Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 35
OFFITA BARNA
„Góður og hollur
morgu nverðu rgetur
nlgerlega breytt lífsstíl
bamanna og reyndar
fullorðinna líka," segir
Tryggvi Helgason
barnalæknir.
að morgunverðarstundin dettur út úr
rútínunni. Þegar svo börnin byrja í
grunnskólanum er morgunverður ekki á
dagskránni og eitthvað fljótlegt, orkuríkt
og næringarlítið verður alltof oft fyrir
valinu. Þetta er samfélagslegt atriði sem
við getum breytt og í mörgum tilvikum
getur dugað að fjölskyldan fari fyrr að
sofa og vakni 15 mrnútum fyrr. Það
þarf ekki meira. Annað sem víða má
bæta er að venja böm á fjölbreytni í
mat. Einhæfni er oft of mikil í mataræði
bama og það skilar sér áfram til full-
orðinsáranna. Margir em ágætlega
upplýstir um hollustugildi matvæla en
margir eru líka í vandræðum með að
lesa úr þeim fjölmörgu og oft misvísandi
skilaboðum sem dynja á okkur daginn
út og inn um hvað sé gott fyrir
okkur. Það fara gríðarlegir fjármunir í
markaðssetningu á mat og heilsuvörum
hvers konar. Það er mjög erfitt fyrir
yfirvöld og heilbrigðisstarfsmenn að
keppa við þennan iðnað sem leggur
margfalt, margfalt meira í auglýsingar en
stjómvöld víðast hvar. Þetta er alþjóðlegt
vandamál."
Til Tryggva sækja oftast börn á
aldrinum 5-15 ára. „Það er sjaldgæft
að við fáum yngri böm, en það gerist
reyndar. Eldri börnin stjórna aðgangi
sínum meira sjálf að alls kyns mat
og drykk. Safar og gosdrykkir sem
eru hlaðnir hitaeiningum og nánast
næringarlausir eru stór þáttur í þessu.
Sykur sem slíkur er ekki endilega rót
alls ills en það er innbyggt í okkur
að finnast sætur matur góður. Það er
okkur eðlilegt að sækja í sætt vegna
þess að það er yfirleitt líka orkuríkt.
Þetta er eðlilegt ef litið er til þess að
líkami okkar er hannaður til að komast
af við erfiðar krefjandi aðstæður og við
takmarkað fæðuframboð. Samfélagið
sem við búum við í dag er hins vegar
samfélag offramboðs og við þurfum ekki
á endalausri orku að halda.
Samfélag sem hentar líkamanum illa
Matvælaframleiðendur vita að hægt er að
auka neysluna með því að setja sykur og
sætuefni í vömna. Við getum stýrt þessu
að nokkru leyti sjálf en líkamskerfið
okkar er líka að hluta til ómeðvitað
þannig að það getur verið erfitt og
flókið að stjóma þessu sjálfur. Sumum
reynist það ofviða í þessu samfélagi
allsnægta og offramboðs. Ef við horfum
á hversu mikil aukning er á offitu í
löndum hins vestræna heims og öðrum
löndum sem hafa tileinkað sér okkar
menningu er ekki hægt að segja annað
en að sumt í þessu samfélagsformi henti
mannslíkamanum hreinlega mjög illa."
Sjúkdómar sem fylgja í kjölfar offitu
eru sykursýki 2, áunnin sykursýki, og
hjartasjúkdómar alls konar. Tryggvi
segir að þegar afi hans var í námi í
læknisfræði hafi verið sagt að sykursýki 2
væri ekki til í bömum. „Það var eflaust
rétt þá en er alls ekki rétt í dag. Sífellt
yngri böm greinast með sykursýki 2. í
vissum þjóðfélagshópum í Bandaríkjunum
er hún orðin algengari meðal bama en
sykursýki 1 sem er meðfædd. Það er
alvarleg þróun og við stöndum hreinlega
frammi fyrir því að kynslóðin sem
nú er að vaxa úr grasi mun búa við
lakara heilsufar og mögulega skertar
lífslíkur vegna lífsstílstengdra sjúkdóma
ef ekkert er að gert. Það er auðvitað
mjög alvarlegt, sérstaklega þegar við
vitum af hverju þetta stafar og höfum
alla möguleika til þess að snúa þessari
þróun við. Til að gera það þarf að þora
að taka pólitískar ákvarðanir um ýmsa
samfélagslega þætti, eins og samgöngur
í þéttbýli og matarverð, lýðheilsutengja
ákvarðanir og auðvelda þjóðinni að
stunda heilbrigða og skemmtilega
hreyfingu í daglegu lífi."
LÆKNAblaðið 2011/97 547