Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 33
Ú R PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Plástur á meiddið? Anna Kristín Jóhannsdóttir annakrisjo@gmail. com Höfundur er heilsugæslulæknir á Seltjarnarnesi Hér sunnanlands var í septemberbyrjun yndislegt haustveður, sólríkt og hlýtt á daginn. Vegna næturkulda eru haust- litirnir farnir að sjást. Skugga bar þó á af völdum öskufoks. Á sama hátt hafa borist góðar fréttir af heilsugæslunni en þó ber skugga á. Skortur er á heimilislæknum um allt land, meira segja á höfuðborgarsvæðinu þar sem yfirleitt hafa borist margar umsóknir um hvert laust starf. Lausar stöður hafa ekki verið mannaðar. I þessar stöður hafa nú verið ráðnir læknar í sémámi í heimilislækningum (námslæknar). Árum saman hafa heimilislæknar barist fyrir fjölgun námsstaða og endurtekið bent á hækkandi aldur starfandi heimilislækna og yfirvofandi skort á heimilislæknum á næstu 15-20 ámm. En talað fyrir daufum eyrum. Nú loksins virtust yfirvöld heyra. Námsstöðum á vegum ráðuneytisins var fjölgað í 12. Það tekur hins vegar að minnsta kosti 4,5 ár að mennta sérfræðing í heimilislækningum, eins og í öðrum sérgreinum. Sú fjölgun leysir því vonandi mönnunarvanda heilsugæslunnar í framtíðinni en gerir það ekki núna. Þá er settur plástur á meiddið og námslæknar ráðnir í lausar stöður heimilislækna á Reykjavíkursvæðinu. Á pappírunum lítur mönnunin því vel út, engar lausar stöður. Vandamálið leyst. Eða hvað? Þessi lausn sýnir virðingarleysi stjórnsýslunnar gagnvart heimilislæknum. Hvergi annars staðar myndi það teljast fullnægjandi lausn að fá lækni í sémámi til að fylla í skarð sérfræðings. Ef fullgildur sérfræðingur skyldi nú vilja sækja um er staðan setin. Námslæknar eru eðli málsins samkvæmt í námi. Þurfa handleiðslu og stuðning, sem veittur er af sérfræðingi á starfsstöðinni. Sérfræðingurinn þarf því að vera til staðar og ekki ofhlaðinn störfum svo hann geti sinnt námslækninum vel. Sjúklingar upplifa heldur ekki að þeir hafi sinn heimilislækni þótt kominn sé námslæknir í stöðu þeirra fyrri læknis, hann hverfur úr heilsugæslunni til að ljúka þeim hluta námsins sem fer fram annars staðar, ef heppnin er með kemur annar námslæknir í hans stað. En sjúklingar hafa látið skýrt í ljós að þeir vilji hafa sinn fasta lækni, ekki vera skráðir á stöð eða hafa lækni sem er horfinn af vettvangi eftir nokkra mánuði. Það skapar öryggisleysi. Samfellan og þekking á fjölskyldu og aðstæðum einstaklings er enda hornsteinn heimilislækninga. Það er einnig það sem gerir heimilislækningar svo fjölbreytt, skemmtilegt og eftirsóknarvert starf. Það hafa ungir læknar greinilega komið auga á og það hefur skilað sér í auknum áhuga á sérnámi í heimilislækningum. Sem er fagnaðarefni og góðu fréttimar sem ég nefndi áðan. Vondu fréttirnar eru ef þessi plástur verður látinn duga og öllum brögðum ekki beitt til að fá útlærða lækna til starfa hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður fyrr var ekki hörgull á umsóknum um lausar stöður. Vitað er um lækna í sémámi erlendis, suma sem lokið hafa sémámi. Starfsumhverfi og launakjör hafa verið svo mikið betri erlendis að þeir sýna lítinn áhuga á að snúa heim. Launakjör hríðversnuðu hér í hruninu, laun heimilislækna voru skert um rúm 15%. Það átti að vera tímabundið en er enn, átti næst að endurskoða í september, ekkert bólar enn á þeirri endurskoðun. Á meðan berast fréttir af því að starfsmenn ríkis og borgar, sem einnig máttu þola launaskerðingu í hruninu, hafi fengið skerðingarnar til baka. Það hefur ekki minnkað óánægjuna. Sífellt fleiri hugleiða að leita hófana erlendis og fjölgar þeim sem það gera. Það gildir ekki eingöngu um ungu læknana sem nýlega voru komnir heim, heldur ekki síður um þá eldri. Þannig tapast dýrmæt reynsla. Nú hefur nýr kjarasamingur LI og samninganefndar ríkisins verið undirritaður. Þegar þetta er ritað hefur atkvæðagreiðsla um hann ekki farið fram. Formaður samninganefndar lækna var ekki bjartsýnn í viðtali við Morgunblaðið á að þessir samningar myndu hvetja lækna erlendis til að skila sér heim, en vonaði að þeir myndu að minnsta kosti stöðva atgervisflóttann frá landinu. Næstu mánuðir leiða í ljós hvort dregur úr sókn íslenskra lækna á erlenda grund, en hæpið er að þessir samningar skili læknum erlendis heim. Betur má ef duga skal. Samkvæmt bókun með kjarasamningnum munu samningsaðilar stofna starfshóp fyrir 1. nóvember um endurskoðun á bæði launakerfi og virvnufyrirkomulagi lækna. Skal starfshópurinn skila tillögum sínum til samningsaðila eigi síðar en 1. júní 2012. Er óskandi að það starf skili tillögum sem bæta kjör og vinnuaðstöðu lækna á þann hátt að raunverulegur hvati verði fyrir íslenska lækna erlendis að snúa aftur til heimahaganna. Það er öllum í hag. Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir formaður Valgerður Á. Rúnarsdóttir varaformaður Sigurveig Pétursdóttir gjaldkeri Anna K. Jóhannsdóttir ritari Ágúst Örn Sverrisson Árdís Björk Ármannsdóttir Orri Þór Ormarsson Ragnar Victor Gunnarsson Þórey Steinarsdóttir [ pistlunum Úr penna stjórnarmanna Ll' birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. LÆKNAblaðið 2011/97 545
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.