Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 54
OLDUNGADEILD Saurlifnaður - blíðusala Skondin ritdeila í Læknablaðinu 1943 Kveikja ritdeilu þessarar var bréf frá Vilmundi jónssyni landlækni (VJ) til dómsmálaráðuneytis sem einnig birtist í Heilbrigðisskýrslum ársins 1940 undir fyrirsögninni „Um saurlifnað í Reykjavík og stúlkubörn á glapstigum". Árni Magnús Pétursson (ÁP) sem þá var trúnaðarlæknir Reykjavíkurbæjar hafði ýmislegt við þessa grein að atliuga og ekki stóð á svörum. Þótt tilefni skrifanna væri alvarlegt eru þau á köflum bráðfyndin. Hér birlast glefsur úr skrifum þessum. Hinn ágæti teiknari Sigurður V. Sigurjónsson læknir var beðinn að teikna mynd er vísaði til vændis á alþingi á Þingvöllum. Úr varð þessi snilldarteikning sem er full af táknrænum tilvísunum. Lesendur geta glímt við að finna þær en e.t.v. verða þær birtar síðar. P.Á. Árni Pétursson Vilmundur Jónsson ÁP: Það skal virt honum (VJ) til vorkunnar er hann velur þetta orð, „saurlifnaður", að þau orð sem á íslensku eru látin tákna „prostitution" (skækju-, hóru-, vændiskvenna-, pútu- og saurlifnaður) eru orðin nokkuð gömul í málinu og hafa því fengið ókvæðismerkingu. Þau geta því ekki talizt heppileg sem fræðiorð; til þess hefir merking þeirra litazt um of af siðgæðishugmyndum þjóðarinnar. Ég mun því í þessari grein nota orðið „blíðusala" yfir „prostitution"... VJ: Þá er það fyrst til að taka að með allri virðingu fyrir vísindunum Séð með girndaraugum Gunnars beiðist ég engrar afsökunar á þeirri notkun móðurmáls míns að nefna saurlifnað saurlifnað ... en tæpitunguheiti þau í Ásta-Brandsstíl sem ÁP stingur upp á eru svo velluleg að ég fæ mig ekki til að nefna í björtu. ÁP: í fyrstu málsgrein bréfsins segir VJ íslendinga hafa stært sig af því, að hér á landi væri ekki eða lítið stunduð blíðusala ... þá væri fróðlegt að fá að heyra um það frá VJ hvaðan hann hefir þetta. VJ: Þessu er fljótsvarað. Ég hafði hér sérstaklega í huga ummæli í bók sem gefin var út ... (fyrir) heimssýningu í New York. ... (Vilhjálmur Stefánsson: Iceland. New York ,1939). Á 119. bls. bókarinnar stendur: „Strictly speaking there is no prostitution." ÁP: ... eftir Vilhjálm Stefánsson, að vísu útlending, en sem er af íslensku bergi brotinn og les íslensku... Reyndar veit ég ekki hvaðan Vilhjálmur hefur þetta og er það skaði. Hann er ókunnugur hér heima af eigin raun. Ég get aftur á móti fullyrt að blíðusala var til hér í Reykjavík fyrir stríð og einnig er mér kunnugt um blíðusölu ísl. kvenna í Kaupmannahöfn fyrir þann tíma... þarf engan að undra það, þótt hér sé eða hafi verið blíðusala. Þetta er ævafornt og alþjóðlegt fyrirbrigði ... Enda þótt fomrit íslendinga séu ekki sérstaklega rík að heimildum um kynferðismál forfeðra og -mæðra okkar þá finnst þó innan um ýmislegt ... Nægir hér að benda á tvennt í sambandi við blíðusölu. Skarphéðinn Njálsson nefnir Hallgerði langbrók útigangspútu í vísu, sem bendir til þess að hann eða söguritarinn hafi þekkt hugtakið. I Hávamálum segir svo: „Fagrt skal mæla ok fé bjóða, sás vill fljóðs ást fáa ..." VJ: Nú heyri ég í fyrsta sinn þá nýstárlegu fornfræði á borð borna að hér hafi saurlifnaður verið hafður að atvinnu frá upphafi íslandsbyggðar ... og bætist hér nú tilkomumikill þáttur í landssöguna. Nú má hver maður sjá, að slík greiðasala getur illa eða ekki orðið lífvænleg atvinnugrein nema ... þar sem fjöldi karla fer verulega fram úr fjölda kvenna. Á söguöld ... var hvergi fjölbýli ... nema helst á Alþingi og puntar heldur en ekki upp á mynd þá er við höfum af hinni glæsilegu þjóðarsamkomu vorri, að hóruhús hefur eftir þessu hlotið að vera rekið þar um þingtímann ... I þessu Ijósi verður og ekki torskilið, hvers konar skálar það voru, sem þær reistu „um þjóðbraut þvera" ... skörungamir Geirríður á Eyri vestur og Langholts- Þóra. „Geirríður ... sat á stóli og laðaði úti gesti." Vísu Skarphéðins sem nefnd er hér að ofan er að finna í 91. kafla Njáls sögu (þó ekki í öllum útgáfum) þar sem sagt er frá för Njálssona og Kára til Grjótár að hitta Þráin Sigfússon og krefja hann um bætur. Þar á bæ var þá Hallgerður og hreytti ónotum í þá bræður. Vísan fylgir hér með: Auk munu elda síka orð þín mega skorða - gjam seð ek ulf ok örnu - ekki þessum rekkum. Hornkerling ert Hernar Itrings víðs freka skíða Baldr semr Óðins öldu útigangs eða púta. 0ldungadeild Læknafélags íslands Stjórn Öldungadeildar: Sigurður E. Þorvaldsson, formaður, Jón Hilmar Alfreösson ritari, Tryggvi Ásmundsson gjaldkeri, Bjarni Hannesson, Guðmundur Oddsson Öldungaráð Umsjón síðu: Páll Ásmundsson Hörður Þorleifsson, Jóhann Gunnar Þorbergsson, Höskuldur Baldursson, Kristín Guttormsson, Leifur Jónsson, Páll Ásmundsson 566 LÆKNAblaðið 2011/97 Teikning: Sigurður V. Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.