Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 37
NÝR DOKTOR í GEÐLÆKNINGUM
„Notkun hálf-staðlaðs
greiningarviðtals tryggir bæði öryggi
oggæði í okkar greiningarvinnu,"
segir Bertrand Lauth barna- og
unglingageðlæknir.
ensku. Síðan ber teymi sérfræðinga
frumgerðina saman við þá þýddu til
að ná fram sem nákvæmastri gerð af
viðtalinu á íslensku. Við þetta koma
upp vandamál sem þarf að leysa þar
sem merking orða og hugtaka er ekki
alltaf nákvæmlega sú sama. Að þessu
þarf að gæta mjög vandlega. Þetta hefur
verið gert annars staðar áður og við
fylgdum viðurkenndri aðferðafræði sem
lögð hafði verið til grundvallar. Tækið
byggir talsvert á þeirri aðferð að lýsa
dæmum um hegðun í leikskóla, skóla,
á heimili og með jafnöldrum. Þessi
dæmi verða að vera skilmerkileg og
eiga nákvæmlega við það umhverfi sem
bamið lifir í."
Nákvæmari og réttmætari greiningar
Annar hluti rannsóknarinnar, og ekki
síður mikilvægur að sögn Bertrands,
er að meta réttmæti og áreiðanleika
tækisins. Rannsóknin á réttmæti
tækisins er í rauninni mesta nýjungin
og hefur ekki verið gerð áður á
sambærilegan hátt. „Niðurstaðan er
ótvíræð hvað það varðar að við eigum
núna tæki til greiningar sem er bæði
mjög áreiðanlegt og réttmæti þess vel
skilgreint. Þetta tryggir bæði öryggi
og gæði í okkar greiningarvinnu. Þá
hefur verið spurt á síðustu misserum
hvort við séum að ofgreina börn með
ADHD. Þetta tæki er öflug aðferð sem
við höfum núna staðfest að er réttmæt
og að greiningarnar eru bæði réttar
og nákvæmar. Þetta tæki gerir okkur
einnig auðveldara fyrir að greina fleiri
geðraskanir hjá sama skjólstæðingi, sem
stundum var erfitt áður. Það kemur til
dæmis í ljós að áður en við höfðum
þetta tæki í höndunum var meiri hætta
á að vanmeta þunglyndi og alvarleika
sjálfsvígshugsana hjá unglingum sem
voru mjög veikir."
Greining á samræmi og samkvæmni
milli klínískra upplýsinga frá foreldrum
og unglingum verður einnig nákvæmari
en þar kemur til dæmis í ljós að
foreldrar vanmeta oft þunglyndi og
sjálfsvígshugsanir hjá unglingum sínum
og alvarleika þeirra. Unglingarnir sjálfir
meta ástand sitt betur hvað þetta
varðar. A hinn bóginn hafa unglingar
tilhneigingu til að vanmeta ADHD
og hegðunarerfiðleika. Hér notum
við greiningarskala þar sem leiðrétt
er fyrir ýmsum þáttum í sjálfsmati
skjólstæðinganna og mati foreldra þeirra.
í hverju einasta tilfelli er mikilvægt
að safna upplýsingum frá sem flestum
aðilum í umhverfi barnsins eða
unglingsins og það getur verið flókið
að samræma og meta réttmæti allra
þeirra upplýsinga. Greiningartækið er
ómetanlegt í þeirri vinnu."
Bertrand segir að mikilvægi þess
fyrir geðlækningar að hafa nákvæm og
áreiðanleg greiningartæki verði seint
ofmetið: „Mjög miklar framfarir hafa
orðið í okkar fagi sem byggja á mun
betri greiningar- og matstækjum."
Er ráðstefna framundan?
Alhliða skipulagning ráðstefna og funda
Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-3900 | congress@congress.is | www.congress.is
REYKJAVIK
LÆKNAblaðið 2011/97 549
L