Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 26
RANNSÓKN samkvæmt TNM-stigunarkerfi American Joint Commitee on Cancer (AJCC) (tafla I).11 Úr sjúkraskrám sjúklinga voru skráðar eftirfarandi upplýsingar: kyn, aldur við greiningu, einkenni, með- ferð, tegund aðgerðar og fylgikvillar. Meðaleftirfylgni sjúklinga Tafla I. TNM-stigun AJCC fyrír krabbamein ibotntanga." Frumæxli (T) TX Ekki hægt að meta frumæxli T0 Engin merki um frumæxli Tis Innan slimhúðar krabbamein (carcinoma in-situ) T1 Æxli vex í slímubeð T2 Æxli vex i vöðvalag (muscularis propria) T3 Æxli vex í gegnum vöðvalag og inn i hálubeð eða inn í botnlangahengi T4 Æxli vex i gegnum visceral lifhimnu, þar á meðal slímæxli í lífhimnu í neðri hægri fjórðungi og/eða vex beint inn í önnur liffæri T4a Æxli vex i gegnum visceral lífhimnu, þar á meðal slímæxli í lífhimnu i neðri hægri fjórðungi T4b Æxli vex beint inn í önnur líffæri Svæðiseitlar (N) NX Ekki hægt að meta svæðiseitla N0 Engin meinvörp í svæðiseitlum N1 Meinvörp i 1 -3 svæðiseitlum N2 Meinvörp í 4 eða fleiri svæðiseitlum Fjarmeinvörp (M) MO Engin fjarmeinvörp til staðar M1 Fjarmeinvörp til staðar M1a Fjarmeinvörp i lifhimnu fyrir utan hægri neðri fjórðung, þar á meðal skinuslímhlaup M1b Fjarmeinvörp utan lifhimnu Þroskunargráða (G) GX Ekki hægt að meta þroskun æxlis G1 Vel þroskuð Slimæxli lággráðu G2 Meðalvel þroskuð Slímæxli hágráðu G3 llla þroskuð Slimæxli hágráðu G4 Ósérhæft Stig 0 Tis, N0, M0 I T1.T2.N0, M0 IIA T3, N0, M0 IIB T4a, N0, M0 IIC T4b, N0, M0 IIIA T1,T2, N1, M0 IIIB T3,T4, N1, M0 IIIC Hvaða T sem er, N2, M0 IVA HvaðaT sem er, N0, M1a, G1 IVB Hvaða T sem er, N0, M1a, G2,G3 Hvaða T sem er, N1 ,N2, M1a, hvaða G sem er IVC Hvaða T sem er, hvaða N sem er, M1 b, hvaða G sem er var 15 mánuðir (bil: 0-158). Upplýsingar um dánardag sjúklinga voru fengnar úr þjóðskrá. Upplýsingar um hverjir létust úr krabbameini í botnlanga voru fengnar hjá Krabbameinsskrá íslands. Við útreikninga á aldursstöðluðu nýgengi miðað við Evrópustaðal WHO var notast við fólksfjöldatölur frá Hag- stofu íslands og við Kaplan-Meier-lifunargreiningu var notað tölfræðiforritið R statistics 2.10.1 fyrir Windows. Fengin voru leyfi frá Persónuvemd (tilvísunarnúmer: 2009121152LSL), vísinda- siðanefnd (tilvísunarnúmer: VSNb2010010006/031), lækningafor- stjóra Landspítala og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, Krabba- meinsskrá íslands og lífsýnasafni Landspítala í meinafræði. Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu greindust 22 sjúklingar með kirtilkrabba- mein í botnlanga, 11 konur og 11 karlar. Miðgildi aldurs sjúk- linga var 63 ár (bil: 30-88). Aldursstaðlað nýgengi samkvæmt Evrópustaðli WHO var 0,4 af hverjum 100.000 íbúum á ári. Algengasta einkennið var kviðverkur (n=18), þar af tíu í hægri neðri fjórðungi, en átta sjúklingar töldust hafa klínísk einkenni botnlangabólgu (tafla II). Allir sjúklingar utan einn voru greindir í aðgerð (n=5) eða við vefjarannsókn (n=16) en einn sjúklingur var greindur við krufningu. Flestir höfðu sjúkdóm á stigi IV, eða 13 sjúklingar (mynd 1). Einn sjúklingur greindist samtímis með æxli í bugaristli og annar sjúklingur greindist ári eftir greiningu botnlangakrabbameins með krabbamein í nýra. Allir sjúklingar nema sá sem var greindur við krufningu fóru í skurðaðgerð (mynd 2). Ellefu sjúklingar fóru í brottnám á hægri hluta ristils en sex þeirra höfðu áður farið í botnlangatöku þar sem greindist óvænt botnlangakrabbamein. Einn sjúklingur fór í brottnám á botnristli og dausgarnarenda og einn í ristilúrnám. Einn sjúklingur fór í botnlangatöku eingöngu en þegar átti að framkvæma brottnám á hægri hluta ristils greindust hjá honum dreifð meinvörp. Einn sjúklingur fór f brottnám á bugaristli vegna æxlis. Fjórir sjúklingar fóru í botnlangatöku og aðra aðgerð, allir með dreifan sjúkdóm (sjá töflu I). Hjá þremur sjúklingum með dreifðan sjúkdóm var eingöngu tekið sýni til vefjagreiningar, þar af einum sem greindist við krufningu. Einn sjúklingur sem kom inn með stíflu í ristli reyndist hafa dreifðan æxlisvöxt og var allur ristill fjarlægður. 14 I II III iv Stig Mynd 1. Stigim við greiningu lijá sjúkUngum með krabbamein í botnlanga. 538 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.