Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.10.2011, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Lokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á íslandi 2002-2006: / Abendingar og snemmkomnir fylgikvillar Inga Lára Ingvarsdóttir1 læknir, Sindri Aron Viktorsson4 læknanemi, Kári Hreinsson2læknir, Martin Ingi Sigurösson1 læknir, Sólveig Helgadóttir1 læknir, Þórarinn Arnórsson1 læknir, Ragnar Danielsen34 læknir, Tómas Guðbjartsson1'4læknir ÁGRIP Inngangur: Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin á íslandi og er oftast gerð vegna ósæðarlokuþrengsla. Tilgangurinn var að kanna ábendingar, snemmkomna fyigikvilla og skurðdauða eftir þessar aðgerðir hér á landi. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Landspítala 2002-2006, samtals 156 einstaklingum. Skráðir voru fylgikvillar aðgerðanna og ein- og fjölþáttagreiningu beitt til að skilgreina áhættuþætti fylgikvilla og skurðdauða innan 30 daga. Niðurstöður: Meðalaldur var 71,7 ár (bil 41 -88) og voru karlar 64,7% hóþsins. Algengustu einkenni sjúklinga fyrir aðgerð voru mæði (86,9%) og hjartaöng (52,6%). Meðalútfallsbrot hjarta (EF) var 57,2%, hámarksþrýstingsfall (AP) yfir lokuna 74,1 mmHg og EuroSCORE (st) 6,9%. Ríflega helmingur sjúklinganna gekkst samtímis undir kransæðahjáveitu og 9 undir aðgerð á míturloku. Lífrænni loku var komið fyrir í 127 aðgerðanna (81,4%), í 102 tilvikum grindarlausri loku, og gerviloku hjá 29 sjúklingum. Meðalstærð ígræddra loka var 25,6 mm (bil 21-29) og aðgerðartími var 282 mínútur. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru nýtilkomið gáttatif (78,0%) og bráður nýrnaskaði (36,0%). Enduraðgerð vegna blæðingar þurfti í 17,0% tilfella og 20 sjúklingar (13,0%) fengu fjöllíffærabiiun. Miðgildi legutíma var 13 dagar og 6,4% sjúklinga létust innan 30 daga frá aðgerð. Ályktun: Fylgikvillar reyndust tíðir eftir þessar aðgerðir, einkum gáttatif, nýrnaskaði og blæðingar sem krefjast enduraðgerðar. Skurðdauði er helmingi tíðari en eftir kransæðahjáveituaðgerðir, sem er í samræmi við erlendar rannsóknir. Inngangur 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2svæfinga- og gjörgæsludeild, 3hjartadeild, Landspítala, 4læknadeild HÍ. Fyrirspurnir: Tómas Guðbjartsson tomasgud@landspitali.is Barst: 23. apríl 2011, - samþykkt til birtingar: 7. júlí 2011. Höfundar tiltaka engin hagsmunatengsl. Ósæðarlokuþrengsli (aortic stenosis) er algengt vandamál á Islandi líkt og annars staðar á Vesturlöndum.1 Einkenni eru væg í byrjun en með vaxandi þrengslum kemur fram mæði vegna hjartabilunar, brjóstverkur og yfirlið við áreynslu. Skyndidauði er einnig vel þekktur fylgikvilli.1 Tíðni ósæðarlokuþrengsla eykst með hækkandi aldri og um 2% einstaklinga um sjötugt hafa sjúkdóminn og 4% þeirra sem eru komnir yfir 85 ára aldur.2 Orsakir ósæðarlokuþrengsla eru meðal annars aldurstengdar breytingar í lokublöðunum og aukið álag á þau eins og sést við tvíblaða ósæðarloku. Þetta veldur íferð bólgufrumna, lípíða, próteina og kalks í lokublöðin.3 Þrengslin gera það að verkum að tæming vinstri slegils verður tregari, hjartavöðvinn þykknar og hann verður síður eftirgefanlegur. Hefðbundin meðferð við óæðarlokuþrengslum er skurðaðgerð þar sem lokunni er skipt út en á undan- fömum árum hefur einnig þróast aðferð þar sem nýrri ósæðarloku er komið fyrir með hjartaþræð- ingartækni, oftast í gegnum náraslagæð.4 Hér á landi eru ósæðarlokuþrengsli ábending um það bil 75% ósæðarlokuskipta,5 en meðal annarra ábendinga eru lokuleki eftir hjartaþelsbólgu eða vegna víkkunar á ósæðarrót.6 Helsta ábending ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla er sjúkdómur sem veldur einkenn- um samfara auknu meðalþrýstingsfalli (>40 mmHg) og flæðishraða (>4 m/s) yfir ósæðarlokuna, eða skertu flatarmáli lokunnar (<1,0 cm2). Hjá einkennalausum sjúk- lingum getur aðgerð einnig komið til greina samhliða annarri hjartaaðgerð eða við mikla þrengingu á lokunni.6 Þegar skipt er um ósæðarloku með skurðaðgerð er notast við hjarta- og lungnavél. Lokunni er síðan skipt út fyrir lífræna loku eða gerviloku úr hertu kolefni. Lífrænu lokurnar eru oftast úr svíni eða gollurshúsi kálfs. Þær geta verið með grind eða grindarlausar (stentless) og er grindin oftast gerð úr plastefni eða málmi. Sjúklingar sem fá gerviloku þurfa ævilanga blóðþynningarmeðferð með warfaríni með tilheyrandi blæðingarhættu.7 Gervilokur hrörna ekki með tímanum eins og þær lífrænu en kostur við síðarnefndu lokurnar er að sjúklingarnir sleppa við langtímablóðþynningu.8 Hægt er að skipta lífrænum lokum út að nýju en slík aðgerð er tæknilega flóknari og skurðdauði helmingi tíðari en við fyrstu lokuskipti.9 Lífrænar lokur henta því síður ungu fólki og er gjaman miðað við 65 ára aldur eða að sjúklingur sé talinn eiga 15-20 ár eftir ólifuð.8 Ósæðarlokuskipti hafa verið framkvæmd frá 1987 á íslandi og eru næstalgengasta opna hjartaaðgerðin hér á landi.5 Upplýsingar um árangur aðgerðanna á Islandi hafa ekki legið fyrir. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna árangur þeirra á Landspítala á fimm ára tímabili, með áherslu á snemmkomna fylgikvilla og dánartíðni innan 30 daga frá aðgerð. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til sjúklinga sem gengust undir ósæðarlokuskipti á Landspítala frá 1. janúar 2002 til 31. desember 2006. Listi yfir sjúklinga var fenginn úr tveimur aðskildum skrám, annars vegar úr sjúklingabókhaldi Landspítala þar sem leitað var að aðgerðanúmerum fyrir ósæðarlokuskiptaaðgerð LÆKNAblaðið 2011/97 523
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.