Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 25
RANNSÓKN Kirtilkrabbamein í botnlanga á íslandi 1990-2009 - lýðgrunduð rannsókn Halla Viðarsdóttir, læknir1 Jón Gunnlaugur Jónasson, meinafræðingur2-3'4 Páll Helgi Möller, læknir13 ÁGRIP Tilgangur: Kirtilkrabbamein í botnlanga er innan við 0,5% krabbameina í meltingarvegi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða nýgengi, einkenni, meinafræði, meðferð og horfur sjúklinga hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem greindust með kirtilkrabbamein í botnlanga á Islandi 1990-2009. Skoðaðir voru faraldsfræðilegir þættir, meðferð og lifun. Öll vefjasýni voru skoðuð og meinafræði endurmetin. Meðaleftirfylgni lifandi greindra var 15 mánuðir (bil: 0-158). Niðurstöður: Alls greindust 22 sjúklingar með kirtilkrabbamein í botnlanga (miðaldur 63 ár, bil: 30-88, 50% karlar). Aldursstaðlað nýgengi var 0,4/100.000 á ári. Algengasta einkennið var kviðverkur (n=10) en átta sjúklingar höfðu klínísk einkenni botnlangabólgu. Flestir sjúklingar greindust í aðgerð eða við vefjagreiningu en einn við krufningu. Fimm sjúklingar fóru í botnlangatöku og 11 í brottnám á hægri hluta ristils. Einn sjúklingur fór ekki í skurðaðgerð og hjá þremur var eingöngu tekið vefjasýni. Tólf sjúklingar fengu krabbameinslyfjameðferð, þar af sjö við dreifðum sjúkdómi. Átta sjúklingar höfðu kirtilkrabbamein, sjö slímkrabbamein, þrír sigðfrumukrabbamein, einn blandað krabbalíkisæxli af slímfrumugerð og slímkrabbameini, einn kirtilkrabbamein með sigðfrumukrabbameini og tveir höfðu slímæxli af óvissri illkynja hegðan. (átta tilvikum var æxlið upprunnið í kirtilsepaæxli. Flestir höfðu sjúkdóm á stigi IV (n=13), 3 á stigi III, 3 á stigi II og 3 á stigi I. Skurðdauði var 4,8% (n=1). Sjúkdómssértæk fimm ára lifun var 54% en heildar fimm ára lifun 44%. Ályktun: Kirtilkrabbamein í botnlanga eru sjaldgæf. Allir sjúklingar greindust fyrir tilviljun. Rúmlega helmingur sjúklinga var með dreifðan sjúkdóm við greiningu. ’Skurðlækningadeild Landspítala, 2rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala, 3læknadeild HÍ, 4Krabbameinsskrá (slands. Fyrirspurnir: Páll Helgi Möller, pallm@landspitali. is Barst: 18. mars 2011,- samþykkt til birtingar: 15. september 2011. Höfundar tiltaka hvorki styrki né hagsmunatengsl. Inngangur Illkynja æxli í botnlanga eru af fjórum megingerðum, hefðbundin kirtilkrabbamein (adenocarcinoma NOS), krabbalíkisæxli (carcinoid tumours), slímkrabbamein (mucinous adenocarcinoma) og blanda af kirtilkrabbameini og krabbalíkisæxli. 1 flestum rannsóknum hefur krabba- líkisæxli verið algengast eða allt að 50% þessara æxla. Það eru þó vísbendingar um að slímkrabbamein og kirtilkrabbamein séu að verða algengari en krabba- líkisæxli. í rannsókn á 2514 tilfellum í Bandaríkjunum reyndist slímkrabbamein vera algengast, þar á eftir komu kirtilkrabbamein og krabbalíkisæxli sem voru einungis 20%.' Þetta er sjaldgæfur sjúkdómur eða einungis um 0,5% af öllum krabbameinum í meltingarvegi.2 Talið er Beger hafi lýst fyrsta tilfellinu árið 1882.3 Kirtil- krabbamein í botnlanga hafa áður verið skoðuð hér á landi fyrir árin 1974-1989 og var nýgengi samkvæmt þeirri rannsókn 0,2 á hverja 100.000 íbúa á ári.4Talið er að botnlangakrabbamein sé til staðar í um 1% botnlanga sem sendir eru í meinafræðirannsókn.5 Algengast er að sjúklingar séu með einkenni bráðrar botnlangabólgu enda stíflar æxlið oft op botnlangans. Önnur einkenni eru fyrirferð í kvið eða garnastífla.6 I nánast öllum tilfellum er krabbamein í botnlanga greint í aðgerð eða við skoðun á vefjasýni en ekki fyrir aðgerð þó slíkt komi fyrir.7' 8 Meðalaldur sjúklinga samkvæmt rannsóknum hefur verið 55,1-62 ár.4-6'9 I rannsóknum sem birtar hafa verið um kirtilkrabbamein í botnlanga er fimm ára lifun á bilinu 43-55%.7'10 Sjúklingar með kirtilkrabbamein hafa verri horfur en sjúklingar með slímkrabbamein samkvæmt mörgum rannsóknum,6-9 en bent hefur verið á að þetta eigi eingöngu við ef sjúkdómurinn er dreifður við greiningu og það sé því útbreiðsla sjúkdómsins við greiningu sem skipti máli en ekki vefjagerðin.1 Þar sem eitlastöðvar botnlanga eru þær sömu og fyrir botnristil (coecum) og dausgarnarenda (terminal ileum) er mælt með brottnámi á hægri hluta ristils sem meðferð við kirtilkrabbameini í botnlanga.6 Allmargir sjúklingar með botnlangakrabbamein greinast með æxli annars staðar í líkamanum og í einni rannsókn kom fram tíðni á slíku sem nam 35%.6 Algengast er að slík æxli séu í meltingarvegi, en Nitecki og félagar mæltu með leit að öðrum æxlum við greiningu á krabbameini í botnlanga.6 í íslensku rannsókninni frá 1990 hafði enginn sjúklingur þannig æxli. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða kirtil- krabbamein í botnlanga á íslandi með tilliti til faralds- fræðilegra þátta, meinafræði, meðferðar og lifunar. Ennfremur að bera niðurstöður saman við fyrri rannsókn á kirtilkrabbameini í botnlanga á íslandi. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og lýðgrunduð. Upplýs- ingar um alla sjúklinga sem greindust með krabbamein í botnlanga á tímabilinu 1990-2009 að báðum árum meðtöldum voru fengnar frá Krabbameinsskrá Islands. Þetta 20 ára tímabil var valið þar sem áður hefur verið gerð rannsókn á krabbameini í botnlanga fyrir árin 1974-1989. Vefjasýni voru fengin frá rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala og meinafræðideild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Öll sýnin voru skoðuð og meinafræðin endurmetin samkvæmt viðurkenndri skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) af sérfræðingi í meinafræði.15 Sjúklingar voru stigaðir LÆKNAblaðið 2011/97 537
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.