminu vann ég í tvö ár á öðmm spítala og tók að mér að setja upp meðferðarteymi fyrir of feit börn. Þarna fór saman rótgróinn áhugi minn á hreyfingu sem lífsstíl og samfélagsþáttum sem stuðla að hreyfingu bama og læknisfræðilegur áhugi á meðferð fyrir of feit höm. I Hollandi er mikil reiðhjólamenning enda er þar litið á reiðhjól sem samgöngutæki og viðurkenndan farkost í umferðinni. Veðrið hér heima á eflaust sinn þátt en í Hollandi hjólar fólk líka í grenjandi rigningu og roki. Hér hjóla flestir aðeins í logni og sólskini." Offita barna vaxandi vandamál Tryggvi segir að hreyfing bama sé almennt minni í dag en áður. „Mjög hefur dregið úr hreyfingu bama almennt, bæði við leik og störf. Þau eru í vaxandi mæli keyrð á milli staða, í skólann og ýmsar tómstundir í stað þess að ganga, hjóla eða nota strætó. Vissulega er hópur bama sem stundar miklar íþróttir, aðallega keppnisíþróttir, sem hreyfir sig mikið en sá hópur bama sem hreyfir sig minna en ráðlagt er fer stækkandi. Við sjáum þetta á rannsóknum og þeim vaxandi fjölda bama sem leitar til okkar vegna ofþyngdar eða offitu. Meðalþyngd barna og reyndar fullorðinna líka hefur hækkað jafnt og þétt á undanfömum 30-40 árum, það hlýtur að stafa af samfélagsbreytingum og breyttu mataræði. Þetta er alltof stuttur tími til að genabreytingar geti hafa átt sér stað," segir Tryggvi sposkur. „Það munar um það hvort börn ganga eða hjóla í skólann eða em keyrð. Mataræðið hefur gjörbreyst, næringarlítill en orkumikill matur er orðinn mun meira áberandi, sem þrýstir þjóðinni inn í vaxandi offitu. En það er of mikil einföldun að kenna foreldrunum um að gefa ekki bömunum sínum nógu hollan mat. Foreldrar vilja að bömunum þeirra líði vel og gera það sem þeir telja réttast hverju sinni. Hér þarf hins vegar að verða róttæk samfélagsbreyting, til að heilsu þjóðarinnar eigi ekki að hraka. Það er einfalt reikningsdæmi að of mikil orka sem börnin innbyrða og er ekki brennt í hreyfingu, safnast fyrir í líkamanum sem fita. Það sem gerir þetta erfitt viðureignar er að líkaminn lýtur sínum eigin lögmálum. Þegar næringarlítill en orkumikill matur kemur inn í kerfið kallar líkaminn ennþá á næringu. Þetta lýsir sér þannig að böm sem borða næringarlítinn mat finna ekki fyrir eins mikilli seddutilfinningu, því líkaminn gerir sér grein fyrir að enn skortir næringu og kallar því á meira. Þetta verður vítahringur sem erfitt er losna úr nema til komi markviss fræðsla til foreldra og barnanna þeirra." Meðferðarteymi við Barnaspítalann Meðferðarteymi hefur verið sett á stofn við Bamaspítalann sem byggir á þeirri reynslu að betur hefur gengið að breyta lífsstíl bama sem em of feit en að bíða með það fram á fullorðinsár. Meðferðin sem Tryggvi og meðferðarteymið beitir er fjölskyldumiðuð. „Við þurfum að virkja bæði foreldrana og bömin til að meðferðin skili árangri. Þetta er 546 LÆKNAblaðið 2011/97 atferlismótandi þjálfun sem breytir því hvemig fjölskyldan hagar sér gagnvart bæði mat og hreyfingu, tekur hreyfinguna meira inn í daglega lífið og velur hollari mat. Ekki endilega minni mat, stundum þó, en aðallega meiri næringu og minni orku. Það em vissulega tengsl á milli þess að foreldrar séu of feitir og bömin þeirra líka. Við sjáum það. En það er alls ekki þannig að öll feit börn eigi feita foreldra eða öfugt. Vandamálið er flóknara en svo. En öll fjölskyldan þarf að tileinka sér nýjar lífsvenjur sem verða til þess að bömin þyngist ekki meira. Fyrir böm er það langbesta leiðin til að grennast að hætta að þyngjast en halda áfram að lengjast. Þannig vaxa þau inn í nýjan líkamsvöxt. Þetta hafa börnin umfram fullorðna sem eru hættir að stækka nema á þverveginn. Við setjum böm ekki í megrun. Við reynum að breyta lífsstíl þeirra með því að styrkja einstaklingana í eigin sjálfsmynd, kenna þeim hollar matarvenjur og benda þeim á hvar er hægt að breyta. Mikilvægasta máltíð dagsins er morgunverðurinn eins og læknar hafa hamrað á ámm og áratugum saman. Það eru engar ýkjur. Góður og hollur morgunverður getur algerlega breytt lífsstíl bamanna og reyndar fullorðinna líka. Það getur jafnað blóðsykur og haft áhrif á seddustjómun allan daginn. Hollur morgunverður er fjölbreyttur. Til dæmis gott gróft brauð með prótínríku áleggi, eins og osti, eggi eða kjöti, mjólkurglas og fljótandi lýsi í stað lýsisperla. Sætt morgunkorn endist mjög stutt og veldur því að barnið finnur fljótt til svengdar. Hlutverk foreldranna er stórt í því að velja mat handa bömunum, að minnsta kosti framan af lífsleiðinni. Á leikskólunum er boðið upp á morgunmat og ég hef ákveðnar efasemdir um ágæti þess. Ekki vegna þess að morgunmatur leikskólanna sé slæmur, þvert á móti, en þetta hefur þau áhrif á mörgum heimilum J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.